Katrín fjallar um „þrálátustu meinsemd okkar tíma“ á vef CNN Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 13:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur #MeToo-ráðstefnu í Hörpu klukkan hálf þrjú í dag. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur kynferðisofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi sérstaklega til umfjöllunar í grein um #MeToo-hreyfinguna sem birtist á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í morgun. Þá er einnig rætt við Katrínu um #MeToo á vef breska dagblaðsins Guardian í dag. Grein Katrínar á vef CNN er birt undir titlinum Gender inequality is one of the most persistent evils of our times (ísl. Kynjamisrétti er ein þrálátasta meinsemd okkar tíma). Tilefni skrifanna er alþjóðleg #MeToo-ráðstefna sem hefst í Hörpu síðdegis í dag. Katrín tekur #MeToo-hreyfinguna á Íslandi til umfjöllunar í grein sinni og rekur hvernig hreyfingin hafi einkum birst í reynslusögum kvennahópa úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins.Sjá einnig: Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðuKatrín segir reynslusögurnar hafa knúið þjóðina til að skoða sérstaklega þá samfélagskima þar sem „menning refsileysis“ hafi fengið að grassera, sérstaklega með tilliti til kvenna af erlendum uppruna. „Fyrir mörg okkar táknuðu vitnisburðir innflytjendakvenna og kvenna úr minnihlutahópum vendipunkt. Þær lýstu stigi fjölþættrar mismununar sem flest okkar höfðu vonað að fyrirfyndist ekki á Íslandi. Þær sýndu fram á það að þrátt fyrir að Ísland hafi náð framförum á sviði kynjajafnréttis, sem hlotið hefur viðurkenningu á alþjóðavettvangi, höfum við ekki tekist nægilega vel á við sniðmengi kynja-, kynþátta- og stéttaóréttlætis.“ Þá segist Katrín staðráðin í því að ríkisstjórn hennar leggi sitt af mörkum í #MeToo-baráttunni. „Við höfum endurskoðað lög og ferli, hraðað fyrirbyggjandi aðgerðum gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi og áreitni og ráðist í ítarlega skoðun á hlutverki ríkisstjórnarinnar sem vinnuveitanda.“ Grein Katrínar má lesa í heild hér.Fyrir konurnar sem gátu ekki rofið þögnina Þá er rætt við Katrínu um áðurnefnda ráðstefnu í breska dagblaðinu Guardian. Þar segir Katrín að #MeToo-hreyfingin hafi svipt hulunni af kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem konur í öllum samfélögum og heimshornum hafi orðið fyrir. „Við skuldum öllum þessum konum, konunum sem gátu ekki rofið þögnina og komandi kynslóðum, að setja málaflokkinn á stefnuskrár og knýja fram breytingar.“ Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í Hörpu í dag og stendur yfir næstu tvo dag. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #MeToo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga. MeToo Tengdar fréttir Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur kynferðisofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi sérstaklega til umfjöllunar í grein um #MeToo-hreyfinguna sem birtist á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í morgun. Þá er einnig rætt við Katrínu um #MeToo á vef breska dagblaðsins Guardian í dag. Grein Katrínar á vef CNN er birt undir titlinum Gender inequality is one of the most persistent evils of our times (ísl. Kynjamisrétti er ein þrálátasta meinsemd okkar tíma). Tilefni skrifanna er alþjóðleg #MeToo-ráðstefna sem hefst í Hörpu síðdegis í dag. Katrín tekur #MeToo-hreyfinguna á Íslandi til umfjöllunar í grein sinni og rekur hvernig hreyfingin hafi einkum birst í reynslusögum kvennahópa úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins.Sjá einnig: Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðuKatrín segir reynslusögurnar hafa knúið þjóðina til að skoða sérstaklega þá samfélagskima þar sem „menning refsileysis“ hafi fengið að grassera, sérstaklega með tilliti til kvenna af erlendum uppruna. „Fyrir mörg okkar táknuðu vitnisburðir innflytjendakvenna og kvenna úr minnihlutahópum vendipunkt. Þær lýstu stigi fjölþættrar mismununar sem flest okkar höfðu vonað að fyrirfyndist ekki á Íslandi. Þær sýndu fram á það að þrátt fyrir að Ísland hafi náð framförum á sviði kynjajafnréttis, sem hlotið hefur viðurkenningu á alþjóðavettvangi, höfum við ekki tekist nægilega vel á við sniðmengi kynja-, kynþátta- og stéttaóréttlætis.“ Þá segist Katrín staðráðin í því að ríkisstjórn hennar leggi sitt af mörkum í #MeToo-baráttunni. „Við höfum endurskoðað lög og ferli, hraðað fyrirbyggjandi aðgerðum gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi og áreitni og ráðist í ítarlega skoðun á hlutverki ríkisstjórnarinnar sem vinnuveitanda.“ Grein Katrínar má lesa í heild hér.Fyrir konurnar sem gátu ekki rofið þögnina Þá er rætt við Katrínu um áðurnefnda ráðstefnu í breska dagblaðinu Guardian. Þar segir Katrín að #MeToo-hreyfingin hafi svipt hulunni af kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem konur í öllum samfélögum og heimshornum hafi orðið fyrir. „Við skuldum öllum þessum konum, konunum sem gátu ekki rofið þögnina og komandi kynslóðum, að setja málaflokkinn á stefnuskrár og knýja fram breytingar.“ Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í Hörpu í dag og stendur yfir næstu tvo dag. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #MeToo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.
MeToo Tengdar fréttir Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24