Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 12:14 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Mynd/Samsett Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér skömmu fyrir hádegi segir að stjórn landsambandsins hafi hvorki haft samband við embættið til að ræða áhyggjur sem hún kveðst hafa af stöðu lögreglumála, né sett fram umkvörtunarefni.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Þá eigi Landssamband lögreglumanna fulltrúa í bæði fata- og búnaðarnefnd og bílanefnd embættisins, þar sem formaðurinn hafi m.a. átt sæti. Þá hafi fulltrúi landssambandsins unnið með embættinu að útboði á einkennisfatnaði fyrir lögreglumenn sem birtast muni innan skamms.Þegar liggi jafnframt fyrir að bílamiðstöð verði lögð niður. Þá hafi ríkislögreglustjóri sjálfur haft frumkvæði að því að óska eftir því við ríkisendurskoðanda að fram færi úttekt á bílamiðstöðinni og áhrifum þeirra breytinga sem ný lög um opinber fjárlög hafa haft á reksturinn. „Ríkislögreglustjóri telur að tímabært sé að hugað verði að framtíðarskipan lögreglu og skynsamlegt væri að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda myndi beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu,“ segir í yfirlýsingu embættis ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, sem stjórn sambandsins samþykkti í gær, kom fram að óánægjuna sem ríkt hefur með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra megi m.a. rekja til fatamála og bílamála. Þessi mál hafi verið í ólestri undanfarin misseri. Sambandið taldi mikilvægt að sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra fái skjóta úrlausn. Annars muni það bitna áþjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand sé til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér skömmu fyrir hádegi segir að stjórn landsambandsins hafi hvorki haft samband við embættið til að ræða áhyggjur sem hún kveðst hafa af stöðu lögreglumála, né sett fram umkvörtunarefni.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Þá eigi Landssamband lögreglumanna fulltrúa í bæði fata- og búnaðarnefnd og bílanefnd embættisins, þar sem formaðurinn hafi m.a. átt sæti. Þá hafi fulltrúi landssambandsins unnið með embættinu að útboði á einkennisfatnaði fyrir lögreglumenn sem birtast muni innan skamms.Þegar liggi jafnframt fyrir að bílamiðstöð verði lögð niður. Þá hafi ríkislögreglustjóri sjálfur haft frumkvæði að því að óska eftir því við ríkisendurskoðanda að fram færi úttekt á bílamiðstöðinni og áhrifum þeirra breytinga sem ný lög um opinber fjárlög hafa haft á reksturinn. „Ríkislögreglustjóri telur að tímabært sé að hugað verði að framtíðarskipan lögreglu og skynsamlegt væri að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda myndi beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu,“ segir í yfirlýsingu embættis ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, sem stjórn sambandsins samþykkti í gær, kom fram að óánægjuna sem ríkt hefur með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra megi m.a. rekja til fatamála og bílamála. Þessi mál hafi verið í ólestri undanfarin misseri. Sambandið taldi mikilvægt að sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra fái skjóta úrlausn. Annars muni það bitna áþjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand sé til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17