Mótmælendur handteknir við Höfða Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 13:46 Mikil öryggisgæsla er við Höfða í dag þar sem varaforseti Bandaríkjanna fundar. Vísir/Vilhelm Tveir einstaklingar voru handteknir við Höfða í Reykjavík í dag þar sem þeir höfðu verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. Mike Pence fundar í Höfða í síðar í dag með utanríkisráðherra og fulltrúum viðskiptalífsins. Mótmælendur kveiktu í bandarískum fána í fjörunni, skammt frá Höfða, og birti annar þeirra mynd af verknaðinum á Facebook. Færslu hans, Benjamíns Julian, má sjá hér að neðan. Þeir voru báðir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Magnús Helgason, faðir hins mótmælandans, segir í samtali við Vísi að þeim hafi verið gefið tvennt að sök; annars vegar að kveikja eld á almannafæri og hins vegar að smána fána erlends ríkis. Magnús gefur sjálfur lítið fyrir þessi meintu brot. Á færri stöðum í Reykjavík sé minni eldhætta en þarna í fjörunni. Aukinheldur er það stjórnarskrárvarinn réttur Bandaríkjamanna að bera eld að eigin fána og því þykir Magnúsi forkastanlegt að sonur sinn skuli vera handtekinn af þessum sökum. Að sögn Magnúsar verða mótmælendurnir yfirheyrðir síðar í dag en segist ekki vita hvort þeir verði ákærðir fyrir mótmæli sín. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið og sagði Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðsstjóri á Hverfisgötu, að líklega yrði send út fréttatilkynning vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð. Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tveir einstaklingar voru handteknir við Höfða í Reykjavík í dag þar sem þeir höfðu verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. Mike Pence fundar í Höfða í síðar í dag með utanríkisráðherra og fulltrúum viðskiptalífsins. Mótmælendur kveiktu í bandarískum fána í fjörunni, skammt frá Höfða, og birti annar þeirra mynd af verknaðinum á Facebook. Færslu hans, Benjamíns Julian, má sjá hér að neðan. Þeir voru báðir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Magnús Helgason, faðir hins mótmælandans, segir í samtali við Vísi að þeim hafi verið gefið tvennt að sök; annars vegar að kveikja eld á almannafæri og hins vegar að smána fána erlends ríkis. Magnús gefur sjálfur lítið fyrir þessi meintu brot. Á færri stöðum í Reykjavík sé minni eldhætta en þarna í fjörunni. Aukinheldur er það stjórnarskrárvarinn réttur Bandaríkjamanna að bera eld að eigin fána og því þykir Magnúsi forkastanlegt að sonur sinn skuli vera handtekinn af þessum sökum. Að sögn Magnúsar verða mótmælendurnir yfirheyrðir síðar í dag en segist ekki vita hvort þeir verði ákærðir fyrir mótmæli sín. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið og sagði Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðsstjóri á Hverfisgötu, að líklega yrði send út fréttatilkynning vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09