Nasistakrot í hermannakirkjugarði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2019 11:16 Skemmdarvargarnir krotuðu allskonar níðorð í kirkjugarðinum. epa/ ROB ENGELAAR Skemmdarvargar krotuðu meðal annars hakakross í seinni heimsstyrjaldar kirkjugarði breska samveldisins í Hollandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Handahófskenndir stafir voru spreyjaðir á marga legsteinanna í Mierlo kirkjugarðinum, nærri Eindhoven í suðurhluta Hollands. Stríðsgrafaumboð samveldisins (CWGC) sagðist „blöskra“ vegna skemmdarverkanna, en aðeins nokkrir dagar eru síðan önnur skemmdarverk voru unnin í kirkjugarðinum. Síðar í mánuðinum mun Karl Bretaprins vera viðstaddur minningarathafnar í Hollandi vegna Bardagans af Arnhem sem fór fram árið 1944. Minningarathöfnin mun marka 75 ára afmæli frelsunar Hollands undan oki nasistanna.Krotað var nærri á hvern einasta flöt í kirkjugarðinum.EPA/ROB ENGELAARÍ Mierlo kirkjugarðinum hvíla 664 hermenn breska samveldisins og einn hollenskur hermaður. Meðal þess sem var krotað í garðinum er „MH17 lygin,“ sem vísar til hraps flugvélar flugfélags Malasíu í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 sem varð 298 manns að bana, þar á meðal 193 Hollendinga. Alþjóðlegir rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hafi orðið fyrir rússneskri Buk eldflaug, sem skotið var af svæði sem var undir yfirráðum aðskilnaðarsinna sem nutu stuðning Rússa.Spreyjað var á nærri hvern einn og einasta legstein í kirkjugarðinum.epa/ ROB ENGELAARCWGC sagði það „erfitt að sjá skemmdarverkin sem unnin voru á legsteinunum sjálfum og að baki hverrar einnar og einustu grafar væri saga manneskju sem fórnaði sér.“ Hollenska fréttastofan Omroep Brabant sagði hollensku þjóðina vera í áfalli og reiða vegna skemmdarverkanna. Einn fréttamanna Omroep Brabant sagði þetta ekki smákrot, krotað hafi verið nærri alls staðar. „Stafir hafa verið krotaðir á nærri hvern einn og einasta legstein. [Þetta er] ótrúlegt.“ Kona sem talað var við sagðist vera sorgmædd og í áfalli og sagði foreldra sína hafa hjálpað til við að sjá um kirkjugarðinn í áraraðir.Op het 'Mierlo War Cemetery' in #Mierlo zijn vannacht diverse graven en monumenten beklad. We nemen de zaak zeer serieus en zijn een uitgebreid onderzoek gestart. Daarbij kunnen we tips goed gebruiken! pic.twitter.com/cRIZ5YPJyA — Politie Oost-Brabant (@politieob) September 13, 2019 „Hjarta mitt grætur. Hér eru grafnir 17 og 18 ára gamlir drengir sem frelsuðu okkur.“ Hollenska lögreglan tísti ákalli til almennings um að hafa samband ef einhver hefði upplýsingar sem gætu upplýst um hverjir gerendurnir væru. Bretland Holland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Skemmdarvargar krotuðu meðal annars hakakross í seinni heimsstyrjaldar kirkjugarði breska samveldisins í Hollandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Handahófskenndir stafir voru spreyjaðir á marga legsteinanna í Mierlo kirkjugarðinum, nærri Eindhoven í suðurhluta Hollands. Stríðsgrafaumboð samveldisins (CWGC) sagðist „blöskra“ vegna skemmdarverkanna, en aðeins nokkrir dagar eru síðan önnur skemmdarverk voru unnin í kirkjugarðinum. Síðar í mánuðinum mun Karl Bretaprins vera viðstaddur minningarathafnar í Hollandi vegna Bardagans af Arnhem sem fór fram árið 1944. Minningarathöfnin mun marka 75 ára afmæli frelsunar Hollands undan oki nasistanna.Krotað var nærri á hvern einasta flöt í kirkjugarðinum.EPA/ROB ENGELAARÍ Mierlo kirkjugarðinum hvíla 664 hermenn breska samveldisins og einn hollenskur hermaður. Meðal þess sem var krotað í garðinum er „MH17 lygin,“ sem vísar til hraps flugvélar flugfélags Malasíu í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 sem varð 298 manns að bana, þar á meðal 193 Hollendinga. Alþjóðlegir rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hafi orðið fyrir rússneskri Buk eldflaug, sem skotið var af svæði sem var undir yfirráðum aðskilnaðarsinna sem nutu stuðning Rússa.Spreyjað var á nærri hvern einn og einasta legstein í kirkjugarðinum.epa/ ROB ENGELAARCWGC sagði það „erfitt að sjá skemmdarverkin sem unnin voru á legsteinunum sjálfum og að baki hverrar einnar og einustu grafar væri saga manneskju sem fórnaði sér.“ Hollenska fréttastofan Omroep Brabant sagði hollensku þjóðina vera í áfalli og reiða vegna skemmdarverkanna. Einn fréttamanna Omroep Brabant sagði þetta ekki smákrot, krotað hafi verið nærri alls staðar. „Stafir hafa verið krotaðir á nærri hvern einn og einasta legstein. [Þetta er] ótrúlegt.“ Kona sem talað var við sagðist vera sorgmædd og í áfalli og sagði foreldra sína hafa hjálpað til við að sjá um kirkjugarðinn í áraraðir.Op het 'Mierlo War Cemetery' in #Mierlo zijn vannacht diverse graven en monumenten beklad. We nemen de zaak zeer serieus en zijn een uitgebreid onderzoek gestart. Daarbij kunnen we tips goed gebruiken! pic.twitter.com/cRIZ5YPJyA — Politie Oost-Brabant (@politieob) September 13, 2019 „Hjarta mitt grætur. Hér eru grafnir 17 og 18 ára gamlir drengir sem frelsuðu okkur.“ Hollenska lögreglan tísti ákalli til almennings um að hafa samband ef einhver hefði upplýsingar sem gætu upplýst um hverjir gerendurnir væru.
Bretland Holland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira