Fór ekki út úr húsi án hárkollunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2019 10:20 Sara gekk á tímabili með húfu heima hjá sér vegna þess að hún vildi ekki sjá sig sköllótta í speglinum. Stöð 2 Sara Snorradóttir fór aldrei út án þess að vera með hárkollu og var meira að segja alltaf með húfu heima hjá sér því hún gat ekki horft á sig sköllótta í speglinum. Í dag tekur hún hins vegar þátt í ljósmyndasýningu þar sem hún sýnir bæði örin og örstutt hárið sem er að koma aftur eftir krabbameinsmeðferð. Þetta er ein af sögunum sem við heyrum í Íslandi í dag í tengslum við ljósmyndasýninguna „Skapa örin manninn“ á vegum Krafts. Ljósmyndasýningin er í tilefni af 20 ára afmæli Krafts en á myndunum er raunveruleiki nokkurra ungmenna sem hafa greinst með krabbamein fangaður. Á myndunum sýna þau örin sín eða bert, hárlaust höfuðið sem oft fylgir krabbameinsmeðferð. Ljósmyndarinn Kári Sverrisson tók myndirnar og hafði frumkvæði að sýningunni. „Ég greindist fyrst í ágúst 2017, þá greindist ég með Hopkins, eitlafrumukrabbamein og fór þá í meðferð í sex mánuði. [Þá] átti ég að vera laus en því miður kom það aftur upp núna í janúar. Ég er í meðferð við því eins og stendur við því, þannig vonandi tekst það á endanum,“ segir Sara Snorradóttir, fyrirsæta í sýningunni. Sara missti hárið alveg í seinni meðferðinni sinni og hún segir það hafa verið virkilega erfitt. Hárið hafi verið stór partur af sjálfsmynd hennar og hún hafi ekki vitað hvernig hún ætti að takast á við hármissinn.Hún hefur falið hárleysið með því að vera með hárkollu frá því hún missti hárið. „Ég gat ekki falið krabbameinið. Ég var svo stressuð í rauninni yfir því að geta ekki haldið áfram að fela það en hárkollan í raun og veru bjargað því og fólk tók ekki eftir því að ég væri með hárkollu,“ segir Sara. Hún fór aldrei út úr húsi án þess að vera annað hvort með hárkollu eða húfu. Auk þess gekk hún um með húfu heima hjá sér, henni var kalt og þótti óþægilegt að sjá sjálfa sig í speglinum.Hulda segist vera mjög stolt af félagsmönnunum sem sátu fyrir í ljósmyndasýningunni.Stöð 2„Mér fannst að fara út með hárkolluna þá gat ég falið það, þá gat ég verið bara ég, Sara, gamla Sara, ekki Sara sem var stimpluð með krabbamein og það var svolítið gott því að fólk vildi kannski viðhalda einhverri vorkunnsemi við mann af því maður var með krabbamein,“ segir hún. Hún vildi bara fá að vera hún sjálf, gamla Sara, en ekki Sara með krabbameinsstimpil á enninu sem allir finndu sig knúna til að vorkenna. „Þú situr kannski heima og ert að hugsa um þetta allan daginn. Svo hefurðu þig út og gerir eitthvað skemmtilegt en þá vilja allir tala um þetta við þig. Þá viltu kannski frekar fá að vera bara „ég“ og hafa gaman,“ segir Sara. Hún vill að fólk horfi á sýninguna og sjái að þetta fólk, sem hefur svona „svakalega sögu“, sem manneskjur. „Ég er bara ég og þau eru bara þau.“Ljósmyndasýningin er til sýnist fyrir framan Hörpu.stöð 2Framkvæmdarstjóri Krafts, Hulda Hjálmarsdóttir, er stolt af þátttakendunum og sýningunni sem sýna mikið hugrekki með því að koma fram á sýningunni svona berskjölduð. „Við erum ótrúlega stolt af því að fá að vera með hana til sýnis hér fyrir utan Hörpu og fá að starfa með svona ótrúlega hæfileikaríku fólki eins og Kára Sverris og þeim sem koma að sýningunni.“ „Það er það sem við hjá Krafti höfum mikið verið að standa fyrir er að tala opinskátt um veikindin, um hlutina eins og þeir eru og að við getum komið til dyranna eins og við erum klædd. Við eigum ekki að þurfa að fela örin okkar eða að við séum sköllótt eða með einn fót út af því að þetta er vitnisburður um okkar sigra og í rauninni að við séum á lífi,“ segir Hulda. Ísland í dag Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Sara Snorradóttir fór aldrei út án þess að vera með hárkollu og var meira að segja alltaf með húfu heima hjá sér því hún gat ekki horft á sig sköllótta í speglinum. Í dag tekur hún hins vegar þátt í ljósmyndasýningu þar sem hún sýnir bæði örin og örstutt hárið sem er að koma aftur eftir krabbameinsmeðferð. Þetta er ein af sögunum sem við heyrum í Íslandi í dag í tengslum við ljósmyndasýninguna „Skapa örin manninn“ á vegum Krafts. Ljósmyndasýningin er í tilefni af 20 ára afmæli Krafts en á myndunum er raunveruleiki nokkurra ungmenna sem hafa greinst með krabbamein fangaður. Á myndunum sýna þau örin sín eða bert, hárlaust höfuðið sem oft fylgir krabbameinsmeðferð. Ljósmyndarinn Kári Sverrisson tók myndirnar og hafði frumkvæði að sýningunni. „Ég greindist fyrst í ágúst 2017, þá greindist ég með Hopkins, eitlafrumukrabbamein og fór þá í meðferð í sex mánuði. [Þá] átti ég að vera laus en því miður kom það aftur upp núna í janúar. Ég er í meðferð við því eins og stendur við því, þannig vonandi tekst það á endanum,“ segir Sara Snorradóttir, fyrirsæta í sýningunni. Sara missti hárið alveg í seinni meðferðinni sinni og hún segir það hafa verið virkilega erfitt. Hárið hafi verið stór partur af sjálfsmynd hennar og hún hafi ekki vitað hvernig hún ætti að takast á við hármissinn.Hún hefur falið hárleysið með því að vera með hárkollu frá því hún missti hárið. „Ég gat ekki falið krabbameinið. Ég var svo stressuð í rauninni yfir því að geta ekki haldið áfram að fela það en hárkollan í raun og veru bjargað því og fólk tók ekki eftir því að ég væri með hárkollu,“ segir Sara. Hún fór aldrei út úr húsi án þess að vera annað hvort með hárkollu eða húfu. Auk þess gekk hún um með húfu heima hjá sér, henni var kalt og þótti óþægilegt að sjá sjálfa sig í speglinum.Hulda segist vera mjög stolt af félagsmönnunum sem sátu fyrir í ljósmyndasýningunni.Stöð 2„Mér fannst að fara út með hárkolluna þá gat ég falið það, þá gat ég verið bara ég, Sara, gamla Sara, ekki Sara sem var stimpluð með krabbamein og það var svolítið gott því að fólk vildi kannski viðhalda einhverri vorkunnsemi við mann af því maður var með krabbamein,“ segir hún. Hún vildi bara fá að vera hún sjálf, gamla Sara, en ekki Sara með krabbameinsstimpil á enninu sem allir finndu sig knúna til að vorkenna. „Þú situr kannski heima og ert að hugsa um þetta allan daginn. Svo hefurðu þig út og gerir eitthvað skemmtilegt en þá vilja allir tala um þetta við þig. Þá viltu kannski frekar fá að vera bara „ég“ og hafa gaman,“ segir Sara. Hún vill að fólk horfi á sýninguna og sjái að þetta fólk, sem hefur svona „svakalega sögu“, sem manneskjur. „Ég er bara ég og þau eru bara þau.“Ljósmyndasýningin er til sýnist fyrir framan Hörpu.stöð 2Framkvæmdarstjóri Krafts, Hulda Hjálmarsdóttir, er stolt af þátttakendunum og sýningunni sem sýna mikið hugrekki með því að koma fram á sýningunni svona berskjölduð. „Við erum ótrúlega stolt af því að fá að vera með hana til sýnis hér fyrir utan Hörpu og fá að starfa með svona ótrúlega hæfileikaríku fólki eins og Kára Sverris og þeim sem koma að sýningunni.“ „Það er það sem við hjá Krafti höfum mikið verið að standa fyrir er að tala opinskátt um veikindin, um hlutina eins og þeir eru og að við getum komið til dyranna eins og við erum klædd. Við eigum ekki að þurfa að fela örin okkar eða að við séum sköllótt eða með einn fót út af því að þetta er vitnisburður um okkar sigra og í rauninni að við séum á lífi,“ segir Hulda.
Ísland í dag Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira