Starfslið Pence leigir sextíu leigubíla Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2019 18:42 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundar með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, á morgun. stöð 2 Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. Utanríkisráðherra segir fund hans með varaforsetanum fyrst og fremst snúast um viðskiptamál en öryggis- og varnarmál verði einnig rædd gefist tóm til þess. Flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lendir á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil á morgun og fljótlega upp úr því heldur hann til fundar við utanríkisráðherra. Hundruð starfsmanna varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga ásamt leyniþjónustumönnum til undirbúa heimsóknina en mikil fyrirferð fylgir jafnan varaforsetanum og forsetanum á ferðum þeirra. Það er til marks um öryggisráðstafanirnar að nú þegar er búið að loka aðganginum að Höfða, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu funda á morgun. Það er auðvitað engin tilviljun að þeir funda í þessu sögufræga húsi þar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhael Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna áttu frægan leiðtogafund í október 1986.Öryggis- og varnarmál verða rædd á fundi Pence og Guðlaugar Þórs en fyrr í vikunni lentu hér á landi flokkur herflugvéla vegna komu varaforsetans til landsins.stöð 2„Þú nefndir réttilega að varaforseti Bandaríkjanna kemur ekki hingað á hverjum degi. Bara hlutir eins og öryggismálin eru svo miklu víðfeðmari en hjá öðrum þjóðarleiðtogum sem við höfum tekið á móti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Reikna má með að hundruð starfsmanna varaforsetans og leyniþjónustufólks sem sér um öryggi hans sé hér á landi. En samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fylgdarliðið meðal annars leigt um sextíu bifreiðar af Hreyfli sem standa í röðum ásamt vænum bílaflota frá Bandaríkjunum fyrir utan Grand hótel þar sem liðið býr. Æðsti maður undanfaranna fundaði með embættismönnum í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem væntanlega var verið að leggja lokahönd á undirbúning komu varaforsetans. „Það sem við erum að taka þátt í er viðskiptaþing sem snýr að tvíhliða viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Guðlaugur. Þar sem íslenskir og bandarískir kaupsýslumenn ræða viðskipti landanna en undirbúningur hófst eftir fund utanríkisráðherra með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Guðlaugur Þór segir öryggis- og varnarmál örugglega einnig verða rædd eftir því sem tíminn leyfi. En Bandaríkjamenn hefja bráðlega milljarða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem er þyrnir í augum margra. „Ef menn eru að vísa til þess að þetta sé svipað og þegar hér var herstöð þá er auðvitað langur vegur frá. Hér er fyrst og fremst um að ræða viðhald og endurnýjun á varnarmannvirkjum. Bæði tæknin breytist og flugvélar og annað slíkt. Og því miður hefur þurft að vera meiri viðvera heldur áður. Sú þróun hófst eftir innlimun Krímskaga eins og við þekkjum,“ segir Guðlaugur Þór. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. Utanríkisráðherra segir fund hans með varaforsetanum fyrst og fremst snúast um viðskiptamál en öryggis- og varnarmál verði einnig rædd gefist tóm til þess. Flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lendir á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil á morgun og fljótlega upp úr því heldur hann til fundar við utanríkisráðherra. Hundruð starfsmanna varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga ásamt leyniþjónustumönnum til undirbúa heimsóknina en mikil fyrirferð fylgir jafnan varaforsetanum og forsetanum á ferðum þeirra. Það er til marks um öryggisráðstafanirnar að nú þegar er búið að loka aðganginum að Höfða, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu funda á morgun. Það er auðvitað engin tilviljun að þeir funda í þessu sögufræga húsi þar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhael Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna áttu frægan leiðtogafund í október 1986.Öryggis- og varnarmál verða rædd á fundi Pence og Guðlaugar Þórs en fyrr í vikunni lentu hér á landi flokkur herflugvéla vegna komu varaforsetans til landsins.stöð 2„Þú nefndir réttilega að varaforseti Bandaríkjanna kemur ekki hingað á hverjum degi. Bara hlutir eins og öryggismálin eru svo miklu víðfeðmari en hjá öðrum þjóðarleiðtogum sem við höfum tekið á móti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Reikna má með að hundruð starfsmanna varaforsetans og leyniþjónustufólks sem sér um öryggi hans sé hér á landi. En samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fylgdarliðið meðal annars leigt um sextíu bifreiðar af Hreyfli sem standa í röðum ásamt vænum bílaflota frá Bandaríkjunum fyrir utan Grand hótel þar sem liðið býr. Æðsti maður undanfaranna fundaði með embættismönnum í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem væntanlega var verið að leggja lokahönd á undirbúning komu varaforsetans. „Það sem við erum að taka þátt í er viðskiptaþing sem snýr að tvíhliða viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Guðlaugur. Þar sem íslenskir og bandarískir kaupsýslumenn ræða viðskipti landanna en undirbúningur hófst eftir fund utanríkisráðherra með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Guðlaugur Þór segir öryggis- og varnarmál örugglega einnig verða rædd eftir því sem tíminn leyfi. En Bandaríkjamenn hefja bráðlega milljarða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem er þyrnir í augum margra. „Ef menn eru að vísa til þess að þetta sé svipað og þegar hér var herstöð þá er auðvitað langur vegur frá. Hér er fyrst og fremst um að ræða viðhald og endurnýjun á varnarmannvirkjum. Bæði tæknin breytist og flugvélar og annað slíkt. Og því miður hefur þurft að vera meiri viðvera heldur áður. Sú þróun hófst eftir innlimun Krímskaga eins og við þekkjum,“ segir Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira