Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2019 09:16 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega „uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Það gerði hann vegna loforðs sem Trump á að hafa gefið þessum tiltekna þjóðarleiðtoga, samkvæmt Washington Post.Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþings. Það hefur hins vegar ekki gerst og Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, neitar að upplýsa leyniþjónustunefnd þingsins um málið og hefur hann verið sakaður um að hylma yfir með forsetanum. Búist er við því að deilurnar aukist í dag þegar Atkinson fer á fund nefndarinnar en Maguire mun gera það í næstu viku.Ræddi við fimm þjóðarleiðtoga Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst síðastliðinn. Á undanförnum vikum hafði Trump verið í samskiptum við fimm þjóðarleiðtoga. Þeir voru forsætisráðherrar Pakistan og Hollands, emír Katar, Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Tveimur vikum eftir að kvörtunin barst, sendi Atkinson skýrslu til Maguire. Samkvæmt lögum er honum skilyrt að upplýsa þingið um kvörtunina innan sjö daga. Það gerði hann ekki og segir Maguire að sú ákvörðun hafi verið tekin eftir að hann ræddi við starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins. Atkinson virðist hins vegar hafa farið fram hjá Maguire og sagði hann formönnum leyniþjónustanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar frá tilvist kvörtunarinnar í byrjun september, án þess þó að segja um hvað hún snerist. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa fengið sömu upplýsingar og Washington Post en Hvíta húsið og Maguire hafa ekki viljað tjá sig um málið.Ótækt að framkvæmdavaldið sé með málið á sínum höndum Í bréfi til Schiff, sem blaðamenn CNN hafa komið höndum yfir, sagði Maguire að kvörtunin sneri ekki að aðila innan leyniþjónustusamfélagsins, heldur að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Því sé málið ekki nægilega mikilvægt til að upplýsa þingið um hvað það snýst. Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður nefndarinnar, sagði í gær að Atkinson hefði metið áðurnefnda kvörtun trúverðuga og málið væri áríðandi. Þá sagði hann nefndina leggja mikla áherslu á verndun uppljóstrara og uppljóstranir þeirra til þingsins. Þá segir þingmaðurinn að Maguire hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að ræða við Dómsmálaráðuneytið um málið. Það sé ótækt að aðilar innan framkvæmdavaldsins fjalli um kvörtun sem snúi að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43 Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega „uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Það gerði hann vegna loforðs sem Trump á að hafa gefið þessum tiltekna þjóðarleiðtoga, samkvæmt Washington Post.Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþings. Það hefur hins vegar ekki gerst og Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, neitar að upplýsa leyniþjónustunefnd þingsins um málið og hefur hann verið sakaður um að hylma yfir með forsetanum. Búist er við því að deilurnar aukist í dag þegar Atkinson fer á fund nefndarinnar en Maguire mun gera það í næstu viku.Ræddi við fimm þjóðarleiðtoga Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst síðastliðinn. Á undanförnum vikum hafði Trump verið í samskiptum við fimm þjóðarleiðtoga. Þeir voru forsætisráðherrar Pakistan og Hollands, emír Katar, Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Tveimur vikum eftir að kvörtunin barst, sendi Atkinson skýrslu til Maguire. Samkvæmt lögum er honum skilyrt að upplýsa þingið um kvörtunina innan sjö daga. Það gerði hann ekki og segir Maguire að sú ákvörðun hafi verið tekin eftir að hann ræddi við starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins. Atkinson virðist hins vegar hafa farið fram hjá Maguire og sagði hann formönnum leyniþjónustanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar frá tilvist kvörtunarinnar í byrjun september, án þess þó að segja um hvað hún snerist. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa fengið sömu upplýsingar og Washington Post en Hvíta húsið og Maguire hafa ekki viljað tjá sig um málið.Ótækt að framkvæmdavaldið sé með málið á sínum höndum Í bréfi til Schiff, sem blaðamenn CNN hafa komið höndum yfir, sagði Maguire að kvörtunin sneri ekki að aðila innan leyniþjónustusamfélagsins, heldur að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Því sé málið ekki nægilega mikilvægt til að upplýsa þingið um hvað það snýst. Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður nefndarinnar, sagði í gær að Atkinson hefði metið áðurnefnda kvörtun trúverðuga og málið væri áríðandi. Þá sagði hann nefndina leggja mikla áherslu á verndun uppljóstrara og uppljóstranir þeirra til þingsins. Þá segir þingmaðurinn að Maguire hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að ræða við Dómsmálaráðuneytið um málið. Það sé ótækt að aðilar innan framkvæmdavaldsins fjalli um kvörtun sem snúi að aðilum innan framkvæmdavaldsins.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43 Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43
Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00