Á grænni grein Agnar Tómas Möller skrifar 4. september 2019 07:00 Í byrjun sumars mátti gæta nokkurs titrings og óvissu á innlendum mörkuðum. WOW air fallið og Icelandair í erfiðleikum með að vinna sig út úr kyrrsetningu Boeing MAX vélanna. Hagvaxtarspár voru fremur svartsýnar, krónan að veikjast og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði fjarlægðust verðbólgumarkmið. Nú í lok sumars er staðan önnur. Hagvaxtarspár hafa verið uppfærðar upp á við og greiningaraðilar eru minna svartsýnir. Þá hafa verðbólguvæntingar þokast á ný í átt að markmiði samfara því sem ró er að færast yfir markaði og krónan helst nokkuð stöðug. Það má því með sanni segja að jákvæður meðbyr hafi fylgt nýskipuðum seðlabankastjóra sem tók við embætti í ágúst síðastliðnum. Í dag eru stýrivextir 3,5 prósent, sem eru lágir vextir í sögulegu samhengi en háir vextir miðað við erlenda stýrivexti og langtíma vaxtamunur á bilinu 2 til 4,5 prósent við flest önnur þróuð ríki. Það er þó margt sem bendir til þess að hinir íslensku stýrivextir muni þokast enn neðar á næstu misserum. Í fyrsta lagi má nefna að þótt nýbirtar tölur (og leiðréttar) um landsframleiðslu máli mynd af hagkerfi sem byrjað er að hægja nokkuð á sér, virðist lending hagkerfisins ætla að verða mjúk þar sem minnkandi innflutningur og sterkur vöruútflutningur er að þrýsta viðskiptaafgangi upp á nýjan leik, yfir 4 prósent á ársgrundvelli á fyrri helmingi árs, og erlend staða þjóðarbúsins heldur áfram að vaxa, nú yfir 20 prósent af landsframleiðslu. Í öðru lagi virðist sem svo að lítil hætta sé á verulegu gengisfalli þrátt fyrir þá miklu aðlögun sem hagkerfið hefur gengið í gegn um undanfarið. Þótt rúmlega 100 milljarðar hafi leitað út úr hagkerfinu fyrstu sjö mánuði ársins í formi hreinnar erlendrar verðbréfafjárfestingar, verður „einungis“ 5 prósent veiking krónunnar að teljast mikið styrkleikamerki fyrir íslenska hagkerfið þegar stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins lendir í miklum áföllum á sama tíma og innlendir lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir flytja umtalsverða fjármuni út úr hagkerfinu. Í þriðja lagi fara verðbólgukraftar hnígandi ef marka má nýjustu verðmælingu Hagstofunnar. Í nýbirtri verðbólgumælingu ágústmánaðar er verðhjöðnun að mælast að undanskildum áhrifum útsöluloka. Virðist sem svo að verðbólgan fara þverrandi. Það, ásamt hinum sterku verðhjöðnunarkröftum sem eru að magnast upp í Asíu og Evrópu, bendir til þess að verðbólga fari í, og líklega undir, verðbólgumarkmið Seðlabankans áður en langt um líður. Í ljósi þeirrar stöðu sem að ofan er lýst, ætti Seðlabankinn að geta beitt vaxtatækinu nokkuð óhindrað til að örva hagkerfið á næstu misserum gerist þess þörf, bæði til að lækka fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja, sem og til að gera arðbærar fjárfestingar meira aðlaðandi. Það er hins vegar ákaflega óheppilegt að margt bendir til þess að þrátt fyrir lækkandi stýrivexti muni lánakjör bankanna til fyrirtækja þrýstast upp á komandi vetri. Bæði er það tilkomið vegna hás kostnaðar í bankakerfinu, íþyngjandi skattheimtu og hárra kvaða um bindingu eigin- og lausafjár. Einnig hefur álag á sértryggð skuldabréf, þau skuldabréf sem komast næst ríkisbréfum í öryggi og seljanleika, nær tvöfaldast og því munu há fjármögnunarkjör bankanna á skuldabréfamarkaði einnig endurspeglast í hækkandi kjörum til fyrirtækja. Eitt mikilvægasta verk Seðlabankans og stjórnvalda á komandi vetri er að smyrja hjól fjármagnsmarkaðarins. Skattlagning og lausa- og eiginfjárkröfur bankanna þurfa að vera meira til samræmis við það sem gerist erlendis, hvetja þarf innlán, hvort sem heldur í bankakerfinu eða í Seðlabankanum, til að leita í arðsamari fjárfestingar og síðast en ekki síst þurfa bankarnir sjálfir að gera rekstur sinn hagkvæmari. Nú loksins þegar hillir undir lok „Vaxtaparadísar Norðursins“ væri verulega sorglegt ef heimili og fyrirtæki fengju ekki að njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í byrjun sumars mátti gæta nokkurs titrings og óvissu á innlendum mörkuðum. WOW air fallið og Icelandair í erfiðleikum með að vinna sig út úr kyrrsetningu Boeing MAX vélanna. Hagvaxtarspár voru fremur svartsýnar, krónan að veikjast og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði fjarlægðust verðbólgumarkmið. Nú í lok sumars er staðan önnur. Hagvaxtarspár hafa verið uppfærðar upp á við og greiningaraðilar eru minna svartsýnir. Þá hafa verðbólguvæntingar þokast á ný í átt að markmiði samfara því sem ró er að færast yfir markaði og krónan helst nokkuð stöðug. Það má því með sanni segja að jákvæður meðbyr hafi fylgt nýskipuðum seðlabankastjóra sem tók við embætti í ágúst síðastliðnum. Í dag eru stýrivextir 3,5 prósent, sem eru lágir vextir í sögulegu samhengi en háir vextir miðað við erlenda stýrivexti og langtíma vaxtamunur á bilinu 2 til 4,5 prósent við flest önnur þróuð ríki. Það er þó margt sem bendir til þess að hinir íslensku stýrivextir muni þokast enn neðar á næstu misserum. Í fyrsta lagi má nefna að þótt nýbirtar tölur (og leiðréttar) um landsframleiðslu máli mynd af hagkerfi sem byrjað er að hægja nokkuð á sér, virðist lending hagkerfisins ætla að verða mjúk þar sem minnkandi innflutningur og sterkur vöruútflutningur er að þrýsta viðskiptaafgangi upp á nýjan leik, yfir 4 prósent á ársgrundvelli á fyrri helmingi árs, og erlend staða þjóðarbúsins heldur áfram að vaxa, nú yfir 20 prósent af landsframleiðslu. Í öðru lagi virðist sem svo að lítil hætta sé á verulegu gengisfalli þrátt fyrir þá miklu aðlögun sem hagkerfið hefur gengið í gegn um undanfarið. Þótt rúmlega 100 milljarðar hafi leitað út úr hagkerfinu fyrstu sjö mánuði ársins í formi hreinnar erlendrar verðbréfafjárfestingar, verður „einungis“ 5 prósent veiking krónunnar að teljast mikið styrkleikamerki fyrir íslenska hagkerfið þegar stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins lendir í miklum áföllum á sama tíma og innlendir lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir flytja umtalsverða fjármuni út úr hagkerfinu. Í þriðja lagi fara verðbólgukraftar hnígandi ef marka má nýjustu verðmælingu Hagstofunnar. Í nýbirtri verðbólgumælingu ágústmánaðar er verðhjöðnun að mælast að undanskildum áhrifum útsöluloka. Virðist sem svo að verðbólgan fara þverrandi. Það, ásamt hinum sterku verðhjöðnunarkröftum sem eru að magnast upp í Asíu og Evrópu, bendir til þess að verðbólga fari í, og líklega undir, verðbólgumarkmið Seðlabankans áður en langt um líður. Í ljósi þeirrar stöðu sem að ofan er lýst, ætti Seðlabankinn að geta beitt vaxtatækinu nokkuð óhindrað til að örva hagkerfið á næstu misserum gerist þess þörf, bæði til að lækka fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja, sem og til að gera arðbærar fjárfestingar meira aðlaðandi. Það er hins vegar ákaflega óheppilegt að margt bendir til þess að þrátt fyrir lækkandi stýrivexti muni lánakjör bankanna til fyrirtækja þrýstast upp á komandi vetri. Bæði er það tilkomið vegna hás kostnaðar í bankakerfinu, íþyngjandi skattheimtu og hárra kvaða um bindingu eigin- og lausafjár. Einnig hefur álag á sértryggð skuldabréf, þau skuldabréf sem komast næst ríkisbréfum í öryggi og seljanleika, nær tvöfaldast og því munu há fjármögnunarkjör bankanna á skuldabréfamarkaði einnig endurspeglast í hækkandi kjörum til fyrirtækja. Eitt mikilvægasta verk Seðlabankans og stjórnvalda á komandi vetri er að smyrja hjól fjármagnsmarkaðarins. Skattlagning og lausa- og eiginfjárkröfur bankanna þurfa að vera meira til samræmis við það sem gerist erlendis, hvetja þarf innlán, hvort sem heldur í bankakerfinu eða í Seðlabankanum, til að leita í arðsamari fjárfestingar og síðast en ekki síst þurfa bankarnir sjálfir að gera rekstur sinn hagkvæmari. Nú loksins þegar hillir undir lok „Vaxtaparadísar Norðursins“ væri verulega sorglegt ef heimili og fyrirtæki fengju ekki að njóta.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun