Sorgarmiðstöð skiptir máli Ína Ólöf Sigurðardóttir, Helena Rós Sigmarsdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir og Anna Lísa Björnsdóttir skrifa 12. september 2019 07:22 Sorgarmiðstöð, sem sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra, verður opnuð í kvöld. Fjögur grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu standa að Sorgarmiðstöð; Birta landssamtök, Gleym mér ei, Ljónshjarta og Ný dögun og stuðningur í sorg. Unnið úr sorginni með aðstoð Sorgarúrvinnsla eflir og styður við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi. Enginn veit hvenær sorgin hellist yfir, eða hvernig ferli sorgarinnar er. Stundum höfum við óraunhæfar hugmyndir um sorgina og bregðumst jafnvel við á óviðeigandi hátt. Fólk getur virst ónærgætið, en í raun heldur það oft að sorgin sé svo persónuleg að það eigi ekki að ræða hana. Sumum finnst erfitt að vera í návist syrgjanda og eftir jarðarför er hinn látni jafnvel ekki nefndur á nafn af því fólk óttast að segja eitthvað óviðeigandi. Það getur verið mjög gagnlegt að ræða við einhvern sem hefur sjálfur gengið í gegnum sorg og veit að hún snýst um að lifa með missinum, en ekki að loka á tilfinningar. Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í sorg geta fækkað geðheilbrigðisvandamálum og hjálpað til að flýta félagslegri endurhæfingu syrgjenda. Þannig getur úrvinnsla úr sorg haft forvarnargildi, vegna sjúkdóma og félagslegs vanda. Opnun Sorgarmiðstöðvar verður kl. 20:00 í Lífsgæðasetri sem áður var St. Jósefsspítali í Hafnarfirði. Þar verða flutt stutt ávörp og fræðsluerindi fyrir syrgjendur. Þið eruð öll velkomin.Höfundar eru stofnendur Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Lísa Björnsdóttir Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Sjá meira
Sorgarmiðstöð, sem sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra, verður opnuð í kvöld. Fjögur grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu standa að Sorgarmiðstöð; Birta landssamtök, Gleym mér ei, Ljónshjarta og Ný dögun og stuðningur í sorg. Unnið úr sorginni með aðstoð Sorgarúrvinnsla eflir og styður við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi. Enginn veit hvenær sorgin hellist yfir, eða hvernig ferli sorgarinnar er. Stundum höfum við óraunhæfar hugmyndir um sorgina og bregðumst jafnvel við á óviðeigandi hátt. Fólk getur virst ónærgætið, en í raun heldur það oft að sorgin sé svo persónuleg að það eigi ekki að ræða hana. Sumum finnst erfitt að vera í návist syrgjanda og eftir jarðarför er hinn látni jafnvel ekki nefndur á nafn af því fólk óttast að segja eitthvað óviðeigandi. Það getur verið mjög gagnlegt að ræða við einhvern sem hefur sjálfur gengið í gegnum sorg og veit að hún snýst um að lifa með missinum, en ekki að loka á tilfinningar. Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í sorg geta fækkað geðheilbrigðisvandamálum og hjálpað til að flýta félagslegri endurhæfingu syrgjenda. Þannig getur úrvinnsla úr sorg haft forvarnargildi, vegna sjúkdóma og félagslegs vanda. Opnun Sorgarmiðstöðvar verður kl. 20:00 í Lífsgæðasetri sem áður var St. Jósefsspítali í Hafnarfirði. Þar verða flutt stutt ávörp og fræðsluerindi fyrir syrgjendur. Þið eruð öll velkomin.Höfundar eru stofnendur Sorgarmiðstöðvar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun