Björn Leví ræddi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 13:30 Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að skattar lækki ekki fyrr en árið 2021 ef marka má nýbirt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, að mati Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann segir jafnframt að reikna megi með skattahækkun á næsta ári. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það er talað um skattalækkanir sem er bara ekki satt fyrir árið 2020. Það eru skattahækkanir 2020. Það er ekki fyrr en að áætlaðar skattabreytingar 2021 gerast, sem er á kosningaári að sjálfsögðu, að það verður eitthvað sem gæti kallast skattalækkun ef það gengur eftir,“ sagði Björn Leví um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar.Athugasemd ritstjórnar: Björn Leví Gunnarsson hefur síðar leiðrétt greiningu sína og segir það hafa verið rangt að skattalækkun taki ekki gildi fyrr en árið 2021. Sjá má leiðréttingu hans sem hann birti á Facebook síðu sinni hér fyrir neðan.Hækkun á gjöldum og lækkun persónuafsláttar vegi á móti lækkun tekjuskatts Aðspurður segir Björn hann meðal annars eiga við um hið nýja lágtekjuþrep. „Af því að það fer ekki alveg niður í 31,44% strax, heldur fer niður í 35,04% á næsta ári. Á sama tíma er persónuafslátturinn lækkaður um fimm þúsund krónur eða svo, og það er verið að verðlagsuppfæra allt um 2,5% eða eitthvað þvíumlíkt, öll gjöld og svoleiðis sem að náttúrulega kemur niður á fólki. Það er beinlínis skattahækkun 2020.“ „Það er verið að básúna út um skattalækkunaraðgerðir og svoleiðis. Það byrjar á skattahækkun og ef að þau standa við það og allt virkar og svo framvegis, þá er skattalækkun á kosningaári.“ Björn sagði jafnframt að hann telji það ósanngjarnt að stjórnvöld endi kjörtímabilið á því að standa við svona kosningaloforð og „í rauninni láti það detta inn á næsta kjörtímabil að standa undir þeim skattalækkunum.“Willum ósammála þessari niðurstöðu Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, sagðist ósammála þessari greiningu.En það er semsagt rétt hjá Birni að það eru í grunninn engar skattalækkanir fyrr en árið 2021, er þetta rétt lesið hjá honum?„Nei, ég vil ekki meina svo. Þetta á að hefjast núna 2020 og er í fjárlagafrumvarpi, en það þarf auðvitað að stilla þrepamörkin og það verður bætt inn nýju þrepi. Tíðindin í þessu eru auðvitað þau að við erum að gera þetta á tveimur árum en ekki þremur. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Birni. „Þetta verður ekki skattalækkun, eða óbreyttir skattar fyrir alla, fyrr en árið 2021.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti síðasta föstudag frumvarp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2020. Hér má finna frekari umfjöllun Vísis um fjárlagafrumvarpið.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:00.Hér fyrir neðan má hlusta á fjárlagaumræðu þingmannanna í heild sinni. Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því. 7. september 2019 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Útlit er fyrir að skattar lækki ekki fyrr en árið 2021 ef marka má nýbirt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, að mati Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann segir jafnframt að reikna megi með skattahækkun á næsta ári. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það er talað um skattalækkanir sem er bara ekki satt fyrir árið 2020. Það eru skattahækkanir 2020. Það er ekki fyrr en að áætlaðar skattabreytingar 2021 gerast, sem er á kosningaári að sjálfsögðu, að það verður eitthvað sem gæti kallast skattalækkun ef það gengur eftir,“ sagði Björn Leví um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar.Athugasemd ritstjórnar: Björn Leví Gunnarsson hefur síðar leiðrétt greiningu sína og segir það hafa verið rangt að skattalækkun taki ekki gildi fyrr en árið 2021. Sjá má leiðréttingu hans sem hann birti á Facebook síðu sinni hér fyrir neðan.Hækkun á gjöldum og lækkun persónuafsláttar vegi á móti lækkun tekjuskatts Aðspurður segir Björn hann meðal annars eiga við um hið nýja lágtekjuþrep. „Af því að það fer ekki alveg niður í 31,44% strax, heldur fer niður í 35,04% á næsta ári. Á sama tíma er persónuafslátturinn lækkaður um fimm þúsund krónur eða svo, og það er verið að verðlagsuppfæra allt um 2,5% eða eitthvað þvíumlíkt, öll gjöld og svoleiðis sem að náttúrulega kemur niður á fólki. Það er beinlínis skattahækkun 2020.“ „Það er verið að básúna út um skattalækkunaraðgerðir og svoleiðis. Það byrjar á skattahækkun og ef að þau standa við það og allt virkar og svo framvegis, þá er skattalækkun á kosningaári.“ Björn sagði jafnframt að hann telji það ósanngjarnt að stjórnvöld endi kjörtímabilið á því að standa við svona kosningaloforð og „í rauninni láti það detta inn á næsta kjörtímabil að standa undir þeim skattalækkunum.“Willum ósammála þessari niðurstöðu Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, sagðist ósammála þessari greiningu.En það er semsagt rétt hjá Birni að það eru í grunninn engar skattalækkanir fyrr en árið 2021, er þetta rétt lesið hjá honum?„Nei, ég vil ekki meina svo. Þetta á að hefjast núna 2020 og er í fjárlagafrumvarpi, en það þarf auðvitað að stilla þrepamörkin og það verður bætt inn nýju þrepi. Tíðindin í þessu eru auðvitað þau að við erum að gera þetta á tveimur árum en ekki þremur. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Birni. „Þetta verður ekki skattalækkun, eða óbreyttir skattar fyrir alla, fyrr en árið 2021.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti síðasta föstudag frumvarp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2020. Hér má finna frekari umfjöllun Vísis um fjárlagafrumvarpið.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:00.Hér fyrir neðan má hlusta á fjárlagaumræðu þingmannanna í heild sinni.
Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því. 7. september 2019 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45
Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52
Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því. 7. september 2019 07:00