Þingmenn takast áfram á um formennsku Bergþórs utan vinnutíma Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 22:00 Bergþór Ólason situr hér á milli Jóns Gunnarssonar og Vilhjálms Árnasonar á fundi nefndarinnar í dag. Vísir/vilhelm Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá. Ljóst er að ekki öllum þingmönnum nægir að deila um pólitísk málefni á dagvinnutíma þar sem þónokkur umræða spratt upp á meðal þingmanna á Facebook í kvöld um það hver beri raunverulega ábyrgð á formannsskipan Bergþórs.Sjá einnig: Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnumHalla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar, minnir á það í Facebookfærslu að við upphaf kjörtímabilsins hafi ríkisstjórnarflokkarnir gert samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu embætta í nefndum þingsins. Af þeim sökum eigi minnihlutinn að skipa formann í þrjár nefndir þingsins, sem hún segir „ekki flókið enda hafa þau yfir að ráða ágætisfólki svona að mestu.“ „Bergþór komst þannig inn sem formaður mótakvæðalaust af hálfu minnihlutans,“ segir Halla jafnframt og vísar þá væntanlega til ábyrgðar stjórnarandstöðuflokkanna í málinu sem hafa verið einna gagnrýnastir á skipun Bergþórs, að Miðflokknum undanskildum.„Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð“ Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tekur ekki undir þessa greiningu og bendir á að erfitt hefði verið fyrir hina fulltrúa minnihlutans í nefndinni að koma að öðrum fulltrúa í formannsstólinn án stuðnings meirihlutans. „Halla mín, meirihlutinn hefur fimm atkvæði, Miðflokkur tvö, Samfylking eitt og Viðreisn eitt. Hvernig í veröldinni áttu flokkarnir tveir að koma að öðrum formanni? Við reyndum það í vetur en þið, þar á meðal fulltrúi Framsóknar greiddi hins vegar atkvæði með tillögu miðflokks. Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð.“ Fleiri fulltrúar minnihlutans taka undir með Helgu Völu og eru ósáttir með orð Höllu.Fordæmdu kjör Bergþórs í bókunum sínum „Er hægt að fela sig bak við þetta samkomulag í öllum tilfellum? Er það bara hin eilífa afsökun?“ ritar Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, sem fordæmdi kjör Bergþórs í bókun sinni líkt og fulltrúi Viðreisnar og einn fulltrúi Vinstri grænna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingkona Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, fer jafnframt hörðum orðum um ummælin. „Halla Signý, að reyna að klína formennsku Bergþórs á minnihlutann eftir allt sem á undan er gengið er alger lágkúra. Talaðu við fólkið þitt. Dragðu í land núna áður en við förum öll með tölu að tala eins og okkur lystir.“Hér má sjá Facebook færslu Höllu Signýjar í heild sinni. Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41 Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. 18. september 2019 19:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá. Ljóst er að ekki öllum þingmönnum nægir að deila um pólitísk málefni á dagvinnutíma þar sem þónokkur umræða spratt upp á meðal þingmanna á Facebook í kvöld um það hver beri raunverulega ábyrgð á formannsskipan Bergþórs.Sjá einnig: Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnumHalla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar, minnir á það í Facebookfærslu að við upphaf kjörtímabilsins hafi ríkisstjórnarflokkarnir gert samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu embætta í nefndum þingsins. Af þeim sökum eigi minnihlutinn að skipa formann í þrjár nefndir þingsins, sem hún segir „ekki flókið enda hafa þau yfir að ráða ágætisfólki svona að mestu.“ „Bergþór komst þannig inn sem formaður mótakvæðalaust af hálfu minnihlutans,“ segir Halla jafnframt og vísar þá væntanlega til ábyrgðar stjórnarandstöðuflokkanna í málinu sem hafa verið einna gagnrýnastir á skipun Bergþórs, að Miðflokknum undanskildum.„Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð“ Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tekur ekki undir þessa greiningu og bendir á að erfitt hefði verið fyrir hina fulltrúa minnihlutans í nefndinni að koma að öðrum fulltrúa í formannsstólinn án stuðnings meirihlutans. „Halla mín, meirihlutinn hefur fimm atkvæði, Miðflokkur tvö, Samfylking eitt og Viðreisn eitt. Hvernig í veröldinni áttu flokkarnir tveir að koma að öðrum formanni? Við reyndum það í vetur en þið, þar á meðal fulltrúi Framsóknar greiddi hins vegar atkvæði með tillögu miðflokks. Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð.“ Fleiri fulltrúar minnihlutans taka undir með Helgu Völu og eru ósáttir með orð Höllu.Fordæmdu kjör Bergþórs í bókunum sínum „Er hægt að fela sig bak við þetta samkomulag í öllum tilfellum? Er það bara hin eilífa afsökun?“ ritar Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, sem fordæmdi kjör Bergþórs í bókun sinni líkt og fulltrúi Viðreisnar og einn fulltrúi Vinstri grænna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingkona Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, fer jafnframt hörðum orðum um ummælin. „Halla Signý, að reyna að klína formennsku Bergþórs á minnihlutann eftir allt sem á undan er gengið er alger lágkúra. Talaðu við fólkið þitt. Dragðu í land núna áður en við förum öll með tölu að tala eins og okkur lystir.“Hér má sjá Facebook færslu Höllu Signýjar í heild sinni.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41 Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. 18. september 2019 19:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41
Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. 18. september 2019 19:30