Vitnisburður dómarans Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 3. september 2019 08:05 Dómar Hæstaréttar í svonefndum „eftirhrunsmálum“, þar sem fyrirsvarsmenn banka hafa verið sakfelldir fyrir umboðssvik, hafa sætt gagnrýni. Stafar þetta af því að lög kveða svo á að ekki séu skilyrði til að refsa fyrir slík brot nema sannað sé að þau hafi verið framin í auðgunarskyni. Í þessum bankamálum hefur því þurft því að sanna, að sakborningurinn hafi haft ásetning til að valda bankanum, sem hann vann við, fjártjóni í þágu annars aðila sem þá átti að auðgast við brotið. Þetta hefur sjaldnast sannast í þessum málum. Í forsendum ýmissa dóma sinna um þetta hefur Hæstiréttur talið að nægilegt væri til áfellisdóms að telja sakborning hafa valdið bankanum verulegri áhættu á fjártjóni. Hefur þá ekki verið talið nauðsynlegt að leysa úr því, hvort sá sakaði hafi haft ásetning um að valda fjártjóninu. Í þessum málum hefur í flestum tilvikum staðið svo á að viðsemjandi bankans hefur fengið lán frá viðkomandi banka í því skyni að festa kaup á hlutabréfum í bankanum sjálfum sem voru í eigu bankans. Fékk bankinn þá veðrétt í hlutabréfunum og skal hér í þágu umræðuefnisins gert ráð fyrir að ekki hafi verið veittar frekari tryggingar fyrir endurgreiðslu lánsins. Hver var í hættu á að bíða fjártjón?Hin einfalda spurning er þá sú hver hafi auðgast og hver orðið fyrir fjártjóni við þessi viðskipti. Ef bréfin lækkuðu í verði eftir kaupin, eins og hér var ávallt raunin, ætti að vera nokkuð ljóst að aldrei var hætta á fjártjóni bankans. Hann varð einfaldlega betur settur fyrir að hafa eignast fjárkröfu í stað hlutabréfanna. Svo þegar bréfin urðu verðlaus gilti hið sama: bankinn hafði ekki orðið fyrir neinu fjártjóni, því ef hann hefði sjálfur átt bréfin hefði hann tapað öllu andvirði þeirra. Við blasti að bankastjórarnir höfðu alls ekki vilja til að valda bankanum fjártjóni, heldur voru þeir að reyna að gera samninga sem þeir töldu að styrktu stöðu hans. Vel má vera í ljósi síðari tíma vitneskju að þessir samningar hafi verið óskynsamlegir, en þeir voru allavega ekki gerðir í auðgunarskyni eða til að valda hættu á fjártjóni bankans. Í forsendum einhverra þessara dóma virðist hafa verið lagt til grundvallar að á söludegi hafi verið unnt að selja bréfin öðrum kaupanda á sama verði án þess að þurfa að veita honum lán til kaupanna. Þetta var auðvitað aldrei raunin. Bankamennirnir voru einfaldlega að selja bréfin með lánveitingum vegna þess að þeir gátu ekki selt þau annars. Fengur að bók EiríksNú hefur fyrrverandi dómari við réttinn, Eiríkur Tómasson, sem tók þátt í að kveða upp einhverja af þessum dómum, gefið út bók sem hann nefnir „Dómar um umboðssvik í kjölfar bankahrunsins“. Heyrst hefur gagnrýni á að fyrrverandi dómari, sem svona stóð á um, skuli gera þetta. Ég tek ekki undir hana. Mér finnst Eiríkur, ef eitthvað er, eiga fremur heiður skilinn fyrir að skrifa um þetta. Hitt kemur hins vegar ekki á óvart að hann skuli taka undir niðurstöður réttarins í þessum málum, enda átti hann sjálfur þátt í þeim í starfi sínu við réttinn. Segja má að Eiríkur nefni tvennt sem réttlæti dómsniðurstöðurnar. Annars vegar hafi mátt finna fordæmi Hæstaréttar um að heimilt sé að refsa fyrir umboðssvik með því að valda umbjóðandanum verulegri fjártjónsáhættu. Hins vegar séu fræðimenn sammála um að vægara stig ásetnings, svonefndur líkindaásetningur (dolus eventualis) dugi til þess að refsa megi fyrir brotin. Engin fordæmi - enginn ásetningurUm þetta skal það sagt að fyrri dómarnir, sem Eiríkur nefnir, geta ekki verið fordæmi í málunum vegna hrunsins. Þeir fjalla um miklu grófari og augljósari atvik heldur en „hrundómarnir“. Þarf þá ekki að huga neitt að því, hvort það yfirleitt geti talist nægileg refsiheimild að vísa í fordæmi, þar sem dómstóll hefur refsað að ólögum, til þess að refsa megi að nýju. Þar að auki hafði, eins og fyrr sagði, ekki nokkurri fjártjónshættu verið valdið með flestum þessara samninga. Hitt atriðið um líkindaásetninginn veldur heldur ekki ágreiningi. Það má fallast á að vægari stig ásetnings geti dugað til áfellis í þessum málum. Þetta hef ég tekið skýrt fram í skrifum mínum, þar sem þessir dómar hafa verið gagnrýndir. Þannig segir orðrétt í grein sem ég birti í hátíðarriti Orators 2019 og einnig er að finna á heimasíðu skrifstofu minnar: „Ég hef orðað það svo að hugsanlega megi jafna því við auðgunarásetning ef sannað þykir í máli að sakborningur hefði gert það sem hann gerði, jafnvel þó að hann hefði haft vissu um að tjónið (og auðgunin) myndi af leiða. Hvergi er að finna í forsendum réttarins rökstuðning sem að þessu lýtur, enda er í fæstum málanna minnsta tilefni til að ætla að slík hafi verið huglæg afstaða hinna ákærðu.“Afhjúpar misgerðir réttarinsÍ raun felst í bók Eiríks staðfesting á að þessir dómar, sem kveðnir voru upp eftir hrun, voru fjarri því að uppfylla lagaskilyrði fyrir refsingum. Réttur sakborinna manna í þessu efni er varinn í 69. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem segir að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Að mínu áliti afhjúpar innlegg Eiríks misgjörðir réttarins, þó að svo sem hafi ekki verið nein sérstök þörf á því. Þetta vakti líklega ekki fyrir honum en samt skal honum þakkað.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Dómar Hæstaréttar í svonefndum „eftirhrunsmálum“, þar sem fyrirsvarsmenn banka hafa verið sakfelldir fyrir umboðssvik, hafa sætt gagnrýni. Stafar þetta af því að lög kveða svo á að ekki séu skilyrði til að refsa fyrir slík brot nema sannað sé að þau hafi verið framin í auðgunarskyni. Í þessum bankamálum hefur því þurft því að sanna, að sakborningurinn hafi haft ásetning til að valda bankanum, sem hann vann við, fjártjóni í þágu annars aðila sem þá átti að auðgast við brotið. Þetta hefur sjaldnast sannast í þessum málum. Í forsendum ýmissa dóma sinna um þetta hefur Hæstiréttur talið að nægilegt væri til áfellisdóms að telja sakborning hafa valdið bankanum verulegri áhættu á fjártjóni. Hefur þá ekki verið talið nauðsynlegt að leysa úr því, hvort sá sakaði hafi haft ásetning um að valda fjártjóninu. Í þessum málum hefur í flestum tilvikum staðið svo á að viðsemjandi bankans hefur fengið lán frá viðkomandi banka í því skyni að festa kaup á hlutabréfum í bankanum sjálfum sem voru í eigu bankans. Fékk bankinn þá veðrétt í hlutabréfunum og skal hér í þágu umræðuefnisins gert ráð fyrir að ekki hafi verið veittar frekari tryggingar fyrir endurgreiðslu lánsins. Hver var í hættu á að bíða fjártjón?Hin einfalda spurning er þá sú hver hafi auðgast og hver orðið fyrir fjártjóni við þessi viðskipti. Ef bréfin lækkuðu í verði eftir kaupin, eins og hér var ávallt raunin, ætti að vera nokkuð ljóst að aldrei var hætta á fjártjóni bankans. Hann varð einfaldlega betur settur fyrir að hafa eignast fjárkröfu í stað hlutabréfanna. Svo þegar bréfin urðu verðlaus gilti hið sama: bankinn hafði ekki orðið fyrir neinu fjártjóni, því ef hann hefði sjálfur átt bréfin hefði hann tapað öllu andvirði þeirra. Við blasti að bankastjórarnir höfðu alls ekki vilja til að valda bankanum fjártjóni, heldur voru þeir að reyna að gera samninga sem þeir töldu að styrktu stöðu hans. Vel má vera í ljósi síðari tíma vitneskju að þessir samningar hafi verið óskynsamlegir, en þeir voru allavega ekki gerðir í auðgunarskyni eða til að valda hættu á fjártjóni bankans. Í forsendum einhverra þessara dóma virðist hafa verið lagt til grundvallar að á söludegi hafi verið unnt að selja bréfin öðrum kaupanda á sama verði án þess að þurfa að veita honum lán til kaupanna. Þetta var auðvitað aldrei raunin. Bankamennirnir voru einfaldlega að selja bréfin með lánveitingum vegna þess að þeir gátu ekki selt þau annars. Fengur að bók EiríksNú hefur fyrrverandi dómari við réttinn, Eiríkur Tómasson, sem tók þátt í að kveða upp einhverja af þessum dómum, gefið út bók sem hann nefnir „Dómar um umboðssvik í kjölfar bankahrunsins“. Heyrst hefur gagnrýni á að fyrrverandi dómari, sem svona stóð á um, skuli gera þetta. Ég tek ekki undir hana. Mér finnst Eiríkur, ef eitthvað er, eiga fremur heiður skilinn fyrir að skrifa um þetta. Hitt kemur hins vegar ekki á óvart að hann skuli taka undir niðurstöður réttarins í þessum málum, enda átti hann sjálfur þátt í þeim í starfi sínu við réttinn. Segja má að Eiríkur nefni tvennt sem réttlæti dómsniðurstöðurnar. Annars vegar hafi mátt finna fordæmi Hæstaréttar um að heimilt sé að refsa fyrir umboðssvik með því að valda umbjóðandanum verulegri fjártjónsáhættu. Hins vegar séu fræðimenn sammála um að vægara stig ásetnings, svonefndur líkindaásetningur (dolus eventualis) dugi til þess að refsa megi fyrir brotin. Engin fordæmi - enginn ásetningurUm þetta skal það sagt að fyrri dómarnir, sem Eiríkur nefnir, geta ekki verið fordæmi í málunum vegna hrunsins. Þeir fjalla um miklu grófari og augljósari atvik heldur en „hrundómarnir“. Þarf þá ekki að huga neitt að því, hvort það yfirleitt geti talist nægileg refsiheimild að vísa í fordæmi, þar sem dómstóll hefur refsað að ólögum, til þess að refsa megi að nýju. Þar að auki hafði, eins og fyrr sagði, ekki nokkurri fjártjónshættu verið valdið með flestum þessara samninga. Hitt atriðið um líkindaásetninginn veldur heldur ekki ágreiningi. Það má fallast á að vægari stig ásetnings geti dugað til áfellis í þessum málum. Þetta hef ég tekið skýrt fram í skrifum mínum, þar sem þessir dómar hafa verið gagnrýndir. Þannig segir orðrétt í grein sem ég birti í hátíðarriti Orators 2019 og einnig er að finna á heimasíðu skrifstofu minnar: „Ég hef orðað það svo að hugsanlega megi jafna því við auðgunarásetning ef sannað þykir í máli að sakborningur hefði gert það sem hann gerði, jafnvel þó að hann hefði haft vissu um að tjónið (og auðgunin) myndi af leiða. Hvergi er að finna í forsendum réttarins rökstuðning sem að þessu lýtur, enda er í fæstum málanna minnsta tilefni til að ætla að slík hafi verið huglæg afstaða hinna ákærðu.“Afhjúpar misgerðir réttarinsÍ raun felst í bók Eiríks staðfesting á að þessir dómar, sem kveðnir voru upp eftir hrun, voru fjarri því að uppfylla lagaskilyrði fyrir refsingum. Réttur sakborinna manna í þessu efni er varinn í 69. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem segir að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Að mínu áliti afhjúpar innlegg Eiríks misgjörðir réttarins, þó að svo sem hafi ekki verið nein sérstök þörf á því. Þetta vakti líklega ekki fyrir honum en samt skal honum þakkað.Höfundur er lögmaður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun