Áhrif skatta á vaxtakjör Katrín Júlíusdóttir skrifar 4. september 2019 07:00 Eitt af meginmarkmiðum lífskjarasamninganna var að leita leiða til þess að lækka vaxtastig í landinu. Fjölmörg tækifæri er að finna í rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja til að ná fram því markmiði og mikilvægt að allir leggist á eitt í því verkefni. Í þessu samhengi má benda á að Bankasýsla ríkisins hefur bent á skilvirkar leiðir til þess að ná fram minni vaxtamun. Í minnisblaði Bankasýslunnar sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er bent á að hófleg lækkun á eftirlitsgjaldi fjármálafyrirtækja ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta minnkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6 prósent niður í 2,3 prósent. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 prósent í 0,145 prósent í jöfnum skrefum á árunum 2020 til 2023. Því miður ákváðu stjórnvöld að fresta þeirri lækkun fyrr á þessu ári. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1 prósent.Ná þarf tökum á kostnaði Í nýjustu útgáfu Fjármála, tímarits Fjármálaeftirlitsins, fjalla þeir Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri bankasviðs, Elmar Ásbjörnsson, forstöðumaður áhættugreiningar á bankasviði, og Skúli Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, um þær áskoranir sem íslenska bankakerfið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Sérfræðingar FME draga fram sterka stöðu íslensku bankanna en benda á sama tíma á að þeir standi frammi fyrir krefjandi aðstæðum. Styrkurinn felst meðal annars í háum eiginfjárhlutföllum og sterkum efnahagsreikningi. Helstu áskoranirnar í rekstri bankanna snúa hins vegar að því að auka arðsemi og ná tökum á rekstrarkostnaði og annars vegar að gera þá betur í stakk búna til þess að takast á við breyttar aðstæður í efnahagslífinu. Í greininni er bent á að arðsemi íslensku bankanna sé ekki fullnægjandi. Þannig var arðsemi Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka að meðaltali 6,1 prósent í fyrra og 6,8 prósent fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Til samanburðar er bent á að í gögn frá Evrópska bankaeftirlitinu sýni að meðaltal arðsemi ríflega 150 evrópskra banka var 7,1 prósent árið 2018. Sérfræðingar FME segja að það sé ólíklegt að hluthafar íslensku bankanna muni til lengdar sætta sig við svona lága arðsemi. Þeir sem fara með eignarhlut ríkisins í bankakerfinu ættu að taka þessi orð til sín en sem kunnugt er þá eru Íslandsbanki og Landsbanki enn í ríkiseigu.Í minnisblaði Bankasýslu ríkisins sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið var bent á skilvirkar leiðir til að minnka vaxtamun.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari20 milljarðar í ótekjutengd gjöld og skatta Það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Um er að ræða sérstakan bankaskatt en álagning hans er um um 12 prósent af rekstrarkostnaði bankanna. Þá er lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Þessi skattlagning er fordæmalaus í evrópsku samhengi og ljóst er að arðsemi íslensku bankanna myndi batna umtalsvert ef skattaumhverfi þeirra væri fært í sambærilegt horf og þekkist á meginlandinu. Að sama skapi myndi virði eignarhlutar ríkisins í bankakerfinu aukast við slíkar breytingar.Allir hagnast á bættu rekstrarumhverfi Þung skattlagning sem ekki á sér hliðstæðu í nágrannalöndunum og er ótengd tekjum eða hagnaði dregur úr getu fjármálafyrirtækja til að þjóna efnahagslífinu og verður til þess að auka kostnað við fjármálaþjónustu. Það eykur kostnað sem bitnar á þeim vaxtakjörum sem fjármálafyrirtæki geta boðið heimilum og fyrirtækjum og skerðir þannig samkeppnishæfni efnahagslífsins. Fjármálafyrirtæki eru mikilvægur hluti samfélagsins og þátttakendur í flestum af stærstu fjárhagslegu ákvörðunum heimila og fyrirtækja. Því er nauðsynlegt að gagnger endurskoðun fari fram á skattaumhverfi fjármálafyrirtækja með það að markmiði að tryggja að þau geti fjármagnað fjárfestingar einstaklinga og fyrirtækja og ávaxtað sparnað með sem