Lyf innkölluð vegna krabbameinshættu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2019 20:19 Lyfjastofnun hefur innkallað lyf við brjóstsviða- og magasárum af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja að sögn forstjóra Lyfjastofnunar, sem segir þá þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur. Um er að ræða þrjú sérheiti sem fengist hafa á Íslandi og eiga það sameiginlegt að innihalda efnið Raniditin. Um er að ræða brjóstsviðalyfið Zantac og tvær gerðir af Asýran, sem notað er til draga úr framleiðslu magasýru. Nýverið kom í ljós að leifar af krabbameinsvaldandi efni var að finna í sambærilegum lyfjum, og er nú verið að endurmeta slík lyf á vettvangi lyfjastofnana í Evrópu og vestanhafs - til að mynda hér á Íslandi þar sem nú þegar er búið að innkalla lyfin. Ætlað er að rétt rúmlega þúsund Íslendingar hafi neytt þessara lyfja fyrir innköllunina sem forstjóri Lyfjastofnunar segir að þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur. „Nei raunverulega ekki, þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir, þetta er í mjög litlu magni. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Við erum ekki að innkalla frá sjúklingum, þeir þurfa því ekki að breyta neinu. Þeir geta haldið áfram að taka lyfin ef þeir eiga þau til. Það er bara ekki hægt að leysa þau út í apótekum eða dreifa þeim frá heildsölum, segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Önnur meðferðarúrræði séu í boði fyrir þennan hóp. „Það eru aðrir möguleikar, Omeprazol og Esomeprazol sem eru magalyf í sambærilegum flokki og eru miklu algengari hér á landi,“ segir Rúna. Lyfin geti vissulega verið krabbameinsvaldandi séu þau notuð í miklu magni, sem sé þó alla jafna ekki raunin með hin innkölluðu lyf. „Þessi magalyf, oft eru þau notuð í mjög skamman tíma. Þetta er í svo litlu magni að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur en þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það veldur náttúrulega áhyggjum hjá þeim eftirlitsstofnunum að þetta efni skuli finnast í lyfjum,“ sagði Rúna Hauksdótir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Lyfjastofnun hefur innkallað lyf við brjóstsviða- og magasárum af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja að sögn forstjóra Lyfjastofnunar, sem segir þá þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur. Um er að ræða þrjú sérheiti sem fengist hafa á Íslandi og eiga það sameiginlegt að innihalda efnið Raniditin. Um er að ræða brjóstsviðalyfið Zantac og tvær gerðir af Asýran, sem notað er til draga úr framleiðslu magasýru. Nýverið kom í ljós að leifar af krabbameinsvaldandi efni var að finna í sambærilegum lyfjum, og er nú verið að endurmeta slík lyf á vettvangi lyfjastofnana í Evrópu og vestanhafs - til að mynda hér á Íslandi þar sem nú þegar er búið að innkalla lyfin. Ætlað er að rétt rúmlega þúsund Íslendingar hafi neytt þessara lyfja fyrir innköllunina sem forstjóri Lyfjastofnunar segir að þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur. „Nei raunverulega ekki, þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir, þetta er í mjög litlu magni. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Við erum ekki að innkalla frá sjúklingum, þeir þurfa því ekki að breyta neinu. Þeir geta haldið áfram að taka lyfin ef þeir eiga þau til. Það er bara ekki hægt að leysa þau út í apótekum eða dreifa þeim frá heildsölum, segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Önnur meðferðarúrræði séu í boði fyrir þennan hóp. „Það eru aðrir möguleikar, Omeprazol og Esomeprazol sem eru magalyf í sambærilegum flokki og eru miklu algengari hér á landi,“ segir Rúna. Lyfin geti vissulega verið krabbameinsvaldandi séu þau notuð í miklu magni, sem sé þó alla jafna ekki raunin með hin innkölluðu lyf. „Þessi magalyf, oft eru þau notuð í mjög skamman tíma. Þetta er í svo litlu magni að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur en þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það veldur náttúrulega áhyggjum hjá þeim eftirlitsstofnunum að þetta efni skuli finnast í lyfjum,“ sagði Rúna Hauksdótir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55