Handbolti

Seinni bylgjan: Margra tungumála leikhlé Einars í Færeyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einar Jónsson er góður þjálfari og skemmtikraftur.
Einar Jónsson er góður þjálfari og skemmtikraftur. VÍSIR/SKJÁSKOT
Einar Jónsson er mættur til Færeyja þar sem hann þjálfar færeysku meistaranna í H71 en tímabilið þar er nýbyrjað.

Einar vann fyrsta leikinn í deildinni og einnig leikinn um meistarabikarinn í Færeyjum. Hann hefur því farið vel af stað í nýju landi.

Þjálfarinn skemmtilegi kom oft á tíðum fyrir í Seinni bylgjunni í fyrra með skemmtilegum viðtölum og hann er geymdur en ekki gleymdur í þættinum.

Í þætti gærkvöldsins var nefnilega sýnt leikhlé hjá Einari í Færeyjum þar sem hann ræðir við sína menn á norsku. Þó af og til vantar Einari orðið og talar íslensku.

Spekingarnir í Seinni bylgjunni, Halldór Jóhann Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson, höfðu einstaklega gaman að en myndbandið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Einarshornið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×