Ólöglegir vextir og óraunhæfar væntingar Már Wolfgang Mixa skrifar 19. september 2019 08:00 Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ákváðu í sumar að hætta notkun á áður auglýstum viðmiðum verðtryggðra íbúðalána með breytilegum vöxtum. Mikið var deilt um þá ákvörðun, meðal annars vegna þess að nýlegir kjarasamningar áttu að stuðla að lækkun vaxta. Eitt hefur ekki farið hátt í þeirri umræðu en það er að í 34. grein laga um fasteignalán til neytenda kemur fram að lánveitendur megi einungis miða breytilega vexti við skýr viðmið, sem í tilfelli ofangreindra lána voru markaðsvextir íbúðabréfa. Lífeyrissjóðirnir hafa í fjöldamörg ár auglýst þau viðmið á heimasíðu sinni en hafa nú breytt þeim með lakari vaxtakjörum til þeirra sem tóku þá áhættu að vaxtastig gæti allt eins hækkað eins og lækkað. Því er þessi viðsnúningur sjóðanna að mínu mati ólöglegur. Ég bíð eftir að Neytendastofa bregðist við þessu. Ein þeirra raka sem fram komu af hálfu lífeyrissjóðanna voru að vaxtastig væri orðið svo lágt að það væri ekki í þágu sjóðanna að lækka vaxtakjör enn frekar. Það eru undarleg rök þar sem þeir stýra sjálfir að stórum hluta vaxtastiginu í landinu, sem vextir ofangreindra húsnæðislána miðast við. Þetta ætti þó ekki að hafa komið lífeyrissjóðunum alveg á óvart. Ég og dr. Ólafur Margeirsson vöruðum ítrekað við í upphafi þessa áratugar að þær forsendur að raunávöxtun framtíðarinnar yrði 3,5% árlega væru ekki lengur fyrir hendi, meðal annars á síðum Fréttablaðsins. Í einni slíkri grein skrifaði ég: Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Slíkt endurmat ætti þó ekki að knýja lífeyrissjóði til þess að brjóta lög í garð lántaka þeirra. Það að þeir grípi til slíkra ráðstafana hlýtur hins vegar að vera aðvörun um að sú prósenta sem í dag er lögð í lífeyri sé síst of há. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Lífeyrissjóðir Már Wolfgang Mixa Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ákváðu í sumar að hætta notkun á áður auglýstum viðmiðum verðtryggðra íbúðalána með breytilegum vöxtum. Mikið var deilt um þá ákvörðun, meðal annars vegna þess að nýlegir kjarasamningar áttu að stuðla að lækkun vaxta. Eitt hefur ekki farið hátt í þeirri umræðu en það er að í 34. grein laga um fasteignalán til neytenda kemur fram að lánveitendur megi einungis miða breytilega vexti við skýr viðmið, sem í tilfelli ofangreindra lána voru markaðsvextir íbúðabréfa. Lífeyrissjóðirnir hafa í fjöldamörg ár auglýst þau viðmið á heimasíðu sinni en hafa nú breytt þeim með lakari vaxtakjörum til þeirra sem tóku þá áhættu að vaxtastig gæti allt eins hækkað eins og lækkað. Því er þessi viðsnúningur sjóðanna að mínu mati ólöglegur. Ég bíð eftir að Neytendastofa bregðist við þessu. Ein þeirra raka sem fram komu af hálfu lífeyrissjóðanna voru að vaxtastig væri orðið svo lágt að það væri ekki í þágu sjóðanna að lækka vaxtakjör enn frekar. Það eru undarleg rök þar sem þeir stýra sjálfir að stórum hluta vaxtastiginu í landinu, sem vextir ofangreindra húsnæðislána miðast við. Þetta ætti þó ekki að hafa komið lífeyrissjóðunum alveg á óvart. Ég og dr. Ólafur Margeirsson vöruðum ítrekað við í upphafi þessa áratugar að þær forsendur að raunávöxtun framtíðarinnar yrði 3,5% árlega væru ekki lengur fyrir hendi, meðal annars á síðum Fréttablaðsins. Í einni slíkri grein skrifaði ég: Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Slíkt endurmat ætti þó ekki að knýja lífeyrissjóði til þess að brjóta lög í garð lántaka þeirra. Það að þeir grípi til slíkra ráðstafana hlýtur hins vegar að vera aðvörun um að sú prósenta sem í dag er lögð í lífeyri sé síst of há.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar