Kirkjuklukkur hringja inn „Vaknaðu. Þú átt bara eitt líf“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2019 18:30 Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi.Tók hálfa töflu og lést af völdum lyfjaeitrunar Fyrir rúmu ári síðan komu þau Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín foreldrar Einars Darra sem var nýorðinn átján ára að honum látnum í rúminu sínu. „Hann hafði þá tekið inn hálfa töflu af Oxycontín og drukkið bjór með og fékk lyfjaeitrun með þeim afleiðingum að hann lést í rúminu sínu,“ segir Bára. Óskar segir að þau hafi verið alveg grunlaus um að Einar Darri væri að neyta lyfja. „Við vorum alveg grunlaus um að nokkuð svona væri í gangi. Þennan dag ætluðum við að halda upp á útskrift dóttur okkar,“ segir Óskar. Þau segja að þetta hafi verið mikið reiðarslag en fjölskyldan ákvað að nota þennan harmleik og fræða grunnskólanema um hætturnar sem leynast í lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum vímuefnum undir yfirskriftinni Ég á bara eitt líf. „Neyslumynstur unga fólksins hafa breyst svo mikið og það eru ekki ákveðnir hópar sem nota eins og var kannski einkennandi áður heldur eru þetta alls konar unglingar. Eftir að lyf fóru að vera meira áberandi þá getur allt ferlið gerst svo hratt. Það er því mikilvægara en nokkru sinni að við vöknum öll sem samfélag,“ segir Bára. Byrjað er að selja varaliti til styrktar átakinu.Á allra vörum styrkir Vaknaðu, þú átt bara eitt líf Árlega styrkir fjáröflunarátakið Á allra vörum tiltekið málefni og í ár var ákveðið að styrkja þetta málefni undir yfirskriftinni Vaknaðu, þú átt bara eitt líf. Þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir eru forsvarskonur þess. „Þjóðin þarf að vakna það er ekki hægt lengur að unga fólkið okkar deyi af völdum vímuefna,“ segir Elísabet: Markmiðið með átakinu er að sporna við misnotkun lyfseðilskyldra lyfja og annarra fíkniefna hjá grunnskólanemum ásamt foreldrum þeirra og kennara.Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þegar átakinu Vaknaðu, þú átt bara eitt líf var ýtt úr vör.Kirkjuklukkurnar vekja landsmenn í fyrramálið Lögreglan, Landlæknisembættið, Biskupsembættið og Menntamálaráðuneyti leggja málefninu lið. Alma Dagbjört Möller landlæknir segir mikilvægt að fræða líka foreldra þeir séu oft alveg grunlausir um hvað sé í gangi. Þá þurfi að hvetja þá til að ræða við unglingana sína. Hræðsluáróður dugi skammt. Sigríður Björk Guðjónsdóttir tekur undir þetta. Forvarnir skipti gríðaralegu máli. Lögreglan vinni stöðugt í að uppræta vímuefni en best væri að það væri ekki eftirspurn eftir því. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir um að ræða stærsta forvarnar-og fræðsluátak sem hleypt hafi verið af stokkunum hér á landi. Hún leggur áherslu á að þjóðin þurfi að vera meðvituð um hætturnar og spyrna við fótum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir að flestar stórfjölskyldur í landinu hafi reynslu af af þessum vanda og því þurfi ekki bara að ná til unga fólksins heldur allrar fjölskyldunnar um þá meinsemd sem vímuefnin eru. „Í fyrramálið ætlum við að vekja landsmenn klukkan 7:15 og minna þannig á átakið Vaknaðu, þú átt bara eitt líf,“ segir Agnes. Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þar sem átakinu var hleypt úr vör. Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi.Tók hálfa töflu og lést af völdum lyfjaeitrunar Fyrir rúmu ári síðan komu þau Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín foreldrar Einars Darra sem var nýorðinn átján ára að honum látnum í rúminu sínu. „Hann hafði þá tekið inn hálfa töflu af Oxycontín og drukkið bjór með og fékk lyfjaeitrun með þeim afleiðingum að hann lést í rúminu sínu,“ segir Bára. Óskar segir að þau hafi verið alveg grunlaus um að Einar Darri væri að neyta lyfja. „Við vorum alveg grunlaus um að nokkuð svona væri í gangi. Þennan dag ætluðum við að halda upp á útskrift dóttur okkar,“ segir Óskar. Þau segja að þetta hafi verið mikið reiðarslag en fjölskyldan ákvað að nota þennan harmleik og fræða grunnskólanema um hætturnar sem leynast í lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum vímuefnum undir yfirskriftinni Ég á bara eitt líf. „Neyslumynstur unga fólksins hafa breyst svo mikið og það eru ekki ákveðnir hópar sem nota eins og var kannski einkennandi áður heldur eru þetta alls konar unglingar. Eftir að lyf fóru að vera meira áberandi þá getur allt ferlið gerst svo hratt. Það er því mikilvægara en nokkru sinni að við vöknum öll sem samfélag,“ segir Bára. Byrjað er að selja varaliti til styrktar átakinu.Á allra vörum styrkir Vaknaðu, þú átt bara eitt líf Árlega styrkir fjáröflunarátakið Á allra vörum tiltekið málefni og í ár var ákveðið að styrkja þetta málefni undir yfirskriftinni Vaknaðu, þú átt bara eitt líf. Þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir eru forsvarskonur þess. „Þjóðin þarf að vakna það er ekki hægt lengur að unga fólkið okkar deyi af völdum vímuefna,“ segir Elísabet: Markmiðið með átakinu er að sporna við misnotkun lyfseðilskyldra lyfja og annarra fíkniefna hjá grunnskólanemum ásamt foreldrum þeirra og kennara.Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þegar átakinu Vaknaðu, þú átt bara eitt líf var ýtt úr vör.Kirkjuklukkurnar vekja landsmenn í fyrramálið Lögreglan, Landlæknisembættið, Biskupsembættið og Menntamálaráðuneyti leggja málefninu lið. Alma Dagbjört Möller landlæknir segir mikilvægt að fræða líka foreldra þeir séu oft alveg grunlausir um hvað sé í gangi. Þá þurfi að hvetja þá til að ræða við unglingana sína. Hræðsluáróður dugi skammt. Sigríður Björk Guðjónsdóttir tekur undir þetta. Forvarnir skipti gríðaralegu máli. Lögreglan vinni stöðugt í að uppræta vímuefni en best væri að það væri ekki eftirspurn eftir því. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir um að ræða stærsta forvarnar-og fræðsluátak sem hleypt hafi verið af stokkunum hér á landi. Hún leggur áherslu á að þjóðin þurfi að vera meðvituð um hætturnar og spyrna við fótum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir að flestar stórfjölskyldur í landinu hafi reynslu af af þessum vanda og því þurfi ekki bara að ná til unga fólksins heldur allrar fjölskyldunnar um þá meinsemd sem vímuefnin eru. „Í fyrramálið ætlum við að vekja landsmenn klukkan 7:15 og minna þannig á átakið Vaknaðu, þú átt bara eitt líf,“ segir Agnes. Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í dag þar sem átakinu var hleypt úr vör.
Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira