Vestnorrænt samstarf til framtíðar Vivian Motzfeldt og Guðjón S. Brjánsson og Kári Páll Højgaard skrifa 12. september 2019 07:00 Nú er dásamlegu sumri á Vestur-Norðurlöndum lokið. Sumarið er langþráður tími hjá okkur sem búum norður við heimskaut þar sem við njótum sólríkra daga og bjartra nátta. Undanfarnir mánuðir hafa líka verið öllum okkur tilefni til þess að minnast tímamóta í sögu okkar þjóða. Í vor fögnuðu Færeyingar 100 ára afmæli „Merkisins“, færeyska þjóðfánans. 17. júní varð íslenska lýðveldið 75 ára og 21. júní fögnuðu Grænlendingar 10 ára sjálfsstjórn.Guðjón S. BrjánssonVið gleðjumst hvert með öðru yfir þessum merku tímamótum. Þau gefa okkur líka tilefni til að fagna áralöngu samstarfi þjóðanna þriggja. Það samstarf hefur reynst öllum mjög vel. Í okkar augum er vestnorrænt samstarf þó enn að miklu leyti óplægður akur. Augu stórvelda heimsins hafa nú aftur opnast fyrir okkar svæði og þá er aukin samvinna landanna þriggja enn mikilvægari en áður. Vestnorræna ráðið er einn af hornsteinum vestnorræns samstarfs þar sem þingmenn þjóðanna koma reglulega saman og ræða hagsmunamál landanna þriggja. Á næsta ári fögnum við raunar sjálf tímamótum þegar 35 ár verða liðin frá því að ráðið okkar var sett á fót.Kári Páll HøjgaardVið ræðum ávallt þau hagsmunamál sem helst brenna á okkur hverju sinni. Nú í vetur beinum við t.d. sjónum okkar að tungumálunum okkar sem eru hornsteinn hvers samfélags. Tungumálin veita okkur öllum innri styrk en að þeim er líka sótt. Þarna getum við ýmislegt lært hvert af öðru. Framtíð vestnorræns samstarfs er björt og við hlökkum til verkefna komandi vetrar og líflegra umræðna þegar Vestnorræna ráðið kemur saman til ársfundar í Nuuk í október. Höfundar eru meðlimir í forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Nú er dásamlegu sumri á Vestur-Norðurlöndum lokið. Sumarið er langþráður tími hjá okkur sem búum norður við heimskaut þar sem við njótum sólríkra daga og bjartra nátta. Undanfarnir mánuðir hafa líka verið öllum okkur tilefni til þess að minnast tímamóta í sögu okkar þjóða. Í vor fögnuðu Færeyingar 100 ára afmæli „Merkisins“, færeyska þjóðfánans. 17. júní varð íslenska lýðveldið 75 ára og 21. júní fögnuðu Grænlendingar 10 ára sjálfsstjórn.Guðjón S. BrjánssonVið gleðjumst hvert með öðru yfir þessum merku tímamótum. Þau gefa okkur líka tilefni til að fagna áralöngu samstarfi þjóðanna þriggja. Það samstarf hefur reynst öllum mjög vel. Í okkar augum er vestnorrænt samstarf þó enn að miklu leyti óplægður akur. Augu stórvelda heimsins hafa nú aftur opnast fyrir okkar svæði og þá er aukin samvinna landanna þriggja enn mikilvægari en áður. Vestnorræna ráðið er einn af hornsteinum vestnorræns samstarfs þar sem þingmenn þjóðanna koma reglulega saman og ræða hagsmunamál landanna þriggja. Á næsta ári fögnum við raunar sjálf tímamótum þegar 35 ár verða liðin frá því að ráðið okkar var sett á fót.Kári Páll HøjgaardVið ræðum ávallt þau hagsmunamál sem helst brenna á okkur hverju sinni. Nú í vetur beinum við t.d. sjónum okkar að tungumálunum okkar sem eru hornsteinn hvers samfélags. Tungumálin veita okkur öllum innri styrk en að þeim er líka sótt. Þarna getum við ýmislegt lært hvert af öðru. Framtíð vestnorræns samstarfs er björt og við hlökkum til verkefna komandi vetrar og líflegra umræðna þegar Vestnorræna ráðið kemur saman til ársfundar í Nuuk í október. Höfundar eru meðlimir í forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar