Ensku úrvalsdeildarliðin vilja breyta félagsskiptaglugganum aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 08:30 Það hefur verið mikil óvissa með framtíð Christian Eriksen hjá Tottenham og hún hélt áfram í margar vikur eftir að glugginn lokaði í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Julian Finney Enska úrvalsdeildin hefur verið úr takti við aðrar deildir í Evrópu í haust þegar kemur að félagsskiptum leikmanna. Glugginn lokaði hjá flestum evrópsku deildunum í gær en þá var hann búinn að vera lokaður í ensku úrvalsdeildinni í rúmar þrjár vikur. Telegraph segir að það sé næstum því öruggt að ensku úrvalsdeildarfélögin muni kjósa það á næstu fundum sínum að breyta aftur til baka þannig að félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni loki á sama tíma og hann gerir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu. Þrjú af félögunum sem börðust fyrir breytingunni fyrir tveimur árum vilja nú að það verði kosið aftur um málið á næsta fundi félaganna sem verður 12. september.Premier League clubs to vote to realign transfer window with Europe after loss of bargaining power this summer https://t.co/MXWiS568Lq — Telegraph Football (@TeleFootball) September 3, 2019 Það er samt ekkert víst að kosið verði um málið strax á þessum fundi í september því líklegt er að kosningunni verði frestað fram í nóvember þannig að félögin fái lengri tíma til að skoða kostina og gallana frá öllum hliðum. Árið 2017 voru fjórtán félög í ensku úrvalsdeildinni með því að loka félagsskiptaglugganum einum eða tveimur dögum áður en fyrstu leikir tímabilsins færu fram. Manchester City, Manchester United, Crystal Palace, Watford og Swansea kusu öll á móti því en Burnley sat hjá. Vinsældir breytingarinnar hafa minnkað mikið á þessum tveimur árum og nú eru aðeins níu félög enn með því að halda sig við það að loka glugganum fyrir tímabil. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, er einn af þeim sem hafa verið hvað ósáttastir með fyrirkomulagið en það er hans mat og fleiri að ensku félögin séu fyrir vikið í verri samningsstöðu gagnvart hinum evrópsku félögunum. Ensku félögin eiga nefnilega á hættu að missa sterka leikmenn eftir að þau hafa misst af möguleikanum að fá einhvern leikmann í staðinn. England Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur verið úr takti við aðrar deildir í Evrópu í haust þegar kemur að félagsskiptum leikmanna. Glugginn lokaði hjá flestum evrópsku deildunum í gær en þá var hann búinn að vera lokaður í ensku úrvalsdeildinni í rúmar þrjár vikur. Telegraph segir að það sé næstum því öruggt að ensku úrvalsdeildarfélögin muni kjósa það á næstu fundum sínum að breyta aftur til baka þannig að félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni loki á sama tíma og hann gerir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu. Þrjú af félögunum sem börðust fyrir breytingunni fyrir tveimur árum vilja nú að það verði kosið aftur um málið á næsta fundi félaganna sem verður 12. september.Premier League clubs to vote to realign transfer window with Europe after loss of bargaining power this summer https://t.co/MXWiS568Lq — Telegraph Football (@TeleFootball) September 3, 2019 Það er samt ekkert víst að kosið verði um málið strax á þessum fundi í september því líklegt er að kosningunni verði frestað fram í nóvember þannig að félögin fái lengri tíma til að skoða kostina og gallana frá öllum hliðum. Árið 2017 voru fjórtán félög í ensku úrvalsdeildinni með því að loka félagsskiptaglugganum einum eða tveimur dögum áður en fyrstu leikir tímabilsins færu fram. Manchester City, Manchester United, Crystal Palace, Watford og Swansea kusu öll á móti því en Burnley sat hjá. Vinsældir breytingarinnar hafa minnkað mikið á þessum tveimur árum og nú eru aðeins níu félög enn með því að halda sig við það að loka glugganum fyrir tímabil. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, er einn af þeim sem hafa verið hvað ósáttastir með fyrirkomulagið en það er hans mat og fleiri að ensku félögin séu fyrir vikið í verri samningsstöðu gagnvart hinum evrópsku félögunum. Ensku félögin eiga nefnilega á hættu að missa sterka leikmenn eftir að þau hafa misst af möguleikanum að fá einhvern leikmann í staðinn.
England Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira