„Ráðherra getur klárað málið ef hann bara kemur sér í verkið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. september 2019 11:00 Herdís Hallmarsdóttir formaður HRFÍ Aðsend mynd „Við höfum barist fyrir því í áraraðir að fá endurskoðun á reglum er varða innflutning á hundum til landsins,“ segir Herdís Hallmarsdóttir formaður Hundaræktarfélags Íslands. Hún segir að það sé mjög margt sem þurfi að bæta í málefnum hunda hér á landi en sérstaklega gagnrýnir hún hversu erfiðlega gengur að ná fram breytingum á reglum um einangrun hunda. „Við höfum sett út á það að við sjáum ekki nokkur vísindaleg rök sem styðji fjögurra vikna einangrun eftir að dýr undirgengst allar þær sóttvarnir sem þarf áður en það kemur til landsins eins og bólusetningar, rannsóknir og meðferð. Þá bætir fjögurra vikna einangrun engu við. Hún er dýrinu erfið, er kostnaðarsöm og hamlandi fyrir eigendur.“Fjárhagsleg áhrif fyrir hundaeigendur Herdís er ósátt við að það hafi ekki verið tilkynnt nein ákvörðun um breytingar á reglugerðinni síðan Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur, gerði áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins fyrr á þessu ári. „Þorgerður Katrín lét skoða og útbúa nýtt áhættumat en niðurstaðan þar renndi stoðum undir gagnrýni okkar að það væri sannarlega þörf á endurskoðun á þessum reglum. Það komu engar tillögur frá Dr. Willeberg og það var því sent til umsagnar til MAST sem lagði það til að tveggja vikna einangrunartími væri fyllilega nægjanlegur. Engu að síður þá bólar ekkert á breytingu á reglugerð.“ Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra heldur utan um málaflokkinn og fékk hann áhættumatið í hendur í vor. Í kjölfarið var áhættumatið sent til Matvælastofnunar til yfirferðar og umsagnar og í sumar lagði stofnunin til þess að dvöl innfluttra hunda í einangrun yrði stytt úr fjórum vikum í 14 daga. Drögunum var skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. júní og gagnrýnir Herdís að enn hafi engin breyting verðið framkvæmd.Sjá einnig: Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming „Þessi lagabreyting sem þarf til er eitt pennastrik. Ráðherra getur klárað málið ef hann bara kemur sér í verkið,“ segir Herdís. Hún segist ekki skilja ástæðurnar fyrir því að málið hefur tafist. „Mér finnst þetta mjög einkennilegt. Kannski bara áhugaleysi, skortur á fókus. En þetta er svo sannarlega að hafa fjárhagsleg áhrif fyrir þá sem eru núna að flytja heim og koma með gæludýr til landsins. Þetta er eitthvað sem ráðherra gæti gert mjög auðveldlega með breiðri sátt allra hluteiganda. Ef að áhættumatið segir að þetta sé ekki þarft og tekur undir gagnrýni okkar, ef að MAST og þar með yfirdýralæknir sem er umsagnaraðili, segir að það þurfi ekki meira en tvær vikur þá á þetta ekki að vera meira.“Nauðsynlegt að minnka boð og bönn Í kjölfarið þyrfti svo að taka samtalið um það hvort þörf sé á einangrun yfir höfuð og af hverju gæludýravegabréf eins og gildi í mörgum Evrópulöndum séu ekki tekin gild hér. „Niðurstaðan liggur fyrir, það er bara framkvæmdin sem er eftir, að hlíta niðurstöðunni.“ Hugarfarið gagnvart hundum og hundaeigendum þurfi að endurskoða. „Í grunninn myndi ansi margt breytast ef grundvallarviðhorfið myndi breytast. Í dag er regluverkið dálítið því marki brennt að við bönnum hunda og svo afléttum við banni og veitum undanþágur frá banni. Þetta er nálgunin í dag.“ Að hennar mati þarf að hugsa þetta upp á nýtt. „Því ef við myndum hugsa þannig að hundurinn sé eðlilegur samferðarfélagi í samfélaginu og hann sé leyfilegur og það þurfi sérstök rök til að setja á boð og bönn sem varða hundinn, ef við myndum horfa á það frá þessu sjónarhorni í staðinn fyrir að hann sé bannaður og hann sé á undanþágu. Þá held ég að ansi margt myndi fylgja á eftir.“ „Það þarf að fara í gegnum allt regluverkið og láta hugsunina sem er eðlileg ráða. Að það þurfi sérstakan rökstuðning til að setja á boð og bönn því að hundurinn hefur fylgt manninum í þúsundir ára.“HRFÍ stendur fyrir hundagöngu á laugardag.Vísir/VilhelmÞörf á betri aðstöðu Hundaræktarfélag Íslands er 50 ára í dag. Herdís fagnar litlum sigrum félagsins eins og undanþágan frá Strætó, sem að leyfir hundaeigendum að taka hundana sína með sér í strætisvagna. „Við byrjuðum fyrir nokkrum árum að skrifast á við umhverfisráðherra og mótmæla þessari heilbrigðisreglugerð sem að meinaði hunda sem farþega í strætó. Núna hafa þeir verið á tilraunaverkefni sem er verið að framlengja því það hefur gengið svo vel. Það hafa ekki verið neinar umkvartanir og það hafa ekki verið neinir árekstrar.“ Okkur er enn meinað að halda viðburði sem varða hunda í öðruvísi húsnæði en sem er sérstaklega ætlað dýrum. Við erum eina landið á Norðurlöndunum sem getur ekki haldið sýningar í íþróttamannvirkjum. Okkur langar að komast í betri aðstæður. Ég vil höfða til allra sveitarfélaganna sem eru hér í kringum okkur í Reykjavík og nágrenni, sem að hafa staðið þétt á bakvið menningararfleiðina sem stendur í íslenska hestinum. Okkur vantar betri aðstöðu.“ Herdís segir að næsta skref til framtíðar sé að bæta aðstöðu til hundaræktar, þetta snerti svo marga. Hundaeigendur þurfi líka fleiri opin svæði. Hún segir að hundagerðin séu mörg til háborinnar skammar. „Ég leyfi mér að efast um að þau þjónustugjöld sem innheimt eru af sveitarfélögum í Reykjavík og nágrenni sé í raun og veru varið í þjónustu við hundaeigendur eins og á að gera lögum samkvæmt.“Frá hátíð íslenska hundsins í Árbæjarsafni Vísir/VilhelmHarmar afstöðu Öryrkjabandalagsins Hundaræktarfélagið harmar að svo víða hér á landi sé hundahald ekki leyft í fjölbýli. „Allt of mörg félög sem eru hér starfrækt og eru með íbúðir, eins og til dæmis Öryrkjabandalagið, banna hunda í íbúðum þrátt fyrir að vísindalega sé það sannað að samvera með hundi geti bætt lífskjör og lífsgæði töluvert. Það er dálítið einkennilegt að samtök eins og Öryrkjabandalagið skuli banna íbúum og leigjendum sínum að halda hund. Þetta er annað dæmi um að ef viðmótið væri að leyfa og að það þyrfti sérstök rök fyrir banni, þá myndum við strax ná svo miklum árangri.“ Hundaræktarfélagið er ekki aðeins að berjast fyrir breytingum heldur sé hlutverkið mun víðtækara. „Við látum okkur allt varða varðandi ferfætlinginn sjálfan, þar á meðal barátta fyrir bættri hundamenningu á Íslandi. Þetta er áhugamannafélag sem lætur sig allt varða sem tengist því að rækta hunda. Allt sem varðar hundarækt, sýningar, heilbrigði, eðli og týpa. Svo er það líka auðvitað að vinna með hundinn og iðka íþróttir með honum eins og hundafimi. Eða það að standast próf hvort sem það er veiðipróf, hlýðnipróf eða vinnupróf. Allt sem tengist því að rækta hundinn, kemur félaginu við.“ Herdís segir að það sé mikilvægt hlutverk félagsins að varðveita mikilvægu menningararfleiðina sem sé fólgin í íslenska hundakyninu, sem er íslenski fjárhundurinn. „Hundaræktarfélagið var stofnað í kjölfar aðgerða sem fólust í því að bjarga íslenska fjárhundinum frá útrýmingu, að viðhalda stofninum og endurvekja hann.“ Hundaræktarfélag Íslands fagnar eins og áður sagði 50 ára afmæli í dag og að því tilefni verður hundaganga á laugardaginn klukkan 13 þar sem gengið er niður Laugaveginn frá Hlemmi að Hörpunni. „Það eru allir velkomnir svo lengi sem þeir taka eigendur sína með,“ segir Herdís. Dýr Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15 Gjörbylting að helminga einangrunartíma hunda Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að það væri gjörbylting ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. 5. júlí 2019 20:30 Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00 Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
