Allar treyjurnar uppseldar aðeins sólarhring eftir að félagið samdi við Bendtner Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 11:00 Nicklas Bendtner varð norskur bikarmeistari með Rosenborg í fyrra og vann einnig norsku deildina tvisvar sinnum með félaginu. Getty/Trond Tandberg Nicklas Bendtner er kominn heim til Danmerkur en hann samdi á mánudaginn við danska stórliðið FC frá Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að þessi samningur hafi haft góð áhrif á treyjusölu danska félagsins. Aðeins sólarhring síðar þá voru allar FCK treyjurnar uppseldar og þá erum við að tala um allar fullorðinstreyjur og treyjur í öllum stærðum.Lord Bendtner strikes again! pic.twitter.com/cFyAXI4wKm — ESPN UK (@ESPNUK) September 3, 2019 Nicklas Bendtner er einn frægasti knattspyrnumaður Dana eftir tíma sinn hjá Arsenal en undanfarin ár hefur hann leikið með Rosenborg í Noregi. Þessi frábæra treyjusala er gott dæmi um vinsældir hans. Nicklas Bendtner er nú 31 árs gamall en hann var aðeins sextán ára gamall þegar hann yfirgaf unglingalið Kjøbenhavns Boldklub og samdi við Arsenal. Þá var árið 2004 en nú fimmtán árum síðan snýr hann aftur heim í danska boltann. Bendtner hafði árið 2004 skorað fjögur mörk í sex leikjum með dönskum unglingalandsliðum og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hann fékk síðan sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Arsenal rúmu ári síðar.September 2 - FC Copenhagen sign Nicklas Bendtner September 3 - FC Copenhagen's complete stock of adult jerseys sell out Doing the Lord's work pic.twitter.com/3LfLTlA8yJ — Goal (@goal) September 3, 2019 Bendtner fór á láni til Birmingham City áður en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri með Arsenal. Undir lok tíma hans hjá Arsenal lánaði félagið hann til Juventus og eftir tíma sinn hjá Arsenal reyndi hann fyrir sér hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Bendtner skoraði síðan 24 mörk í 57 deildarleikjum með Rosenborg í Noregi frá 2017 til 2019. View this post on InstagramA post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on Sep 3, 2019 at 8:59am PDT Danmörk Fótbolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Nicklas Bendtner er kominn heim til Danmerkur en hann samdi á mánudaginn við danska stórliðið FC frá Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að þessi samningur hafi haft góð áhrif á treyjusölu danska félagsins. Aðeins sólarhring síðar þá voru allar FCK treyjurnar uppseldar og þá erum við að tala um allar fullorðinstreyjur og treyjur í öllum stærðum.Lord Bendtner strikes again! pic.twitter.com/cFyAXI4wKm — ESPN UK (@ESPNUK) September 3, 2019 Nicklas Bendtner er einn frægasti knattspyrnumaður Dana eftir tíma sinn hjá Arsenal en undanfarin ár hefur hann leikið með Rosenborg í Noregi. Þessi frábæra treyjusala er gott dæmi um vinsældir hans. Nicklas Bendtner er nú 31 árs gamall en hann var aðeins sextán ára gamall þegar hann yfirgaf unglingalið Kjøbenhavns Boldklub og samdi við Arsenal. Þá var árið 2004 en nú fimmtán árum síðan snýr hann aftur heim í danska boltann. Bendtner hafði árið 2004 skorað fjögur mörk í sex leikjum með dönskum unglingalandsliðum og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hann fékk síðan sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Arsenal rúmu ári síðar.September 2 - FC Copenhagen sign Nicklas Bendtner September 3 - FC Copenhagen's complete stock of adult jerseys sell out Doing the Lord's work pic.twitter.com/3LfLTlA8yJ — Goal (@goal) September 3, 2019 Bendtner fór á láni til Birmingham City áður en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri með Arsenal. Undir lok tíma hans hjá Arsenal lánaði félagið hann til Juventus og eftir tíma sinn hjá Arsenal reyndi hann fyrir sér hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Bendtner skoraði síðan 24 mörk í 57 deildarleikjum með Rosenborg í Noregi frá 2017 til 2019. View this post on InstagramA post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on Sep 3, 2019 at 8:59am PDT
Danmörk Fótbolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira