Mikil útgjöld í framkvæmdir og viðhald skóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2019 11:55 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg vinnur að viðhaldi og framkvæmdum í að minnsta kosti átta af 39 grunnskólum í Reykjavíkur en í fimm þeirra hefur komið upp raki og eða mygla. Borgarstjóri segir að tekjuafgangur borgarinnar, á fyrstu sex mánuðum ársins, geri það að verkum að óvenju mikið fé verði sett í framkvæmdir í skólum og leikskólum borgarinnar. Viðhald og framkvæmdir fara nú fram í Fossvogsskóla, Ártúnsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Fellaskóla meðal annars vegna rakaskemmda og eða myglu. Þá hefur komið upp grunur um myglu í Hagaskóla. Auk þess er unnið að framkvæmdum í Dalskóla, Grandaskóla, Norðlingaskóla. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að framlög til viðhalds skólahúsnæðis hafi tvöfaldast frá árinu 2017 og í áætlun fyrir þetta ár sé gert ráð fyrir að rúmur milljarður fari í almennt viðhald. Í vikunni kom fram að borgin var rekin með tæplega átta milljarða afgangi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var afgangurinn ríflega níu milljarðar. Dagur segir að í byrjun ársins hafi verið óttast að grípa þyrfti til mikil niðurskurðar vegna samdráttar í tekjum en afgangur nú geri það að verkum að hægt verði að setja óvenju mikið fé í framkvæmdir og viðhald í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að vera réttu megin við núllið því efnahagslífið er að dragast aðeins saman og við erum búin að vera að bæta í skólahúsnæði, viðhald þess og framkvæmdir síðastliðin ár og þessi staða gerir það að verkum að við getum haldið dampi í því,“ segir Dagur. Hann segir að eftir eigi að gera áætlun varðandi til næstu fimm ára. „Við erum sýna að rýna viðbyggingarþarfir í nokkrum skólum og gera úttektir á öðrum til þess að geta nýtt það í forgangsröðun fyrir fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár og til næstu fimm ára en niðurstaða í því liggur fyrir þegar fjárfestingaráætlun verður lögð fram í haust.“ Almennt sé verið að setja mikla fjármuni í viðhald hjá borginni. „Í raun öll viðhaldsmál. Við erum síðustu ár búin að vera í mjög miklu átaki í viðhaldi gatna sem var komið á tíma og erum að standa fyrir meiri fjárfestingum en líklega nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Reykjavíkurborg vinnur að viðhaldi og framkvæmdum í að minnsta kosti átta af 39 grunnskólum í Reykjavíkur en í fimm þeirra hefur komið upp raki og eða mygla. Borgarstjóri segir að tekjuafgangur borgarinnar, á fyrstu sex mánuðum ársins, geri það að verkum að óvenju mikið fé verði sett í framkvæmdir í skólum og leikskólum borgarinnar. Viðhald og framkvæmdir fara nú fram í Fossvogsskóla, Ártúnsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Fellaskóla meðal annars vegna rakaskemmda og eða myglu. Þá hefur komið upp grunur um myglu í Hagaskóla. Auk þess er unnið að framkvæmdum í Dalskóla, Grandaskóla, Norðlingaskóla. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að framlög til viðhalds skólahúsnæðis hafi tvöfaldast frá árinu 2017 og í áætlun fyrir þetta ár sé gert ráð fyrir að rúmur milljarður fari í almennt viðhald. Í vikunni kom fram að borgin var rekin með tæplega átta milljarða afgangi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var afgangurinn ríflega níu milljarðar. Dagur segir að í byrjun ársins hafi verið óttast að grípa þyrfti til mikil niðurskurðar vegna samdráttar í tekjum en afgangur nú geri það að verkum að hægt verði að setja óvenju mikið fé í framkvæmdir og viðhald í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að vera réttu megin við núllið því efnahagslífið er að dragast aðeins saman og við erum búin að vera að bæta í skólahúsnæði, viðhald þess og framkvæmdir síðastliðin ár og þessi staða gerir það að verkum að við getum haldið dampi í því,“ segir Dagur. Hann segir að eftir eigi að gera áætlun varðandi til næstu fimm ára. „Við erum sýna að rýna viðbyggingarþarfir í nokkrum skólum og gera úttektir á öðrum til þess að geta nýtt það í forgangsröðun fyrir fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár og til næstu fimm ára en niðurstaða í því liggur fyrir þegar fjárfestingaráætlun verður lögð fram í haust.“ Almennt sé verið að setja mikla fjármuni í viðhald hjá borginni. „Í raun öll viðhaldsmál. Við erum síðustu ár búin að vera í mjög miklu átaki í viðhaldi gatna sem var komið á tíma og erum að standa fyrir meiri fjárfestingum en líklega nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira