Neymar fékk óblíðar móttökur frá eigin stuðningsmönnum og svaraði með hjólhesti Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. september 2019 11:00 Stuðningsmenn PSG veita engan afslátt vísir/getty Brasilíska ofurstjarnan Neymar sneri aftur í lið frönsku meistaranna í PSG í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Óhætt er að segja að Neymar sé umdeildur í París um þessar mundir eftir framkomu sína gagnvart félaginu í sumar þegar hann reyndi allt hvað hann gat til að komast burt. Stuðningsmenn PSG eru með þeim allra hörðustu í bransanum og þeir virðast ekki ætla að taka Neymar í sátt í bráð eins og mátti augljóslega sjá á Parc des Princes leikvangnum í gær. Fyrir leik héngu borðar með ljótum skilaboðum til Neymar og fjölskyldu hans á meðal PSG Ultras. Þar á meðal voru skilaboð til föður Neymar að hann ætti að selja son sinn í Vila Mimosa sem er eitt alræmdasta vændishverfið í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu. „20 milljónir evra til að fara til Messi. Við viljum ekki fleiri hórur í París,“ stóð á öðrum borða þar sem stuðningsmenn PSG vísa til þess að Neymar bauðst til að borga sjálfur 20 milljónir evra til að liðka fyrir félagaskiptum til Barcelona í sumar. Full clip of the Neymar goal, look at his calm celebration PSG ultras went quiet pic.twitter.com/Zd4AXAErEe — mx (@LeooMessi10i) September 14, 2019Svaraði með hjólhestaspyrnuÞó Neymar sé umdeildur meðal fótboltaáhugamanna efast líklega enginn um hæfileika kappans og hann svaraði svo sannarlega fyrir sig inn á vellinum í gær þar sem hann tryggði PSG 1-0 sigur með því að skora með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma. Neymar mætti svo í viðtöl eftir leik og kvartaði ekkert yfir móttökunum sem hann fékk á eigin heimavelli. Þvert á móti sagðist hann gera sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir stuðningsmenn PSG að standa á bak við sig. „Ég skil þessi viðbrögð og ég veit að þetta er erfitt fyrir þá. Ég hef engin sérstök skilaboð til þeirra. Ég er vanur því að það sé púað á mig. Nú er hver leikur fyrir mig eins og útileikur sem er synd því ég hef ekkert á móti stuðningsmönnum PSG,“ sagði Neymar meðal annars. Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar óskar eftir sölu Brasilíumaðurinn vill komast frá frönsku meisturunum. 15. júlí 2019 23:00 Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar. 12. ágúst 2019 17:00 Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn. 31. ágúst 2019 21:18 Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum 16. ágúst 2019 09:00 Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í fjóra mánuði og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg. 14. september 2019 17:37 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira
Brasilíska ofurstjarnan Neymar sneri aftur í lið frönsku meistaranna í PSG í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Óhætt er að segja að Neymar sé umdeildur í París um þessar mundir eftir framkomu sína gagnvart félaginu í sumar þegar hann reyndi allt hvað hann gat til að komast burt. Stuðningsmenn PSG eru með þeim allra hörðustu í bransanum og þeir virðast ekki ætla að taka Neymar í sátt í bráð eins og mátti augljóslega sjá á Parc des Princes leikvangnum í gær. Fyrir leik héngu borðar með ljótum skilaboðum til Neymar og fjölskyldu hans á meðal PSG Ultras. Þar á meðal voru skilaboð til föður Neymar að hann ætti að selja son sinn í Vila Mimosa sem er eitt alræmdasta vændishverfið í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu. „20 milljónir evra til að fara til Messi. Við viljum ekki fleiri hórur í París,“ stóð á öðrum borða þar sem stuðningsmenn PSG vísa til þess að Neymar bauðst til að borga sjálfur 20 milljónir evra til að liðka fyrir félagaskiptum til Barcelona í sumar. Full clip of the Neymar goal, look at his calm celebration PSG ultras went quiet pic.twitter.com/Zd4AXAErEe — mx (@LeooMessi10i) September 14, 2019Svaraði með hjólhestaspyrnuÞó Neymar sé umdeildur meðal fótboltaáhugamanna efast líklega enginn um hæfileika kappans og hann svaraði svo sannarlega fyrir sig inn á vellinum í gær þar sem hann tryggði PSG 1-0 sigur með því að skora með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma. Neymar mætti svo í viðtöl eftir leik og kvartaði ekkert yfir móttökunum sem hann fékk á eigin heimavelli. Þvert á móti sagðist hann gera sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir stuðningsmenn PSG að standa á bak við sig. „Ég skil þessi viðbrögð og ég veit að þetta er erfitt fyrir þá. Ég hef engin sérstök skilaboð til þeirra. Ég er vanur því að það sé púað á mig. Nú er hver leikur fyrir mig eins og útileikur sem er synd því ég hef ekkert á móti stuðningsmönnum PSG,“ sagði Neymar meðal annars.
Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar óskar eftir sölu Brasilíumaðurinn vill komast frá frönsku meisturunum. 15. júlí 2019 23:00 Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar. 12. ágúst 2019 17:00 Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn. 31. ágúst 2019 21:18 Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum 16. ágúst 2019 09:00 Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í fjóra mánuði og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg. 14. september 2019 17:37 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira
Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar. 12. ágúst 2019 17:00
Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn. 31. ágúst 2019 21:18
Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum 16. ágúst 2019 09:00
Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í fjóra mánuði og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg. 14. september 2019 17:37