Secret Solstice verður í Laugardal 26.-28. júní 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 11:03 Frá Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Vísir/Friðrik þór Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum árið 2020, með sambærilegu sniði og í ár. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Mikil óvissa ríkti um framtíð hátíðarinnar í sumar vegna milljónaskulda aðstandenda hennar við m.a. Reykjavíkurborg. Hátíðin var að endingu haldin í Laugardal helgina 21.-23. júní. Þá var hátíðin haldin með töluvert breyttu sniði með hliðsjón af ábendingum foreldra- og íbúasamtaka í Laugardal. Þannig var dagskráin stytt og aukið var við eftirlit lögreglu og viðbragðsaðila á hátíðinni. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að tónleikar Secret Solstice verði haldið í Laugardal dagana 26.-28. júní með „sambærilegu sniði og í ár“. „Samningsdrög verði lögð fyrir borgarráð til afgreiðslu. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að láta framkvæma könnun meðal íbúa áhrifasvæða tónleikanna í þeim tilgangi að bregðast enn betur við ábendingum um það sem betur má fara í framkvæmd verkefnisins,“ segir í fundargerðinni. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:Borgarstjóri vill að tónleikar Secret Solstice verði haldnir með sambærilegu sniði og var í ár í Laugardal dagana 26. - 28. júní 2020. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að haft verði samráð við íbúa í nágrenninu og foreldrafélög. Framkvæma á könnun og verður það að vera gert af óháðum, viðurkenndum aðila. Flokkur fólksins vill að beðið verði eftir niðurstöðum og verði þær á þann veg að ekki sé vilji til að halda hátíðina í Laugardalnum ber borginni að una því. Hér er verið að segja að íbúar áhrifasvæða tónleikanna ákveði hvort hátíðin skuli haldin aftur á þessum stað. Að leggja fyrir könnun í þeim tilgangi einum að bregðast við ábendingum segir ekkert um hvort fólk sé almennt sátt við að hafa þessa hátíð aftur í Laugardalnum. Íbúar eiga að ráða þessu. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22 Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11 Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum árið 2020, með sambærilegu sniði og í ár. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Mikil óvissa ríkti um framtíð hátíðarinnar í sumar vegna milljónaskulda aðstandenda hennar við m.a. Reykjavíkurborg. Hátíðin var að endingu haldin í Laugardal helgina 21.-23. júní. Þá var hátíðin haldin með töluvert breyttu sniði með hliðsjón af ábendingum foreldra- og íbúasamtaka í Laugardal. Þannig var dagskráin stytt og aukið var við eftirlit lögreglu og viðbragðsaðila á hátíðinni. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að tónleikar Secret Solstice verði haldið í Laugardal dagana 26.-28. júní með „sambærilegu sniði og í ár“. „Samningsdrög verði lögð fyrir borgarráð til afgreiðslu. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að láta framkvæma könnun meðal íbúa áhrifasvæða tónleikanna í þeim tilgangi að bregðast enn betur við ábendingum um það sem betur má fara í framkvæmd verkefnisins,“ segir í fundargerðinni. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:Borgarstjóri vill að tónleikar Secret Solstice verði haldnir með sambærilegu sniði og var í ár í Laugardal dagana 26. - 28. júní 2020. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að haft verði samráð við íbúa í nágrenninu og foreldrafélög. Framkvæma á könnun og verður það að vera gert af óháðum, viðurkenndum aðila. Flokkur fólksins vill að beðið verði eftir niðurstöðum og verði þær á þann veg að ekki sé vilji til að halda hátíðina í Laugardalnum ber borginni að una því. Hér er verið að segja að íbúar áhrifasvæða tónleikanna ákveði hvort hátíðin skuli haldin aftur á þessum stað. Að leggja fyrir könnun í þeim tilgangi einum að bregðast við ábendingum segir ekkert um hvort fólk sé almennt sátt við að hafa þessa hátíð aftur í Laugardalnum. Íbúar eiga að ráða þessu.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22 Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11 Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22
Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11
Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56