„Við höfum barist fyrir því í áraraðir að fá endurskoðun á reglum er varða innflutning á hundum til landsins,“ segir Herdís Hallmarsdóttir formaður Hundaræktarfélags Íslands. Hún segir að það sé mjög margt sem þurfi að bæta í málefnum hunda hér á landi en sérstaklega gagnrýnir hún hversu erfiðlega gengur að ná fram breytingum á reglum um einangrun hunda. „Við höfum sett út á það að við sjáum ekki nokkur vísindaleg rök sem styðji fjögurra vikna einangrun eftir að dýr undirgengst allar þær sóttvarnir sem þarf áður en það kemur til landsins eins og bólusetningar, rannsóknir og meðferð. Þá bætir fjögurra vikna einangrun engu við. Hún er dýrinu erfið, er kostnaðarsöm og hamlandi fyrir eigendur.“Fjárhagsleg áhrif fyrir hundaeigendur Herdís er ósátt við að það hafi ekki verið tilkynnt nein ákvörðun um breytingar á reglugerðinni síðan Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur, gerði áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins fyrr á þessu ári. „Þorgerður Katrín lét skoða og útbúa nýtt áhættumat en niðurstaðan þar renndi stoðum undir gagnrýni okkar að það væri sannarlega þörf á endurskoðun á þessum reglum. Það komu engar tillögur frá Dr. Willeberg og það var því sent til umsagnar til MAST sem lagði það til að tveggja vikna einangrunartími væri fyllilega nægjanlegur. Engu að síður þá bólar ekkert á breytingu á reglugerð.“ Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra heldur utan um málaflokkinn og fékk hann áhættumatið í hendur í vor. Í kjölfarið var áhættumatið sent til Matvælastofnunar til yfirferðar og umsagnar og í sumar lagði stofnunin til þess að dvöl innfluttra hunda í einangrun yrði stytt úr fjórum vikum í 14 daga. Drögunum var skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. júní og gagnrýnir Herdís að enn hafi engin breyting verðið framkvæmd.Sjá einnig: Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming „Þessi lagabreyting sem þarf til er eitt pennastrik. Ráðherra getur klárað málið ef hann bara kemur sér í verkið,“ segir Herdís. Hún segist ekki skilja ástæðurnar fyrir því að málið hefur tafist. „Mér finnst þetta mjög einkennilegt. Kannski bara áhugaleysi, skortur á fókus. En þetta er svo sannarlega að hafa fjárhagsleg áhrif fyrir þá sem eru núna að flytja heim og koma með gæludýr til landsins. Þetta er eitthvað sem ráðherra gæti gert mjög auðveldlega með breiðri sátt allra hluteiganda. Ef að áhættumatið segir að þetta sé ekki þarft og tekur undir gagnrýni okkar, ef að MAST og þar með yfirdýralæknir sem er umsagnaraðili, segir að það þurfi ekki meira en tvær vikur þá á þetta ekki að vera meira.“Nauðsynlegt að minnka boð og bönn Í kjölfarið þyrfti svo að taka samtalið um það hvort þörf sé á einangrun yfir höfuð og af hverju gæludýravegabréf eins og gildi í mörgum Evrópulöndum séu ekki tekin gild hér. „Niðurstaðan liggur fyrir, það er bara framkvæmdin sem er eftir, að hlíta niðurstöðunni.“ Hugarfarið gagnvart hundum og hundaeigendum þurfi að endurskoða. „Í grunninn myndi ansi margt breytast ef grundvallarviðhorfið myndi breytast. Í dag er regluverkið dálítið því marki brennt að við bönnum hunda og svo afléttum við banni og veitum undanþágur frá banni. Þetta er nálgunin í dag.“ Að hennar mati þarf að hugsa þetta upp á nýtt. „Því ef við myndum hugsa þannig að hundurinn sé eðlilegur samferðarfélagi í samfélaginu og hann sé leyfilegur og það þurfi sérstök rök til að setja á boð og bönn sem varða hundinn, ef við myndum horfa á það frá þessu sjónarhorni í staðinn fyrir að hann sé bannaður og hann sé á undanþágu. Þá held ég að ansi margt myndi fylgja á eftir.“ „Það þarf að fara í gegnum allt regluverkið og láta hugsunina sem er eðlileg ráða. Að það þurfi sérstakan rökstuðning til að setja á boð og bönn því að hundurinn hefur fylgt manninum í þúsundir ára.“HRFÍ stendur fyrir hundagöngu á laugardag.Vísir/VilhelmÞörf á betri aðstöðu Hundaræktarfélag Íslands er 50 ára í dag. Herdís fagnar litlum sigrum félagsins eins og undanþágan frá Strætó, sem að leyfir hundaeigendum að taka hundana sína með sér í strætisvagna. „Við byrjuðum fyrir nokkrum árum að skrifast á við umhverfisráðherra og mótmæla þessari heilbrigðisreglugerð sem að meinaði hunda sem farþega í strætó. Núna hafa þeir verið á tilraunaverkefni sem er verið að framlengja því það hefur gengið svo vel. Það hafa ekki verið neinar umkvartanir og það hafa ekki verið neinir árekstrar.“ Okkur er enn meinað að halda viðburði sem varða hunda í öðruvísi húsnæði en sem er sérstaklega ætlað dýrum. Við erum eina landið á Norðurlöndunum sem getur ekki haldið sýningar í íþróttamannvirkjum. Okkur langar að komast í betri aðstæður. Ég vil höfða til allra sveitarfélaganna sem eru hér í kringum okkur í Reykjavík og nágrenni, sem að hafa staðið þétt á bakvið menningararfleiðina sem stendur í íslenska hestinum. Okkur vantar betri aðstöðu.“ Herdís segir að næsta skref til framtíðar sé að bæta aðstöðu til hundaræktar, þetta snerti svo marga. Hundaeigendur þurfi líka fleiri opin svæði. Hún segir að hundagerðin séu mörg til háborinnar skammar. „Ég leyfi mér að efast um að þau þjónustugjöld sem innheimt eru af sveitarfélögum í Reykjavík og nágrenni sé í raun og veru varið í þjónustu við hundaeigendur eins og á að gera lögum samkvæmt.“Frá hátíð íslenska hundsins í Árbæjarsafni Vísir/VilhelmHarmar afstöðu Öryrkjabandalagsins Hundaræktarfélagið harmar að svo víða hér á landi sé hundahald ekki leyft í fjölbýli. „Allt of mörg félög sem eru hér starfrækt og eru með íbúðir, eins og til dæmis Öryrkjabandalagið, banna hunda í íbúðum þrátt fyrir að vísindalega sé það sannað að samvera með hundi geti bætt lífskjör og lífsgæði töluvert. Það er dálítið einkennilegt að samtök eins og Öryrkjabandalagið skuli banna íbúum og leigjendum sínum að halda hund. Þetta er annað dæmi um að ef viðmótið væri að leyfa og að það þyrfti sérstök rök fyrir banni, þá myndum við strax ná svo miklum árangri.“ Hundaræktarfélagið er ekki aðeins að berjast fyrir breytingum heldur sé hlutverkið mun víðtækara. „Við látum okkur allt varða varðandi ferfætlinginn sjálfan, þar á meðal barátta fyrir bættri hundamenningu á Íslandi. Þetta er áhugamannafélag sem lætur sig allt varða sem tengist því að rækta hunda. Allt sem varðar hundarækt, sýningar, heilbrigði, eðli og týpa. Svo er það líka auðvitað að vinna með hundinn og iðka íþróttir með honum eins og hundafimi. Eða það að standast próf hvort sem það er veiðipróf, hlýðnipróf eða vinnupróf. Allt sem tengist því að rækta hundinn, kemur félaginu við.“ Herdís segir að það sé mikilvægt hlutverk félagsins að varðveita mikilvægu menningararfleiðina sem sé fólgin í íslenska hundakyninu, sem er íslenski fjárhundurinn. „Hundaræktarfélagið var stofnað í kjölfar aðgerða sem fólust í því að bjarga íslenska fjárhundinum frá útrýmingu, að viðhalda stofninum og endurvekja hann.“ Hundaræktarfélag Íslands fagnar eins og áður sagði 50 ára afmæli í dag og að því tilefni verður hundaganga á laugardaginn klukkan 13 þar sem gengið er niður Laugaveginn frá Hlemmi að Hörpunni. „Það eru allir velkomnir svo lengi sem þeir taka eigendur sína með,“ segir Herdís.
Dýr Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15 Gjörbylting að helminga einangrunartíma hunda Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að það væri gjörbylting ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. 5. júlí 2019 20:30 Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00 Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15
Gjörbylting að helminga einangrunartíma hunda Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að það væri gjörbylting ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. 5. júlí 2019 20:30
Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00
Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49