skilvirkustum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt af meginmarkmiðum lífskjarasamninganna var að leita leiða til þess að lækka vaxtastig í landinu. Fjölmörg tækifæri er að finna í rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja til að ná fram því markmiði og mikilvægt að allir leggist á eitt í því verkefni. Í þessu samhengi má benda á að Bankasýsla ríkisins hefur bent á skilvirkar leiðir til þess að ná fram minni vaxtamun. Í minnisblaði Bankasýslunnar sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er bent á að hófleg lækkun á eftirlitsgjaldi fjármálafyrirtækja ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta minnkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6 prósent niður í 2,3 prósent. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 prósent í 0,145 prósent í jöfnum skrefum á árunum 2020 til 2023. Því miður ákváðu stjórnvöld að fresta þeirri lækkun fyrr á þessu ári. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1 prósent.Ná þarf tökum á kostnaði Í nýjustu útgáfu Fjármála, tímarits Fjármálaeftirlitsins, fjalla þeir Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri bankasviðs, Elmar Ásbjörnsson, forstöðumaður áhættugreiningar á bankasviði, og Skúli Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, um þær áskoranir sem íslenska bankakerfið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Sérfræðingar FME draga fram sterka stöðu íslensku bankanna en benda á sama tíma á að þeir standi frammi fyrir krefjandi aðstæðum. Styrkurinn felst meðal annars í háum eiginfjárhlutföllum og sterkum efnahagsreikningi. Helstu áskoranirnar í rekstri bankanna snúa hins vegar að því að auka arðsemi og ná tökum á rekstrarkostnaði og annars vegar að gera þá betur í stakk búna til þess að takast á við breyttar aðstæður í efnahagslífinu. Í greininni er bent á að arðsemi íslensku bankanna sé ekki fullnægjandi. Þannig var arðsemi Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka að meðaltali 6,1 prósent í fyrra og 6,8 prósent fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Til samanburðar er bent á að í gögn frá Evrópska bankaeftirlitinu sýni að meðaltal arðsemi ríflega 150 evrópskra banka var 7,1 prósent árið 2018. Sérfræðingar FME segja að það sé ólíklegt að hluthafar íslensku bankanna muni til lengdar sætta sig við svona lága arðsemi. Þeir sem fara með eignarhlut ríkisins í bankakerfinu ættu að taka þessi orð til sín en sem kunnugt er þá eru Íslandsbanki og Landsbanki enn í ríkiseigu.Í minnisblaði Bankasýslu ríkisins sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið var bent á skilvirkar leiðir til að minnka vaxtamun.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari20 milljarðar í ótekjutengd gjöld og skatta Það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Um er að ræða sérstakan bankaskatt en álagning hans er um um 12 prósent af rekstrarkostnaði bankanna. Þá er lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Þessi skattlagning er fordæmalaus í evrópsku samhengi og ljóst er að arðsemi íslensku bankanna myndi batna umtalsvert ef skattaumhverfi þeirra væri fært í sambærilegt horf og þekkist á meginlandinu. Að sama skapi myndi virði eignarhlutar ríkisins í bankakerfinu aukast við slíkar breytingar.Allir hagnast á bættu rekstrarumhverfi Þung skattlagning sem ekki á sér hliðstæðu í nágrannalöndunum og er ótengd tekjum eða hagnaði dregur úr getu fjármálafyrirtækja til að þjóna efnahagslífinu og verður til þess að auka kostnað við fjármálaþjónustu. Það eykur kostnað sem bitnar á þeim vaxtakjörum sem fjármálafyrirtæki geta boðið heimilum og fyrirtækjum og skerðir þannig samkeppnishæfni efnahagslífsins. Fjármálafyrirtæki eru mikilvægur hluti samfélagsins og þátttakendur í flestum af stærstu fjárhagslegu ákvörðunum heimila og fyrirtækja. Því er nauðsynlegt að gagnger endurskoðun fari fram á skattaumhverfi fjármálafyrirtækja með það að markmiði að tryggja að þau geti fjármagnað fjárfestingar einstaklinga og fyrirtækja og ávaxtað sparnað með sem skilvirkustum hætti.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun