Kolefnisjöfnum ferðalagið Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 27. september 2019 09:30 Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarið um loftslagsmál út um allan heim. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040. En auðvitað er þetta ekki einvörðungu verkefni stjórnvalda, við verðum öll að koma að málum, almenningur, opinberir aðilar og atvinnulífið. Í vikunni mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að skylda ferðaþjónustufyrirtæki til að bjóða upp á kolefnisjöfnun. Málið er eitt forgangsmála þingflokks Vinstri grænna á þessu þingi. Ég tel að þetta sé mikilvægt skref fyrir land eins og Ísland sem ætlar sér á næstu árum og áratugum að hafa ferðaþjónustuna sem eina af stærstu atvinnugreinum landsins. Tillagan gengur út á að fela ráðherrum ferðamála, umhverfis og samgangna að flytja lagafrumvarp sem leggur þessa skyldu á fyrirtæki og þjónustuaðila. Flugfélög sem selja ferðir, bílaleigur sem leigja bíla, rútufyrirtæki, ferðaskrifstofur og fleiri myndu þá til dæmis á heimasíðum sínum bjóða fólki að kolefnisjafna ferðina eða þjónustuna sem þau kaupa eftir vottuðu ferli. Þetta væri ekki íþyngjandi fyrir söluaðilana sem uppfæra allt sitt kynningarefni og sölusíður með reglubundnum hætti og valið væri neytandans.Ákvarðanir í þágu umhverfis Með þessari aðferð valdeflum við neytandann, auðveldum honum að leggja sitt af mörkum til að jafna kolefnisfótsporið sem óhjákvæmilega hlýst af nútíma ferðalögum. Að svo stöddu er ekki lagt til að það verði skylda að leggja gjald á þjónustuna, heldur hafa kostnaðinn valkvæðan. Umræða um flugviskubit hefur stungið upp kollinum á undanförnum misserum. Nagandi samviskubit sem fylgir þeirri mengun sem fæst af flugferðum. Það er ljóst að við verðum að breyta ferðavenjum okkar, en það er einnig ljóst að flugsamgöngur og aðrar mengandi samgöngur verða ekki lagðar niður með öllu. Ég tel að með þessu hvetjum við fólk til að taka sjálft jákvæðar ákvarðanir í þágu umhverfisins en skylda ferðaþjónustuaðilans verður að gera fólki auðveldara að taka slíkar ákvarðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarið um loftslagsmál út um allan heim. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040. En auðvitað er þetta ekki einvörðungu verkefni stjórnvalda, við verðum öll að koma að málum, almenningur, opinberir aðilar og atvinnulífið. Í vikunni mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að skylda ferðaþjónustufyrirtæki til að bjóða upp á kolefnisjöfnun. Málið er eitt forgangsmála þingflokks Vinstri grænna á þessu þingi. Ég tel að þetta sé mikilvægt skref fyrir land eins og Ísland sem ætlar sér á næstu árum og áratugum að hafa ferðaþjónustuna sem eina af stærstu atvinnugreinum landsins. Tillagan gengur út á að fela ráðherrum ferðamála, umhverfis og samgangna að flytja lagafrumvarp sem leggur þessa skyldu á fyrirtæki og þjónustuaðila. Flugfélög sem selja ferðir, bílaleigur sem leigja bíla, rútufyrirtæki, ferðaskrifstofur og fleiri myndu þá til dæmis á heimasíðum sínum bjóða fólki að kolefnisjafna ferðina eða þjónustuna sem þau kaupa eftir vottuðu ferli. Þetta væri ekki íþyngjandi fyrir söluaðilana sem uppfæra allt sitt kynningarefni og sölusíður með reglubundnum hætti og valið væri neytandans.Ákvarðanir í þágu umhverfis Með þessari aðferð valdeflum við neytandann, auðveldum honum að leggja sitt af mörkum til að jafna kolefnisfótsporið sem óhjákvæmilega hlýst af nútíma ferðalögum. Að svo stöddu er ekki lagt til að það verði skylda að leggja gjald á þjónustuna, heldur hafa kostnaðinn valkvæðan. Umræða um flugviskubit hefur stungið upp kollinum á undanförnum misserum. Nagandi samviskubit sem fylgir þeirri mengun sem fæst af flugferðum. Það er ljóst að við verðum að breyta ferðavenjum okkar, en það er einnig ljóst að flugsamgöngur og aðrar mengandi samgöngur verða ekki lagðar niður með öllu. Ég tel að með þessu hvetjum við fólk til að taka sjálft jákvæðar ákvarðanir í þágu umhverfisins en skylda ferðaþjónustuaðilans verður að gera fólki auðveldara að taka slíkar ákvarðanir.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar