Flutningshringekja kallar á alvarlega athugun Fiskistofu Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2019 07:30 Skýrt er í lögum að ekki má flytja veiðiheimildir frá krókaaflamarksbátum yfir á aflamarksbáta. Það hefur hins vegar verið gert. Fréttablaðið/Pjetur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent Fiskistofu leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd laga um stjórnun fiskveiða þar sem útgerðir höfðu flutt makrílkvóta á krókaaflamarksskip í jöfnum skiptum fyrir þorsk yfir á aflamarksbáta. Í lögum um stjórn fiskveiða er á hreinu að flutningur veiðiheimilda frá krókaaflamarki til aflamarksbáta er með öllu óheimill. Þegar lög voru sett um stjórn veiða á makríl var úthlutað bæði til aflamarksbáta og krókaaflamarksbáta. Síðan gerist það að hægt var að flytja aflamark í makríl frá aflamarksskipum til krókaaflamarksskipa og jafna það út með veiðiheimildum í öðrum tegundum. Ráðuneytið hefur því ákveðið að útskýra lög um stjórn fiskveiða fyrir Fiskistofu. Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að Landssamband smábátaeigenda, LS, teldi krókaaflamarkskerfið hafa orðið fyrir skipulegri árás þar sem útgerðarmenn hafi nýtt sér gloppu í regluverkinu. Telja þeir óskiljanlegt að leyft hafi verið að flytja aflamark úr krókaaflamarkskerfinu yfir á skip í aflamarki. Í bréfi ráðuneytisins segir að flutningur krókaflamarks í bolfisk úr krókaaflamarkskerfinu sé takmarkaður og ekki sé ætlunin að opna fyrir flutning bolfiskheimilda úr krókaaflamarkskerfinu yfir á aflamarksbáta.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra„Af framangreindu leiðir að þær tilfærslur þar sem krókaflamark hefur verið látið til aflamarksskipa í B flokk í skiptum fyrir aflamark í makríl eru í bága við ákvæði laga um stjórn fiskveiða. Ákvörðun um flutning aflamarks á milli skipa er stjórnvaldsákvörðun,“ segir í bréfi ráðuneytisins til Fiskistofu. „Um afturköllun ólögmætra ákvarðana er fjallað í 25. gr. stjórnsýslulaga og telur ráðuneytið tilefni til að Fiskistofa skoði hvort ástæða sé að beita þeim heimildum varðandi flutning á krókaflamarki til aflamarksskipa fyrir aflamark í makríl.“ Í lögum um stjórn fiskveiða segir að útgerðaraðila fiskiskips er heimilt að flytja aflamarkið milli skipa ef veiðiheimildir skipsins verði ekki umfram getu skipsins til veiða. Ráðuneytið bendir Fiskistofu á að kerfisbundnar færslur sem hafI þann tilgang að sniðganga ákvæði laga um stjórn fiskveiða með einskonar „flutnings-hringekju“ kalli á alvarlega athugun Fiskistofu um það hvort slíkir aflamarksflutnignar rúmist innan heimildar ákvæðisins. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent Fiskistofu leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd laga um stjórnun fiskveiða þar sem útgerðir höfðu flutt makrílkvóta á krókaaflamarksskip í jöfnum skiptum fyrir þorsk yfir á aflamarksbáta. Í lögum um stjórn fiskveiða er á hreinu að flutningur veiðiheimilda frá krókaaflamarki til aflamarksbáta er með öllu óheimill. Þegar lög voru sett um stjórn veiða á makríl var úthlutað bæði til aflamarksbáta og krókaaflamarksbáta. Síðan gerist það að hægt var að flytja aflamark í makríl frá aflamarksskipum til krókaaflamarksskipa og jafna það út með veiðiheimildum í öðrum tegundum. Ráðuneytið hefur því ákveðið að útskýra lög um stjórn fiskveiða fyrir Fiskistofu. Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að Landssamband smábátaeigenda, LS, teldi krókaaflamarkskerfið hafa orðið fyrir skipulegri árás þar sem útgerðarmenn hafi nýtt sér gloppu í regluverkinu. Telja þeir óskiljanlegt að leyft hafi verið að flytja aflamark úr krókaaflamarkskerfinu yfir á skip í aflamarki. Í bréfi ráðuneytisins segir að flutningur krókaflamarks í bolfisk úr krókaaflamarkskerfinu sé takmarkaður og ekki sé ætlunin að opna fyrir flutning bolfiskheimilda úr krókaaflamarkskerfinu yfir á aflamarksbáta.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra„Af framangreindu leiðir að þær tilfærslur þar sem krókaflamark hefur verið látið til aflamarksskipa í B flokk í skiptum fyrir aflamark í makríl eru í bága við ákvæði laga um stjórn fiskveiða. Ákvörðun um flutning aflamarks á milli skipa er stjórnvaldsákvörðun,“ segir í bréfi ráðuneytisins til Fiskistofu. „Um afturköllun ólögmætra ákvarðana er fjallað í 25. gr. stjórnsýslulaga og telur ráðuneytið tilefni til að Fiskistofa skoði hvort ástæða sé að beita þeim heimildum varðandi flutning á krókaflamarki til aflamarksskipa fyrir aflamark í makríl.“ Í lögum um stjórn fiskveiða segir að útgerðaraðila fiskiskips er heimilt að flytja aflamarkið milli skipa ef veiðiheimildir skipsins verði ekki umfram getu skipsins til veiða. Ráðuneytið bendir Fiskistofu á að kerfisbundnar færslur sem hafI þann tilgang að sniðganga ákvæði laga um stjórn fiskveiða með einskonar „flutnings-hringekju“ kalli á alvarlega athugun Fiskistofu um það hvort slíkir aflamarksflutnignar rúmist innan heimildar ákvæðisins.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira