Lyf innkölluð vegna krabbameinshættu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2019 20:19 Lyfjastofnun hefur innkallað lyf við brjóstsviða- og magasárum af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja að sögn forstjóra Lyfjastofnunar, sem segir þá þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur. Um er að ræða þrjú sérheiti sem fengist hafa á Íslandi og eiga það sameiginlegt að innihalda efnið Raniditin. Um er að ræða brjóstsviðalyfið Zantac og tvær gerðir af Asýran, sem notað er til draga úr framleiðslu magasýru. Nýverið kom í ljós að leifar af krabbameinsvaldandi efni var að finna í sambærilegum lyfjum, og er nú verið að endurmeta slík lyf á vettvangi lyfjastofnana í Evrópu og vestanhafs - til að mynda hér á Íslandi þar sem nú þegar er búið að innkalla lyfin. Ætlað er að rétt rúmlega þúsund Íslendingar hafi neytt þessara lyfja fyrir innköllunina sem forstjóri Lyfjastofnunar segir að þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur. „Nei raunverulega ekki, þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir, þetta er í mjög litlu magni. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Við erum ekki að innkalla frá sjúklingum, þeir þurfa því ekki að breyta neinu. Þeir geta haldið áfram að taka lyfin ef þeir eiga þau til. Það er bara ekki hægt að leysa þau út í apótekum eða dreifa þeim frá heildsölum, segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Önnur meðferðarúrræði séu í boði fyrir þennan hóp. „Það eru aðrir möguleikar, Omeprazol og Esomeprazol sem eru magalyf í sambærilegum flokki og eru miklu algengari hér á landi,“ segir Rúna. Lyfin geti vissulega verið krabbameinsvaldandi séu þau notuð í miklu magni, sem sé þó alla jafna ekki raunin með hin innkölluðu lyf. „Þessi magalyf, oft eru þau notuð í mjög skamman tíma. Þetta er í svo litlu magni að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur en þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það veldur náttúrulega áhyggjum hjá þeim eftirlitsstofnunum að þetta efni skuli finnast í lyfjum,“ sagði Rúna Hauksdótir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Lyfjastofnun hefur innkallað lyf við brjóstsviða- og magasárum af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja að sögn forstjóra Lyfjastofnunar, sem segir þá þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur. Um er að ræða þrjú sérheiti sem fengist hafa á Íslandi og eiga það sameiginlegt að innihalda efnið Raniditin. Um er að ræða brjóstsviðalyfið Zantac og tvær gerðir af Asýran, sem notað er til draga úr framleiðslu magasýru. Nýverið kom í ljós að leifar af krabbameinsvaldandi efni var að finna í sambærilegum lyfjum, og er nú verið að endurmeta slík lyf á vettvangi lyfjastofnana í Evrópu og vestanhafs - til að mynda hér á Íslandi þar sem nú þegar er búið að innkalla lyfin. Ætlað er að rétt rúmlega þúsund Íslendingar hafi neytt þessara lyfja fyrir innköllunina sem forstjóri Lyfjastofnunar segir að þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur. „Nei raunverulega ekki, þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir, þetta er í mjög litlu magni. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Við erum ekki að innkalla frá sjúklingum, þeir þurfa því ekki að breyta neinu. Þeir geta haldið áfram að taka lyfin ef þeir eiga þau til. Það er bara ekki hægt að leysa þau út í apótekum eða dreifa þeim frá heildsölum, segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Önnur meðferðarúrræði séu í boði fyrir þennan hóp. „Það eru aðrir möguleikar, Omeprazol og Esomeprazol sem eru magalyf í sambærilegum flokki og eru miklu algengari hér á landi,“ segir Rúna. Lyfin geti vissulega verið krabbameinsvaldandi séu þau notuð í miklu magni, sem sé þó alla jafna ekki raunin með hin innkölluðu lyf. „Þessi magalyf, oft eru þau notuð í mjög skamman tíma. Þetta er í svo litlu magni að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur en þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það veldur náttúrulega áhyggjum hjá þeim eftirlitsstofnunum að þetta efni skuli finnast í lyfjum,“ sagði Rúna Hauksdótir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55