Á Instagram-síðu ljósmyndarans segir að hann hafi andast í gær og að hann skilji eftir sig „stórt tómarúm“.
Í frétt BBC segir að Lindbergh hafi fæðst í Póllandi árið 1944 og hafi á starfsferli sínum unnið með fjölmörgum af þekktustu fatahönnuðum heims og ljósmyndir hans birst í mörgum af stærstu tískutímaritum heims.
Lindbergh vann nýlega með Meghan, hertogaynju af Sussex, að myndskreytingum í septemberhefti Vogue, sem Meghan ritstýrði.
Á tíunda áratugnum vann Lindbergh meðal annar með ofurfyrirsætunum Cindy Crawford og Naomi Campbell.
It is with great sadness that we announce the passing of Peter Lindbergh on September 3rd 2019, at the age of 74. He is survived by his wife Petra, his first wife Astrid, his four sons Benjamin, Jérémy, Simon, Joseph and seven grandchildren. He leaves a big void.View this post on Instagram
A post shared by Peter Lindbergh (@therealpeterlindbergh) on Sep 4, 2019 at 1:31am PDT