Áður höfðu þau Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem hefur notið mikilla vinsælda sem ferðabloggarar á samfélagsmiðlum, verið nafngreind sem fangar í fangelsinu. Voru þau handtekinn á ferðalagi í byrjun júní. Haft var eftir fréttamanni persnesku sjónvarpsstöðvarinnar Manoto TV að parið hafði verið handtekið í grennd við Tehran fyrir að fljúga dróna.
Sjá einnig: Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir
Fangelsið hefur um árabil verið þekkt fyrir að hýsa pólitíska fanga og hafa stjórnendur fangelsisins ítrekað verið sakaðir um að fremja alvarleg mannréttindabrot í garð fólksins sem þar er í haldi.
Gilbert er sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda og kennir við háskólann í Melbourne. Ekki er vitað fyrir hvaða sakir hún var fangelsuð en að sögn Times eru tíu ára fangelsisdómar alla jafna gefnir fyrir njósnir.
Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Gilbert segjast þau treysta á diplómatískar leiðir til þess að fá Gilbert úr fangelsinu og aftur heim til Ástralíu.
Hér að neðan má sjá viðtal við Gilbert frá árinu 2017.