Ólíklegt að Sjálfstæðismönnum verði að ósk sinni um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2019 20:30 Ólíklegt er að til einkavæðingar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar komi á þessu kjörtímabili þrátt fyrir áhuga Sjálfstæðismanna vegna andstöðu innan hinna stjórnarflokkanna. Tekjur flugstöðvarinnar hafa rúmlega þrefaldast á síðustu sjö árum og myndu færa nýjum eigendum tugi milljarða í árstekjur í framtíðinni. Innan Sjálfstæðisflokksins er áhugi á að selja hluta flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eða flugstöðina alla, sem í raun þýðir sölu á flugvellinum því hann verður illa skilinn frá starfsemi flugstöðvarinnar. Tekjur flugstöðvarinnar, sem í dag er opinbert hlutafélag, hafa aukist gífurlega á undanförnum sjö árum. Heildartekjurnar voru 6,9 milljarðar árið 2011 en í fyrra höfðu þær rúmlega þrefaldast þegar þær voru rúmir 23 milljarðar. Það er því eftir töluverðu að sækjast fyrir einkaaðila með kaupum á flugstöðinni.Heildartekjur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2011 til 2018.Er þetta eitthvað sem Vinstri græn munu samþykkja á meðan þeir eru í ríkisstjórn? „Það get ég ekki séð. Það þarf engan að undra að það sé ólík áhersla á milli þessara tveggja stjórnarflokka í svona málum,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Enda væri þá verið að færa einokunarfyrirtæki í hendur einkaaðila þar sem öðrum sambærilegum flugvöllum væri ekki til að dreifa á landinu. Á sama tímabili eykst afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta úr rúmum tveimur milljörðum í tæpa sjö. Með fjölgun ferðamanna hefur þurft að stækka flugstöðina hratt og bæta ýmsa aðstöðu.Afkoma flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir fjármagnsliði og skatta á árunum 2011 til 2018.Þannig var framkvæmt fyrir aðeins 506 milljónir árið 2011, mest fyrir rúma 13 milljarða árið 2017 og um tæpa 5,3 milljarða í fyrra. Áætlanir gera síðan ráð uppbyggingu fyrir tugi milljarða á næstu árum. Rekstur flugvallarins og þar með flugstöðvarinnar hefur staðið undir framkvæmdunum og lánum vegna þeirra án þess að ríkissjóður þyrfti að veita ríkisábyrgð fyrir lánunum. Í framtíðinni mun flugvöllurinn tryggja eigendum sínum tugi milljarða í tekjur á hverju ári og ef flugvöllurinn yrði einkavæddur tæki ekki mörg ár að fá kaupverðið til baka. Þar með yrði einokunarfyrirtæki komiðí hendur einkaaðila, að hluta eða öllu leyti. „Þetta er gátt inn, þrátt fyrir að það séu einhverjar hafnir, þá er þetta gáttin inn í landið. Að ætla að selja hana einkaaðilum er pilsfaldakapitalismi sem mér hugnast ekki,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.Fjárfestingar í flugstöðinni frá árinu 2011 til 2018. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Ólíklegt er að til einkavæðingar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar komi á þessu kjörtímabili þrátt fyrir áhuga Sjálfstæðismanna vegna andstöðu innan hinna stjórnarflokkanna. Tekjur flugstöðvarinnar hafa rúmlega þrefaldast á síðustu sjö árum og myndu færa nýjum eigendum tugi milljarða í árstekjur í framtíðinni. Innan Sjálfstæðisflokksins er áhugi á að selja hluta flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eða flugstöðina alla, sem í raun þýðir sölu á flugvellinum því hann verður illa skilinn frá starfsemi flugstöðvarinnar. Tekjur flugstöðvarinnar, sem í dag er opinbert hlutafélag, hafa aukist gífurlega á undanförnum sjö árum. Heildartekjurnar voru 6,9 milljarðar árið 2011 en í fyrra höfðu þær rúmlega þrefaldast þegar þær voru rúmir 23 milljarðar. Það er því eftir töluverðu að sækjast fyrir einkaaðila með kaupum á flugstöðinni.Heildartekjur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2011 til 2018.Er þetta eitthvað sem Vinstri græn munu samþykkja á meðan þeir eru í ríkisstjórn? „Það get ég ekki séð. Það þarf engan að undra að það sé ólík áhersla á milli þessara tveggja stjórnarflokka í svona málum,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Enda væri þá verið að færa einokunarfyrirtæki í hendur einkaaðila þar sem öðrum sambærilegum flugvöllum væri ekki til að dreifa á landinu. Á sama tímabili eykst afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta úr rúmum tveimur milljörðum í tæpa sjö. Með fjölgun ferðamanna hefur þurft að stækka flugstöðina hratt og bæta ýmsa aðstöðu.Afkoma flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir fjármagnsliði og skatta á árunum 2011 til 2018.Þannig var framkvæmt fyrir aðeins 506 milljónir árið 2011, mest fyrir rúma 13 milljarða árið 2017 og um tæpa 5,3 milljarða í fyrra. Áætlanir gera síðan ráð uppbyggingu fyrir tugi milljarða á næstu árum. Rekstur flugvallarins og þar með flugstöðvarinnar hefur staðið undir framkvæmdunum og lánum vegna þeirra án þess að ríkissjóður þyrfti að veita ríkisábyrgð fyrir lánunum. Í framtíðinni mun flugvöllurinn tryggja eigendum sínum tugi milljarða í tekjur á hverju ári og ef flugvöllurinn yrði einkavæddur tæki ekki mörg ár að fá kaupverðið til baka. Þar með yrði einokunarfyrirtæki komiðí hendur einkaaðila, að hluta eða öllu leyti. „Þetta er gátt inn, þrátt fyrir að það séu einhverjar hafnir, þá er þetta gáttin inn í landið. Að ætla að selja hana einkaaðilum er pilsfaldakapitalismi sem mér hugnast ekki,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.Fjárfestingar í flugstöðinni frá árinu 2011 til 2018.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira