Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 13:43 Trump forseti við komuna til Kaliforníu í dag þar sem hann ætlar að safna fé fyrir forsetakosningar á næsta ári. AP/Evan Vucci Robert O'Brien, sérstakur sendifulltrúi í gíslatökumálum, verður næsti þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilkynnti forsetinn um þetta á Twitter í dag. O‘Brien verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump á innan við þremur árum. Í tísti lofaði forsetinn O'Brien og sagðist hafa „unnið lengi og mikið“ með honum. O'Brien ætti eftir að eftir að standa sig vel. Vika er síðan John Bolton, þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér eða var rekinn, allt eftir því hvort leggja beri trúnað á orð Bolton eða forsetans. AP-fréttastofan segir að O'Brien hafi verið á meðal fimm kosta sem Trump íhugaði fyrir stöðuna. Sem sendifulltrúi í gíslatökumálum hjá utanríkisráðuneytinu hafi O'Brien unnið náið með fjölskyldum bandarískra gísla og ráðlagt ríkisstjórninni um gíslatökur. Í tíð George W. Bush og Barack Obama vann O'Brien að samstarfi einka- og opinberra aðila um umbætur í dómsmálum í Afganistan. Frá 2008 til 2011 var O'Brien fulltrúi Bandaríkjaforseta í ráðgjafarnefnd um smygl á fornminjum og öðrum menningarverðmætum. Árið 2005 skipaði Bush forseti hann fulltrúa Bandaríkjanna í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. þar vann O'Brien með forvera sínum Bolton sem var þá sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar. Í starfi Repúblikanaflokksins hefur O'Brien unnið sem ráðgjafi fyrir forsetaframboð Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóra Wisconsin, Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmanns frá Texas. Michael Flynn, hershöfðingi, var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump árið 2017 en hann sagði af sér innan við mánuði eftir að hann tók formlega við stöðunni. Hann var sakaður um og játaði síðar að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti við rússneskan sendiherra. Við af honum tók H.R. McMaster. Þeim Trump kom þó illa saman og hætti McMaster í mars í fyrra. Bolton tók við af McMaster og entist í um eitt og hálft ár áður en ágreiningur hans og Trump leiddi til þess að hann hætti einnig.I am pleased to announce that I will name Robert C. O'Brien, currently serving as the very successful Special Presidential Envoy for Hostage Affairs at the State Department, as our new National Security Advisor. I have worked long & hard with Robert. He will do a great job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Forsetinn tilkynnti um að hann hefði beðið John Bolton um að segja af sér í tísti í dag. Bolton segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. 10. september 2019 16:07 Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Erlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sjá meira
Robert O'Brien, sérstakur sendifulltrúi í gíslatökumálum, verður næsti þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilkynnti forsetinn um þetta á Twitter í dag. O‘Brien verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump á innan við þremur árum. Í tísti lofaði forsetinn O'Brien og sagðist hafa „unnið lengi og mikið“ með honum. O'Brien ætti eftir að eftir að standa sig vel. Vika er síðan John Bolton, þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér eða var rekinn, allt eftir því hvort leggja beri trúnað á orð Bolton eða forsetans. AP-fréttastofan segir að O'Brien hafi verið á meðal fimm kosta sem Trump íhugaði fyrir stöðuna. Sem sendifulltrúi í gíslatökumálum hjá utanríkisráðuneytinu hafi O'Brien unnið náið með fjölskyldum bandarískra gísla og ráðlagt ríkisstjórninni um gíslatökur. Í tíð George W. Bush og Barack Obama vann O'Brien að samstarfi einka- og opinberra aðila um umbætur í dómsmálum í Afganistan. Frá 2008 til 2011 var O'Brien fulltrúi Bandaríkjaforseta í ráðgjafarnefnd um smygl á fornminjum og öðrum menningarverðmætum. Árið 2005 skipaði Bush forseti hann fulltrúa Bandaríkjanna í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. þar vann O'Brien með forvera sínum Bolton sem var þá sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar. Í starfi Repúblikanaflokksins hefur O'Brien unnið sem ráðgjafi fyrir forsetaframboð Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóra Wisconsin, Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmanns frá Texas. Michael Flynn, hershöfðingi, var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump árið 2017 en hann sagði af sér innan við mánuði eftir að hann tók formlega við stöðunni. Hann var sakaður um og játaði síðar að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti við rússneskan sendiherra. Við af honum tók H.R. McMaster. Þeim Trump kom þó illa saman og hætti McMaster í mars í fyrra. Bolton tók við af McMaster og entist í um eitt og hálft ár áður en ágreiningur hans og Trump leiddi til þess að hann hætti einnig.I am pleased to announce that I will name Robert C. O'Brien, currently serving as the very successful Special Presidential Envoy for Hostage Affairs at the State Department, as our new National Security Advisor. I have worked long & hard with Robert. He will do a great job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Forsetinn tilkynnti um að hann hefði beðið John Bolton um að segja af sér í tísti í dag. Bolton segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. 10. september 2019 16:07 Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Erlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sjá meira
Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Forsetinn tilkynnti um að hann hefði beðið John Bolton um að segja af sér í tísti í dag. Bolton segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. 10. september 2019 16:07