Einkafyrirtæki og skemmri vinnuvika: Tækifæri fyrir alla Guðmundur D. Haraldsson skrifar 18. september 2019 16:19 Af og til berast fréttir af jákvæðum árangri fyrirtækja erlendis með að stytta vinnuvikuna fyrir starfsfólkið sitt, og eru þessar fréttir hvort tveggja í senn af bættri líðan starfsfólksins og af árangri fyrirtækjanna við að reka sig eftir breytingarnar. Á Íslandi hafa einkafyrirtæki einnig reynt skemmri vinnuviku, með góðum árangri, og þá hafa staðið yfir tilraunaverkefni á vegum BSRB, Reykjavíkurborgar og ríkisins sem hafa borið góða raun. Þetta allt gefur til kynna að fleiri einkafyrirtæki á Íslandi geti prófað sig áfram með skemmri vinnuviku, enda hefur styttingin verið reynd innan stofnana og fyrirtækja sem stunda ólíka starfsemi. Það kann að vera tækifæri í því að stytta vinnuvikuna fyrir fyrirtækin sjálf, einkum í formi minni starfsmannaveltu og auðveldari ráðningum, enda er skemmri vinnutími talinn kostur af flestum. Styttri vinnuvika hefur líka ábata í för með sér fyrir starfsfólkið, einkum í formi minni streitu og kulunar og bætts jafnvægis vinnu og einkalífs. Skemmri vinnuvika gagnast öllum. Einkafyrirtæki stytta vinnuvikuna Fyrir nokkrum mánuðum bárust fregnir af tilraunaverkefni sem Perpetual Guardian hafði staðið fyrir, en það er fyrirtæki staðsett í Nýja-Sjálandi og stundar fjármálaráðgjöf. Hjá þessu fyrirtæki var farin sú leið að stytta vinnuvikuna úr 37,5 stundum í 30 stundir, án launaskerðingar, og er vinnuvikan fjórir dagar í stað fimm. Tilraunaverkefnið var tímabundið í fyrstu en er núna orðið fastbundinn hluti af rekstrinum, svo vel hefur styttingin gengið. Um 240 manns tóku þátt í styttingunni í upphafi og hefur þeim trúlega fjölgað síðan. Fyrir starfsfólkið hefur styttingin þýtt að álag hefur minnkað, og þá hefur jafnvægi vinnu og einkalífs stórbatnað, en fyrir fyrirtækið hefur þetta þýtt að þátttaka og samvinna innan vinnustaðarins hefur stóraukist, öllum verkum er sinnt eins og áður, og fyrirtækið er í fullu fjöri þótt vinnustundunum hafi fækkað. Þá hafa einnig borist fregnir af öðru fyrirtæki, IHH Nordic, en það er tæknifyrirtæki í Danmörku. Hjá því fyrirtæki var styttingin útfærð eins og hjá Perpetual Guardian: Fjórir vinnudagar, 30 stunda vinnuvika, án launaskerðingar. Hjá þessu fyrirtæki jókst framleiðnin um 20%, veikindadögum fækkaði, og áhrifin á reksturinn af styttingunni voru síður en svo til trafala, því hagnaðurinn tvöfaldaðist. Í Bretlandi stefnir fyrirtæki, Simply Business að nafni, að því að stytta vinnuvikuna fyrir sitt starfsfólk, en þetta fyrirtæki rekur símaver. Þar er stefnan að stytta vinnuvikuna úr 37,5 stundum í 30 stundir, rétt eins og hjá hinum fyrrgreindu fyrirtækjum. Markmiðið er að innleiða tæknilausnir til að draga úr þeirri vinnu sem nauðsynlegt er að vinna, þannig að öllum verkum verði sinnt eftir sem áður. Loks má nefna eitt fyrirtæki enn, Hugsmiðjuna, en það er hugbúnaðarfyrirtæki hér á Íslandi sem fór þá leið að stytta vinnuvikuna í 30 stundir, en árangurinn af því var afar góður: Framleiðni jókst, veikindadögum fækkaði og ánægja starfsfólksins er mjög mikil. Öll verkefni eru unnin og reksturinn gengur vel. Í öllum þessum tilvikum er hugsunin sú sama: Breytum því hvernig við vinnum vinnuna, hvernig við nálgumst verkefnin, breytum fundamenningunni okkar, vinnum verkin á styttri tíma, og leyfum starfsfólkinu að njóta árangursins – áhrifin á reksturinn verða lítil eða í það minnsta jákvæð. Markmiðið er að auka lífsgæði og hagkvæmni. Þetta er nokkuð sem fleiri einkafyrirtæki geta hæglega tekið upp hjá sjálfum sér, enda ekkert sem bannar þeim að stytta vinnustundir starfsfólksins síns, engin lög banna það. Og jafnvel þótt styttingin hjá fyrrgreindum fyrirtæjum líti út fyrir að vera róttæk, þá þarf ekki að vera svo þegar nánar er að gáð, og þá þurfa ekki öll fyrirtæki sem vilja stytta vinnuvikuna að ganga jafn langt og þessi fyrirtæki. En eðlilegt er að efasemdir setjist að í hugum fólks eftir að hafa lesið svona upptalningu: Er þetta virkilega svona einfalt? Eru þetta ekki bara sérvalin dæmi, og kannski þau einu sem eru tiltæk? Fyrri spurningin krefst lengra svars, sem má finna hér neðar, en við þeirri síðari er einfalt svar: Dæmin eru fleiri, og má þar nefna tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar þar sem um 2.000 manns taka þátt, en einnig má nefna bókhaldsfyrirtækið Bright Horizon Cloud, Senshi Digital sem er markaðsfyrirtæki, Pursuit Marketing sem einnig er markaðsfyrirtæki, en öll þessi síðastnefndu fyrirtæki eru staðsett ýmist í Skotlandi eða Englandi. Dæmin eru fleiri. Hvernig er styttingin gerleg? Og hver eru áhrifin? Stytting vinnuvikunnar er mismunandi eftir vinnustöðum. Á vinnustöðum þar sem unnar eru vaktir hefur reynst gott að stytta vaktirnar þannig að fólk byrjar fyrr á vöktum eða hættir fyrr, eftir því hvernig álagið er. Á vinnustöðum þar sem er unnið á skrifstofum má draga úr fundum og gera vinnuna hnitmiðaðri. Þar sem er stunduð framleiðsla má innleiða nýja tækni og breytta verkferla til að vinna verkin hraðar. Í mörgum tilvikum kann þetta allt að koma saman; ný tækni, breyttir verkferlar, hnitmiðaðri vinna og vinnutímanum eitthvað hliðrað. Í sumum tilvikum kann styttingin að vera erfið sökum manneklu eða annarra þátta, og þarf þá að ráða bót á því fyrst. Í öllu falli er stytting vinnuvikunnar eitthvað sem þarf að skipuleggja vel, útfæra vel og vinna að í samstarfi við alla – starfsmenn, stjórnendur, aðra – aðeins þannig getur hún gengið vel fyrir sig. Þetta er reynsla þeirra sem hafa reynt fyrir sér með styttingu vinnuvikunnar. Stytting vinnuvikunnar hefur marga ábata í för með sér, en í þeim tilraunaverkefnum sem hafa verið gerð, þá hefur komið í ljós að álag á starfsfólk hefur minnkað og starfsánægja aukist, en einnig batnaði jafnvægi vinnu og einkalífs. Þetta var meðal annars raunin í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB, en einnig hjá Hugsmiðjunni. Aukið jafnvægi vinnu og einkalífs er sér í lagi mikilvægt atriði fyrir okkar samfélag, því Ísland kemur illa út úr athugunum á þessu jafnvægi í rannsóknum OECD, en þar vermir ísland eitt af neðstu sætunum ásamt Mexíkó og Tyrklandi, á meðan hin Norðurlöndin eru öll í einhverjum af efstu sætunum. Þá er streita vandi sem hefur aukist, en fylgifiskur streitu eru meðal annars kulnun og hjartasjúkdómar. Þannig að það er mikils til að vinna ef draga má úr streitu með því að stytta vinnuvikuna! Vinnustaðir sem stytta vinnuvikuna geta líka vænst þess að eiga auðveldar með að laða að sér starfsfólk: Fyrir fólk með fjölskyldu er skemmri vinnuvika mikill og afgerandi kostur, enda er í mörg horn að líta þegar þarf að sinna heimili, fjölskyldu og vinnu. Vinnustaðir sem leyfa fólki að vinna skemur geta búist við meiri tryggð frá sínu starfsfólki. Og síðast en ekki síst, þá á skemmri vinnuvika að vera sjálfsögð afleiðing aukinna framfara í efnislegum gæðum og sjálfvirkni, en því miður helst lengd vinnuvikunnar ekki í hendur framfarir sem þessar. Það er því okkar, sem samfélags, að grípa í taumana og stefna samfélaginu á braut skemmri vinnuviku til framtíðar, en þar geta einkafyrirtæki haft mikil og jákvæð áhrif. Það þarf bara að taka ákvörðun um það og vanda til verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Af og til berast fréttir af jákvæðum árangri fyrirtækja erlendis með að stytta vinnuvikuna fyrir starfsfólkið sitt, og eru þessar fréttir hvort tveggja í senn af bættri líðan starfsfólksins og af árangri fyrirtækjanna við að reka sig eftir breytingarnar. Á Íslandi hafa einkafyrirtæki einnig reynt skemmri vinnuviku, með góðum árangri, og þá hafa staðið yfir tilraunaverkefni á vegum BSRB, Reykjavíkurborgar og ríkisins sem hafa borið góða raun. Þetta allt gefur til kynna að fleiri einkafyrirtæki á Íslandi geti prófað sig áfram með skemmri vinnuviku, enda hefur styttingin verið reynd innan stofnana og fyrirtækja sem stunda ólíka starfsemi. Það kann að vera tækifæri í því að stytta vinnuvikuna fyrir fyrirtækin sjálf, einkum í formi minni starfsmannaveltu og auðveldari ráðningum, enda er skemmri vinnutími talinn kostur af flestum. Styttri vinnuvika hefur líka ábata í för með sér fyrir starfsfólkið, einkum í formi minni streitu og kulunar og bætts jafnvægis vinnu og einkalífs. Skemmri vinnuvika gagnast öllum. Einkafyrirtæki stytta vinnuvikuna Fyrir nokkrum mánuðum bárust fregnir af tilraunaverkefni sem Perpetual Guardian hafði staðið fyrir, en það er fyrirtæki staðsett í Nýja-Sjálandi og stundar fjármálaráðgjöf. Hjá þessu fyrirtæki var farin sú leið að stytta vinnuvikuna úr 37,5 stundum í 30 stundir, án launaskerðingar, og er vinnuvikan fjórir dagar í stað fimm. Tilraunaverkefnið var tímabundið í fyrstu en er núna orðið fastbundinn hluti af rekstrinum, svo vel hefur styttingin gengið. Um 240 manns tóku þátt í styttingunni í upphafi og hefur þeim trúlega fjölgað síðan. Fyrir starfsfólkið hefur styttingin þýtt að álag hefur minnkað, og þá hefur jafnvægi vinnu og einkalífs stórbatnað, en fyrir fyrirtækið hefur þetta þýtt að þátttaka og samvinna innan vinnustaðarins hefur stóraukist, öllum verkum er sinnt eins og áður, og fyrirtækið er í fullu fjöri þótt vinnustundunum hafi fækkað. Þá hafa einnig borist fregnir af öðru fyrirtæki, IHH Nordic, en það er tæknifyrirtæki í Danmörku. Hjá því fyrirtæki var styttingin útfærð eins og hjá Perpetual Guardian: Fjórir vinnudagar, 30 stunda vinnuvika, án launaskerðingar. Hjá þessu fyrirtæki jókst framleiðnin um 20%, veikindadögum fækkaði, og áhrifin á reksturinn af styttingunni voru síður en svo til trafala, því hagnaðurinn tvöfaldaðist. Í Bretlandi stefnir fyrirtæki, Simply Business að nafni, að því að stytta vinnuvikuna fyrir sitt starfsfólk, en þetta fyrirtæki rekur símaver. Þar er stefnan að stytta vinnuvikuna úr 37,5 stundum í 30 stundir, rétt eins og hjá hinum fyrrgreindu fyrirtækjum. Markmiðið er að innleiða tæknilausnir til að draga úr þeirri vinnu sem nauðsynlegt er að vinna, þannig að öllum verkum verði sinnt eftir sem áður. Loks má nefna eitt fyrirtæki enn, Hugsmiðjuna, en það er hugbúnaðarfyrirtæki hér á Íslandi sem fór þá leið að stytta vinnuvikuna í 30 stundir, en árangurinn af því var afar góður: Framleiðni jókst, veikindadögum fækkaði og ánægja starfsfólksins er mjög mikil. Öll verkefni eru unnin og reksturinn gengur vel. Í öllum þessum tilvikum er hugsunin sú sama: Breytum því hvernig við vinnum vinnuna, hvernig við nálgumst verkefnin, breytum fundamenningunni okkar, vinnum verkin á styttri tíma, og leyfum starfsfólkinu að njóta árangursins – áhrifin á reksturinn verða lítil eða í það minnsta jákvæð. Markmiðið er að auka lífsgæði og hagkvæmni. Þetta er nokkuð sem fleiri einkafyrirtæki geta hæglega tekið upp hjá sjálfum sér, enda ekkert sem bannar þeim að stytta vinnustundir starfsfólksins síns, engin lög banna það. Og jafnvel þótt styttingin hjá fyrrgreindum fyrirtæjum líti út fyrir að vera róttæk, þá þarf ekki að vera svo þegar nánar er að gáð, og þá þurfa ekki öll fyrirtæki sem vilja stytta vinnuvikuna að ganga jafn langt og þessi fyrirtæki. En eðlilegt er að efasemdir setjist að í hugum fólks eftir að hafa lesið svona upptalningu: Er þetta virkilega svona einfalt? Eru þetta ekki bara sérvalin dæmi, og kannski þau einu sem eru tiltæk? Fyrri spurningin krefst lengra svars, sem má finna hér neðar, en við þeirri síðari er einfalt svar: Dæmin eru fleiri, og má þar nefna tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar þar sem um 2.000 manns taka þátt, en einnig má nefna bókhaldsfyrirtækið Bright Horizon Cloud, Senshi Digital sem er markaðsfyrirtæki, Pursuit Marketing sem einnig er markaðsfyrirtæki, en öll þessi síðastnefndu fyrirtæki eru staðsett ýmist í Skotlandi eða Englandi. Dæmin eru fleiri. Hvernig er styttingin gerleg? Og hver eru áhrifin? Stytting vinnuvikunnar er mismunandi eftir vinnustöðum. Á vinnustöðum þar sem unnar eru vaktir hefur reynst gott að stytta vaktirnar þannig að fólk byrjar fyrr á vöktum eða hættir fyrr, eftir því hvernig álagið er. Á vinnustöðum þar sem er unnið á skrifstofum má draga úr fundum og gera vinnuna hnitmiðaðri. Þar sem er stunduð framleiðsla má innleiða nýja tækni og breytta verkferla til að vinna verkin hraðar. Í mörgum tilvikum kann þetta allt að koma saman; ný tækni, breyttir verkferlar, hnitmiðaðri vinna og vinnutímanum eitthvað hliðrað. Í sumum tilvikum kann styttingin að vera erfið sökum manneklu eða annarra þátta, og þarf þá að ráða bót á því fyrst. Í öllu falli er stytting vinnuvikunnar eitthvað sem þarf að skipuleggja vel, útfæra vel og vinna að í samstarfi við alla – starfsmenn, stjórnendur, aðra – aðeins þannig getur hún gengið vel fyrir sig. Þetta er reynsla þeirra sem hafa reynt fyrir sér með styttingu vinnuvikunnar. Stytting vinnuvikunnar hefur marga ábata í för með sér, en í þeim tilraunaverkefnum sem hafa verið gerð, þá hefur komið í ljós að álag á starfsfólk hefur minnkað og starfsánægja aukist, en einnig batnaði jafnvægi vinnu og einkalífs. Þetta var meðal annars raunin í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB, en einnig hjá Hugsmiðjunni. Aukið jafnvægi vinnu og einkalífs er sér í lagi mikilvægt atriði fyrir okkar samfélag, því Ísland kemur illa út úr athugunum á þessu jafnvægi í rannsóknum OECD, en þar vermir ísland eitt af neðstu sætunum ásamt Mexíkó og Tyrklandi, á meðan hin Norðurlöndin eru öll í einhverjum af efstu sætunum. Þá er streita vandi sem hefur aukist, en fylgifiskur streitu eru meðal annars kulnun og hjartasjúkdómar. Þannig að það er mikils til að vinna ef draga má úr streitu með því að stytta vinnuvikuna! Vinnustaðir sem stytta vinnuvikuna geta líka vænst þess að eiga auðveldar með að laða að sér starfsfólk: Fyrir fólk með fjölskyldu er skemmri vinnuvika mikill og afgerandi kostur, enda er í mörg horn að líta þegar þarf að sinna heimili, fjölskyldu og vinnu. Vinnustaðir sem leyfa fólki að vinna skemur geta búist við meiri tryggð frá sínu starfsfólki. Og síðast en ekki síst, þá á skemmri vinnuvika að vera sjálfsögð afleiðing aukinna framfara í efnislegum gæðum og sjálfvirkni, en því miður helst lengd vinnuvikunnar ekki í hendur framfarir sem þessar. Það er því okkar, sem samfélags, að grípa í taumana og stefna samfélaginu á braut skemmri vinnuviku til framtíðar, en þar geta einkafyrirtæki haft mikil og jákvæð áhrif. Það þarf bara að taka ákvörðun um það og vanda til verka.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun