Rakarastofa og bíósalur í nýrri geggjaðri æfingaaðstöðu Golden State Warriors Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 10:30 Nýr búningsklefi Golden State Warriors. Mynd/Warriors.com Chase Center er nýjasta íþróttahöllin í NBA-deildinni í körfubolta en Golden State Warriors liðið er flutt í þessa nýju höll í San Francisco og spilar þar 2019-20 tímabilið. Það er ekki aðeins höllin sjálf sem er geggjuð. Það er nefnilega allt til alls í Chase Center höllinni því auk sjálfs salarins þar sem leikirnir fara fram og pláss er fyrir átján þúsund áhorfendur og ótal svítur þá er öll æfingaaðstaða Golden State Warriors einnig í byggingunni. Æfingamiðstöðin hefur fengið nafnið Biofreeze Center og Golden State Warriors var að kynna það fyrir bandarískum fjölmiðlum í gær.The facility features: ° Two full-length basketball courts + six hoops 4,000-square-foot weight room Training and treatment areas with a sauna Cryo treatment chamber + hydro room with float tanks Team locker room + lounge Barbershop and theater pic.twitter.com/8W1VkPDXiK — Front Office Sports (@frntofficesport) September 18, 2019Það er svo sannarlega allt í boði í æfingamiðstöðinni sem var sett saman út frá bæði hæstu stöðlum sem og nýjustu tækni. Leikmenn Golden State Warriors ættu að geta sótt sér þar alla þá þjónustu sem þeir þurfa til að halda við skrokkum sínum á löngu og erfiðu tímabili. Í æfingamiðstöðinni eru tveir æfingavellir með sex körfum en það er einnig bíósalur þar sem leikmenn Warriors geta bæði horft á myndbönd með væntanlegum mótherjum eða nýjustu kvikmyndirnar.the @warriors studio team makes me look goooooood! like what you see, Twitter friends? pic.twitter.com/WiW7AhkMs7 — Biofreeze Performance Center (@dubs_training) September 19, 2019 Þarna er líka 372 fermetra lyftingarsalur búinn öllum tækjum og tólum og eftir æfingar geta leikmenn sótt sér alla hugsanlega meðferð eins og með að fara í frystiklefa, flotlaugar eða gufubað. Síðasta en ekki síst þá geta leikmenn einnig farið í klippingu í miðstöðinni því þar er rakarastofa. Leikmenn Golden State Warriors þurfa því ekki að leita mikið út fyrir Biofreeze Center á tímabilinu. Það má ekki gleyma búningsklefa Golden State Warriors liðsins sem er hannaður eins og virðingarvottur til gömlu Oracle Arena í Oakland sem félagið er nú að yfirgefa. Íslandsvinurinn Stephen Curry hitti Rachel Nichols á ESPN í Biofreeze Center og fór með hana í smá skoðunarferð eins og sjá má hér fyrir neðan.Steph Curry takes me on an exclusive tour of the new Biofreeze Center, where the Warriors will practice this year, and it's INSANE (facial recognition technology! sleep pods!). We also talk his MVP hopes, KD's departure, and the 2020 Olympics (he's in). pic.twitter.com/LN8aVC1vGh — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 18, 2019 NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Chase Center er nýjasta íþróttahöllin í NBA-deildinni í körfubolta en Golden State Warriors liðið er flutt í þessa nýju höll í San Francisco og spilar þar 2019-20 tímabilið. Það er ekki aðeins höllin sjálf sem er geggjuð. Það er nefnilega allt til alls í Chase Center höllinni því auk sjálfs salarins þar sem leikirnir fara fram og pláss er fyrir átján þúsund áhorfendur og ótal svítur þá er öll æfingaaðstaða Golden State Warriors einnig í byggingunni. Æfingamiðstöðin hefur fengið nafnið Biofreeze Center og Golden State Warriors var að kynna það fyrir bandarískum fjölmiðlum í gær.The facility features: ° Two full-length basketball courts + six hoops 4,000-square-foot weight room Training and treatment areas with a sauna Cryo treatment chamber + hydro room with float tanks Team locker room + lounge Barbershop and theater pic.twitter.com/8W1VkPDXiK — Front Office Sports (@frntofficesport) September 18, 2019Það er svo sannarlega allt í boði í æfingamiðstöðinni sem var sett saman út frá bæði hæstu stöðlum sem og nýjustu tækni. Leikmenn Golden State Warriors ættu að geta sótt sér þar alla þá þjónustu sem þeir þurfa til að halda við skrokkum sínum á löngu og erfiðu tímabili. Í æfingamiðstöðinni eru tveir æfingavellir með sex körfum en það er einnig bíósalur þar sem leikmenn Warriors geta bæði horft á myndbönd með væntanlegum mótherjum eða nýjustu kvikmyndirnar.the @warriors studio team makes me look goooooood! like what you see, Twitter friends? pic.twitter.com/WiW7AhkMs7 — Biofreeze Performance Center (@dubs_training) September 19, 2019 Þarna er líka 372 fermetra lyftingarsalur búinn öllum tækjum og tólum og eftir æfingar geta leikmenn sótt sér alla hugsanlega meðferð eins og með að fara í frystiklefa, flotlaugar eða gufubað. Síðasta en ekki síst þá geta leikmenn einnig farið í klippingu í miðstöðinni því þar er rakarastofa. Leikmenn Golden State Warriors þurfa því ekki að leita mikið út fyrir Biofreeze Center á tímabilinu. Það má ekki gleyma búningsklefa Golden State Warriors liðsins sem er hannaður eins og virðingarvottur til gömlu Oracle Arena í Oakland sem félagið er nú að yfirgefa. Íslandsvinurinn Stephen Curry hitti Rachel Nichols á ESPN í Biofreeze Center og fór með hana í smá skoðunarferð eins og sjá má hér fyrir neðan.Steph Curry takes me on an exclusive tour of the new Biofreeze Center, where the Warriors will practice this year, and it's INSANE (facial recognition technology! sleep pods!). We also talk his MVP hopes, KD's departure, and the 2020 Olympics (he's in). pic.twitter.com/LN8aVC1vGh — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 18, 2019
NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira