Leikirnir sem framundan eru skipta miklu máli fyrir íslenska liðið í undankeppninni. Ísland er með níu stig í H-riðli, líkt og heimsmeistarar Frakklands og Tyrkland.
Ísland mætir Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Eftir viku mæta Íslendingar svo Albönum ytra.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á æfingunni á Laugardalsvellinum í dag og tók meðfylgjandi myndir.







