Sauðfjárbónda blöskrar umræðan um kjöt í skólum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2019 19:15 Um 110 þúsund fjár verður slátrað á næstu vikum hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Fallþungi lambanna er góður og almenn ánægja með kjötskrokkana. Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem vinna í sláturtíðinni á Selfossi, eða um eitt hundrað og Íslendingarnir eru fjörutíu. Sauðfjárbónda, sem fylgdi sínum lömbum til slátrunar er miður sín yfir umræðunni um að það eigi að fara að minnka kjötneyslu í mötuneytum skóla. Lambaskrokkarnir líta vel út enda sumarið búið að vera lömbunum einstaklega gott af afréttum og heimalöndum bænda á Suðurlandi í sumar „Þau líta bara vel út þessi fyrstu sem ég koma þannig að ég er viss um að þetta verður gott haust. Við vonum að sumarið teygi sig aðeins fram á haustið því að veðurskiptir líka málið á haustin hvað varðar alla flutninga að sláturhúsi, þá skiptir veðrið miklu máli og að það verði gott áfram,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá SS. Um 140 starfsmenn voru ráðnir inn í sláturtíðina, þar af um 100 útlendingar sem koma flestir frá Póllandi og Nýja Sjálandi. „Við erum að fá aftur sama fólkið ár eftir ár, sem að hjálpar okkur gríðarlega mikið í allri vinnslu, þetta er vant fólk,“ segir Benedikt.Erlendur Ingvarsson, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit en á bænum er rúmlega þúsund fjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sauðfjárbændurnir í Skarði í Landsveit, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson lögðu inn 250 lömb til slátrunar í gær. Erlendi bónda blöskrar umræðan um að það eigi að fara að minka kjötneyslu í skólum í Reykjavík og jafnvel víðar. „Eins og ég segi alltaf, fiskur og rautt kjöt, ég held að þú fáir bestu næringarefnin í gegnum það, það er alveg klárt mál, þú þarft ekki að vera að taka einhver fæðubótarefni í staðinn,“ segir Erlendur og bætir því við að það séu allt of miklir öfgar að hans mati í umræðunni í mat í mötuneytum skóla. „Já, það er of miklir öfgar, sérstaklega núna, það er orðin pólitík í þessu, það er farið að draga fólk í dilka, ertu vegan, ertu grænmetisæta eða ertu kjötæta, við erum allt fólk í landinu, þú velur hvað þú borðar og þú átt ekki að tala niður til hins aðilans, það er bara val hvers og eins. Við viljum halda okkar afurð á lofti með því að segja að við séum með góða og heilnæma vöru, ekki að hún sé einhver umhverfissóði, þvert á móti,“ segir Erlendur í Skarði. Árborg Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Um 110 þúsund fjár verður slátrað á næstu vikum hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Fallþungi lambanna er góður og almenn ánægja með kjötskrokkana. Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem vinna í sláturtíðinni á Selfossi, eða um eitt hundrað og Íslendingarnir eru fjörutíu. Sauðfjárbónda, sem fylgdi sínum lömbum til slátrunar er miður sín yfir umræðunni um að það eigi að fara að minnka kjötneyslu í mötuneytum skóla. Lambaskrokkarnir líta vel út enda sumarið búið að vera lömbunum einstaklega gott af afréttum og heimalöndum bænda á Suðurlandi í sumar „Þau líta bara vel út þessi fyrstu sem ég koma þannig að ég er viss um að þetta verður gott haust. Við vonum að sumarið teygi sig aðeins fram á haustið því að veðurskiptir líka málið á haustin hvað varðar alla flutninga að sláturhúsi, þá skiptir veðrið miklu máli og að það verði gott áfram,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá SS. Um 140 starfsmenn voru ráðnir inn í sláturtíðina, þar af um 100 útlendingar sem koma flestir frá Póllandi og Nýja Sjálandi. „Við erum að fá aftur sama fólkið ár eftir ár, sem að hjálpar okkur gríðarlega mikið í allri vinnslu, þetta er vant fólk,“ segir Benedikt.Erlendur Ingvarsson, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit en á bænum er rúmlega þúsund fjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sauðfjárbændurnir í Skarði í Landsveit, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson lögðu inn 250 lömb til slátrunar í gær. Erlendi bónda blöskrar umræðan um að það eigi að fara að minka kjötneyslu í skólum í Reykjavík og jafnvel víðar. „Eins og ég segi alltaf, fiskur og rautt kjöt, ég held að þú fáir bestu næringarefnin í gegnum það, það er alveg klárt mál, þú þarft ekki að vera að taka einhver fæðubótarefni í staðinn,“ segir Erlendur og bætir því við að það séu allt of miklir öfgar að hans mati í umræðunni í mat í mötuneytum skóla. „Já, það er of miklir öfgar, sérstaklega núna, það er orðin pólitík í þessu, það er farið að draga fólk í dilka, ertu vegan, ertu grænmetisæta eða ertu kjötæta, við erum allt fólk í landinu, þú velur hvað þú borðar og þú átt ekki að tala niður til hins aðilans, það er bara val hvers og eins. Við viljum halda okkar afurð á lofti með því að segja að við séum með góða og heilnæma vöru, ekki að hún sé einhver umhverfissóði, þvert á móti,“ segir Erlendur í Skarði.
Árborg Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira