Hlaupið átti að hefjast á föstudagskvöld en því var frestað um sólarhring vegna mikillar úrkomu og vinda á keppnissvæðinu. Skipuleggjendur mátu það sem svo á föstudag að ekki væri hægt að tryggja öryggi keppenda nema með því að fresta hlaupinu.
Keppendur fóru því af stað í gærkvöldi klukkan 20. Keppendur í 50 kílómetra keppninni hlupu svo af stað hálfum sólarhring síðar, eða klukkan 8 í morgun.
Keppendur frá átján löndum voru skráðir til leiks, frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja Sjálandi, Belgíu, Hong Kong, Pólandi, Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Svíþjóð, Litháen, Hollandi, Slóveníu, Finnlandi, Noregi, Rúmeníu, Slóvakíu og auðvitað Íslandi.
