Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 19:48 Pence (t.v.) og eiginkona hans Karen hittu Michael Higgins forseta Írlands og eiginkonu hans Sabinu, í Dyflinni í dag. AP/Liam McBurney Ákvörðun Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að leggja lykkju á leið sína til að gista í hóteli Donalds Trump forseta á Írlandi sætir harðri gagnrýni. Varaforsetinn er sakaður um að taka þátt í að hjálpa Trump forseta að auðgast á aðstöðu sinni. Pence er nú í heimsókn á Írlandi þar sem hann hefur meðal annars hitt Michael D. Higgins, forseta, og Leo Varadkar, forsætisráðherra, í höfuðborginni Dyflinni. Varaforsetinn gisti þó ekki þar heldur flaug hann tæplega 240 kílómetra vestur til þorpsins Doonbeg þar sem svo vill til að Trump forseti á golfvöll og hótel. Þar gisti varaforsetinn ásamt fylgdarliði sínu og öryggissveit tvær nætur. Bæði demókratar og samtök um vandaða stjórnsýslu hafa gagnrýnt að varaforsetinn taki á sig krók til að gista á hóteli forsetans. Saka þeir hann um að fóðra vasa Trump. Pence, sem er ættaður frá Doonbeg, segir það hins vegar hafa legið beint við að gista á Trump-hótelinu. „Ég skil pólitískar árásir demókrata en ef þú hefur tækifæri til að heimsækja Doonbeg kemstu að því að það er frekar lítill staður og tækifærið til að gista á Trump-hótelinu í Doonbeg, að koma þar fyrir einstöku fótspori sem fylgir öryggissveitinni okkar og öðru starfsliði, gerði það rökrétt,“ sagði Pence í dag á blaðamannafundi, að sögn Washington Post. Fullyrti Pence að utanríkisráðuneytið hefði gefið vilyrði fyrir því að föruneyti hans gisti á Trump-hótelinu. Þegar Marc Short, starfsmannastjóri Pence, var spurður að því hvort að Trump forseti hefði beðið Pence um að gista á hótelinu hans í Doonbeg svaraði Short því að það hefði verið „uppástunga“ en ekki bein skipun. „Þetta var ekki „þú verður“. Þetta var ekki „þú mátt til“,“ sagði Short um uppástungu Trump til Pence um Doonbeg.Both Trump and Pence are at Trump properties at this moment on Labor Day. Trump is at his golf course in VA while Pence is staying at a Trump golf course in Ireland, per pool. (CNN photo below) pic.twitter.com/QDcCAcWXmf— Jim Acosta (@Acosta) September 2, 2019 Eyddi helginni í eigin golfklúbbi Upphaflega ætlaði að Pence að gista eina nótt í Doonbeg í lok Evrópureisu sinnar. Trump forseti hætti hins vegar við opinbera heimsókn til Póllands til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá innrás nasista og sendi Pence í staðinn. Ástæðan var sögð sú að Trump vildi vera í Bandaríkjunum vegna fellibyljarins Dorian sem stefndi að austurströndinni. Forsetinn eyddi hins vegar helginni í eigin golfklúbbi í Virginíu þar sem hann spilaði golf. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump og ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um að beina fjármunum bandarískra skattgreiðenda til fyrirtækja í eigu forsetans. Trump hefur ítrekað dvalið á hótelum og klúbbum sem hann á sjálfur, bæði í Bandaríkjunum og á ferðalögum erlendis, með fylgdarliði og öryggissveit. Nú nýlega sagðist hann ætla að halda fund G7-ríkjanna á næsta ári í Doral-golfklúbbi sínum á Flórída. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump ekki rofið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn á rekstri fyrirtækjanna sem synir hans reka að nafninu til. Þá hefur hann neitað að gera skattskýrslur sínar opinberar og því hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um hvort og þá hvernig forsetinn hefur nýtt sér embætti sinn til að hagnast persónulega á því. Bandaríkin Donald Trump Heimsókn Mike Pence Írland Tengdar fréttir Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Ákvörðun Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að leggja lykkju á leið sína til að gista í hóteli Donalds Trump forseta á Írlandi sætir harðri gagnrýni. Varaforsetinn er sakaður um að taka þátt í að hjálpa Trump forseta að auðgast á aðstöðu sinni. Pence er nú í heimsókn á Írlandi þar sem hann hefur meðal annars hitt Michael D. Higgins, forseta, og Leo Varadkar, forsætisráðherra, í höfuðborginni Dyflinni. Varaforsetinn gisti þó ekki þar heldur flaug hann tæplega 240 kílómetra vestur til þorpsins Doonbeg þar sem svo vill til að Trump forseti á golfvöll og hótel. Þar gisti varaforsetinn ásamt fylgdarliði sínu og öryggissveit tvær nætur. Bæði demókratar og samtök um vandaða stjórnsýslu hafa gagnrýnt að varaforsetinn taki á sig krók til að gista á hóteli forsetans. Saka þeir hann um að fóðra vasa Trump. Pence, sem er ættaður frá Doonbeg, segir það hins vegar hafa legið beint við að gista á Trump-hótelinu. „Ég skil pólitískar árásir demókrata en ef þú hefur tækifæri til að heimsækja Doonbeg kemstu að því að það er frekar lítill staður og tækifærið til að gista á Trump-hótelinu í Doonbeg, að koma þar fyrir einstöku fótspori sem fylgir öryggissveitinni okkar og öðru starfsliði, gerði það rökrétt,“ sagði Pence í dag á blaðamannafundi, að sögn Washington Post. Fullyrti Pence að utanríkisráðuneytið hefði gefið vilyrði fyrir því að föruneyti hans gisti á Trump-hótelinu. Þegar Marc Short, starfsmannastjóri Pence, var spurður að því hvort að Trump forseti hefði beðið Pence um að gista á hótelinu hans í Doonbeg svaraði Short því að það hefði verið „uppástunga“ en ekki bein skipun. „Þetta var ekki „þú verður“. Þetta var ekki „þú mátt til“,“ sagði Short um uppástungu Trump til Pence um Doonbeg.Both Trump and Pence are at Trump properties at this moment on Labor Day. Trump is at his golf course in VA while Pence is staying at a Trump golf course in Ireland, per pool. (CNN photo below) pic.twitter.com/QDcCAcWXmf— Jim Acosta (@Acosta) September 2, 2019 Eyddi helginni í eigin golfklúbbi Upphaflega ætlaði að Pence að gista eina nótt í Doonbeg í lok Evrópureisu sinnar. Trump forseti hætti hins vegar við opinbera heimsókn til Póllands til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá innrás nasista og sendi Pence í staðinn. Ástæðan var sögð sú að Trump vildi vera í Bandaríkjunum vegna fellibyljarins Dorian sem stefndi að austurströndinni. Forsetinn eyddi hins vegar helginni í eigin golfklúbbi í Virginíu þar sem hann spilaði golf. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump og ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um að beina fjármunum bandarískra skattgreiðenda til fyrirtækja í eigu forsetans. Trump hefur ítrekað dvalið á hótelum og klúbbum sem hann á sjálfur, bæði í Bandaríkjunum og á ferðalögum erlendis, með fylgdarliði og öryggissveit. Nú nýlega sagðist hann ætla að halda fund G7-ríkjanna á næsta ári í Doral-golfklúbbi sínum á Flórída. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump ekki rofið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn á rekstri fyrirtækjanna sem synir hans reka að nafninu til. Þá hefur hann neitað að gera skattskýrslur sínar opinberar og því hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um hvort og þá hvernig forsetinn hefur nýtt sér embætti sinn til að hagnast persónulega á því.
Bandaríkin Donald Trump Heimsókn Mike Pence Írland Tengdar fréttir Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41