Rakarastofa og bíósalur í nýrri geggjaðri æfingaaðstöðu Golden State Warriors Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 10:30 Nýr búningsklefi Golden State Warriors. Mynd/Warriors.com Chase Center er nýjasta íþróttahöllin í NBA-deildinni í körfubolta en Golden State Warriors liðið er flutt í þessa nýju höll í San Francisco og spilar þar 2019-20 tímabilið. Það er ekki aðeins höllin sjálf sem er geggjuð. Það er nefnilega allt til alls í Chase Center höllinni því auk sjálfs salarins þar sem leikirnir fara fram og pláss er fyrir átján þúsund áhorfendur og ótal svítur þá er öll æfingaaðstaða Golden State Warriors einnig í byggingunni. Æfingamiðstöðin hefur fengið nafnið Biofreeze Center og Golden State Warriors var að kynna það fyrir bandarískum fjölmiðlum í gær.The facility features: ° Two full-length basketball courts + six hoops 4,000-square-foot weight room Training and treatment areas with a sauna Cryo treatment chamber + hydro room with float tanks Team locker room + lounge Barbershop and theater pic.twitter.com/8W1VkPDXiK — Front Office Sports (@frntofficesport) September 18, 2019Það er svo sannarlega allt í boði í æfingamiðstöðinni sem var sett saman út frá bæði hæstu stöðlum sem og nýjustu tækni. Leikmenn Golden State Warriors ættu að geta sótt sér þar alla þá þjónustu sem þeir þurfa til að halda við skrokkum sínum á löngu og erfiðu tímabili. Í æfingamiðstöðinni eru tveir æfingavellir með sex körfum en það er einnig bíósalur þar sem leikmenn Warriors geta bæði horft á myndbönd með væntanlegum mótherjum eða nýjustu kvikmyndirnar.the @warriors studio team makes me look goooooood! like what you see, Twitter friends? pic.twitter.com/WiW7AhkMs7 — Biofreeze Performance Center (@dubs_training) September 19, 2019 Þarna er líka 372 fermetra lyftingarsalur búinn öllum tækjum og tólum og eftir æfingar geta leikmenn sótt sér alla hugsanlega meðferð eins og með að fara í frystiklefa, flotlaugar eða gufubað. Síðasta en ekki síst þá geta leikmenn einnig farið í klippingu í miðstöðinni því þar er rakarastofa. Leikmenn Golden State Warriors þurfa því ekki að leita mikið út fyrir Biofreeze Center á tímabilinu. Það má ekki gleyma búningsklefa Golden State Warriors liðsins sem er hannaður eins og virðingarvottur til gömlu Oracle Arena í Oakland sem félagið er nú að yfirgefa. Íslandsvinurinn Stephen Curry hitti Rachel Nichols á ESPN í Biofreeze Center og fór með hana í smá skoðunarferð eins og sjá má hér fyrir neðan.Steph Curry takes me on an exclusive tour of the new Biofreeze Center, where the Warriors will practice this year, and it's INSANE (facial recognition technology! sleep pods!). We also talk his MVP hopes, KD's departure, and the 2020 Olympics (he's in). pic.twitter.com/LN8aVC1vGh — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 18, 2019 NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Chase Center er nýjasta íþróttahöllin í NBA-deildinni í körfubolta en Golden State Warriors liðið er flutt í þessa nýju höll í San Francisco og spilar þar 2019-20 tímabilið. Það er ekki aðeins höllin sjálf sem er geggjuð. Það er nefnilega allt til alls í Chase Center höllinni því auk sjálfs salarins þar sem leikirnir fara fram og pláss er fyrir átján þúsund áhorfendur og ótal svítur þá er öll æfingaaðstaða Golden State Warriors einnig í byggingunni. Æfingamiðstöðin hefur fengið nafnið Biofreeze Center og Golden State Warriors var að kynna það fyrir bandarískum fjölmiðlum í gær.The facility features: ° Two full-length basketball courts + six hoops 4,000-square-foot weight room Training and treatment areas with a sauna Cryo treatment chamber + hydro room with float tanks Team locker room + lounge Barbershop and theater pic.twitter.com/8W1VkPDXiK — Front Office Sports (@frntofficesport) September 18, 2019Það er svo sannarlega allt í boði í æfingamiðstöðinni sem var sett saman út frá bæði hæstu stöðlum sem og nýjustu tækni. Leikmenn Golden State Warriors ættu að geta sótt sér þar alla þá þjónustu sem þeir þurfa til að halda við skrokkum sínum á löngu og erfiðu tímabili. Í æfingamiðstöðinni eru tveir æfingavellir með sex körfum en það er einnig bíósalur þar sem leikmenn Warriors geta bæði horft á myndbönd með væntanlegum mótherjum eða nýjustu kvikmyndirnar.the @warriors studio team makes me look goooooood! like what you see, Twitter friends? pic.twitter.com/WiW7AhkMs7 — Biofreeze Performance Center (@dubs_training) September 19, 2019 Þarna er líka 372 fermetra lyftingarsalur búinn öllum tækjum og tólum og eftir æfingar geta leikmenn sótt sér alla hugsanlega meðferð eins og með að fara í frystiklefa, flotlaugar eða gufubað. Síðasta en ekki síst þá geta leikmenn einnig farið í klippingu í miðstöðinni því þar er rakarastofa. Leikmenn Golden State Warriors þurfa því ekki að leita mikið út fyrir Biofreeze Center á tímabilinu. Það má ekki gleyma búningsklefa Golden State Warriors liðsins sem er hannaður eins og virðingarvottur til gömlu Oracle Arena í Oakland sem félagið er nú að yfirgefa. Íslandsvinurinn Stephen Curry hitti Rachel Nichols á ESPN í Biofreeze Center og fór með hana í smá skoðunarferð eins og sjá má hér fyrir neðan.Steph Curry takes me on an exclusive tour of the new Biofreeze Center, where the Warriors will practice this year, and it's INSANE (facial recognition technology! sleep pods!). We also talk his MVP hopes, KD's departure, and the 2020 Olympics (he's in). pic.twitter.com/LN8aVC1vGh — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 18, 2019
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira