„Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2019 12:45 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nýjan samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu snúa að þúsundum vegfarenda í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu - ekki sig eða Dag B. Eggertsson. Vísir/Vilhem Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. Ráðherrann segir þetta tilraun til að rugla umræðuna, enda snúi samgöngubæturnar að þeim þúsundum höfuðborgarbúa sem sitja fastir í umferðinni - ekki sig eða borgarstjóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur tvívegis á undanförnum dögum sakað Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um að standa straum af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í Reykjavík, með aðkomu ríkisins að fjármögnun samgöngusáttmálans sem undirritaður var í vikunni.Sjá einnig: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Það gerði hann til að mynda í grein í Morgunblaðinu í morgun, sem einfaldlega ber yfirskriftina Sjálfstæðisflokkurinn fjármagnar kosningaloforð Samfylkingarinnar, þar sem hann segir samgöngusáttmálann ekki í anda þess sem flokkur fjármálaráherra barðist fyrir í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík,“ sagði Sigmundur í samtali við Reykjavík síðdegis í vikunni.Þúsundir vegfarenda > Tveir embættismenn Í þessu samhengi má nefna að allir bæjarstjórarnir sem eiga aðild að samkomulaginu, að Degi borgarstjóra undanskildum, eru samflokksmenn fjármálaráðherra. Hann gefur enda lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ef hann hefur ekkert merkilegra fram að færa í svona risastóru máli, sem teygir sig yfir 15 ár og snertir 220 þúsund manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að þá kemur hann mjög fátæklega búinn til umræðunnar,“ segir Bjarni Benediktsson. Gagnrýnin sé því til eins fallin að rugla umræðuna. „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson. Þetta snýst um þær þúsundir sem eru fastar í umferðinni hérna á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem bíður eftir því að það verði greitt úr umferðarhnútunum. Fólk sem vill hafa meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Fyrir atvinnulífið sem þarf meiri framleiðni í sinni starfsemi og vill ekki að fólk sé fast í umferðarhnútum - um það snýst þetta mál,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta séu einhvers konar varnarviðbrögð til þess að rugla umræðuna, en þetta er afskaplega fátæklegt innlegg.“ Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. Ráðherrann segir þetta tilraun til að rugla umræðuna, enda snúi samgöngubæturnar að þeim þúsundum höfuðborgarbúa sem sitja fastir í umferðinni - ekki sig eða borgarstjóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur tvívegis á undanförnum dögum sakað Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um að standa straum af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í Reykjavík, með aðkomu ríkisins að fjármögnun samgöngusáttmálans sem undirritaður var í vikunni.Sjá einnig: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Það gerði hann til að mynda í grein í Morgunblaðinu í morgun, sem einfaldlega ber yfirskriftina Sjálfstæðisflokkurinn fjármagnar kosningaloforð Samfylkingarinnar, þar sem hann segir samgöngusáttmálann ekki í anda þess sem flokkur fjármálaráherra barðist fyrir í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík,“ sagði Sigmundur í samtali við Reykjavík síðdegis í vikunni.Þúsundir vegfarenda > Tveir embættismenn Í þessu samhengi má nefna að allir bæjarstjórarnir sem eiga aðild að samkomulaginu, að Degi borgarstjóra undanskildum, eru samflokksmenn fjármálaráðherra. Hann gefur enda lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ef hann hefur ekkert merkilegra fram að færa í svona risastóru máli, sem teygir sig yfir 15 ár og snertir 220 þúsund manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að þá kemur hann mjög fátæklega búinn til umræðunnar,“ segir Bjarni Benediktsson. Gagnrýnin sé því til eins fallin að rugla umræðuna. „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson. Þetta snýst um þær þúsundir sem eru fastar í umferðinni hérna á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem bíður eftir því að það verði greitt úr umferðarhnútunum. Fólk sem vill hafa meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Fyrir atvinnulífið sem þarf meiri framleiðni í sinni starfsemi og vill ekki að fólk sé fast í umferðarhnútum - um það snýst þetta mál,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta séu einhvers konar varnarviðbrögð til þess að rugla umræðuna, en þetta er afskaplega fátæklegt innlegg.“
Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00