
Sautján ára dómur fyrir manndráp á Austurvelli
Dagur Hoe var fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun í Héraðsdómi Reykjavíkur sumarið 2018. Stakk hann samlanda Sula, Elio Hasani, þrisvar sinnum sömu nótt.
Dómnum úr héraði var áfrýjað til Landsréttar. Þar gerði verjandi Dags kröfu um sýknu en Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, vildi þyngri dóm. Annars vegar sextán ára fangelsi fyrir manndráp og tvö til þrjú ár til viðbótar fyrir tilraunina.
Foreldrar Sula kröfðu Dag um rúmlega 20 milljónir króna í miskabætur. Voru bætur til þeirra úr héraði staðfestar og Dagur dæmdur til greiðslu fjögurra milljóna króna til móður Sula og þriggja milljóna króna til föður hans.
Þá þarf Dagur að greiða Hasanai 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Helgi Magnús segir niðurstöðuna ásættanlega fyrir ákæruvaldið.
Tengdar fréttir

Neitar sök í manndrápsmáli
25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök.

Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi
Dagur var dæmdur í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

17 ár fyrir manndráp og tilraun til manndráps: „Ákærði virðist hafa verið hamslaus“
Héraðsdómur Reykjavíkur segir aðeins unnt að styðjast að takmörkuðu leyti við framburð Dags Hoe Sigurðssonar um þá atburði sem gerðust aðfaranótt 3. desember 2017 á Austurvelli en Dagur var í héraðsdómi dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir manndráp og tilraun til manndráps þá nótt.

Grunaður morðingi ber við minnisleysi
Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann.

Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps
Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps.