Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2019 08:39 Sigmundur Davíð segist varpa þessu fram "í ljósi þess að ráðherra [hafi] fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim“. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann spyr hvort hún telji tilefni til að svokallaðar Klúbbsmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins. Þá spyr hann hvort ráðherra telji að þeir verðskuldi frekari skaðabætur fyrir vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðar af hálfu yfirvalda. Sigmundur Davíð segist varpa þessu fram „í ljósi þess að ráðherra [hafi] fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim“.Í gæsluvarðhaldi í 105 daga Svokallaðir Klúbbsmenn – þeir Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Einar Bollason og Valdimar Olsen – voru handteknir snemma árs 1976 vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þeir sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga.Sjá einnig:Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 árSævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Erla Bolladóttir voru síðar sakfelld fyrir að hafa borið rangar sakir á þá Magnús, Einar, Sigurbjörn og Valdimar. Sigurbjörn er nú látinn. Klúbbsmönnum voru greiddar bætur vegna gæsluvarðhaldsvistar sinnar eftir dóm Hæstaréttar árið 1983. Hefur Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, haft þær bætur til viðmiðunar í bótakröfum fyrir sinn skjólstæðing nú.Einar Bollason, Magnús Leópoldsson og Erla Bolladóttir. Einar og Magnús hittust á dögunum í fyrsta skipti síðan árið 1976.Fyrirspurn Sigmundar í heild sinni:1. Í ljósi þess að ráðherra hefur fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim, telur ráðherra rétt að metið verði hvort þeir fjórir einstaklingar sem sannarlega sátu saklausir í einangrunarvist mánuðum saman á fyrri hluta árs 1976, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskuldi frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins?2. Telur ráðherra tilefni til að umræddir aðilar fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins?3. Hefur ráðherra hitt umrædda aðila eða fulltrúa þeirra og ef ekki, væri hann þá reiðubúinn til að hitta þá æski þeir þess? Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann spyr hvort hún telji tilefni til að svokallaðar Klúbbsmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins. Þá spyr hann hvort ráðherra telji að þeir verðskuldi frekari skaðabætur fyrir vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðar af hálfu yfirvalda. Sigmundur Davíð segist varpa þessu fram „í ljósi þess að ráðherra [hafi] fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim“.Í gæsluvarðhaldi í 105 daga Svokallaðir Klúbbsmenn – þeir Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Einar Bollason og Valdimar Olsen – voru handteknir snemma árs 1976 vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þeir sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga.Sjá einnig:Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 árSævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Erla Bolladóttir voru síðar sakfelld fyrir að hafa borið rangar sakir á þá Magnús, Einar, Sigurbjörn og Valdimar. Sigurbjörn er nú látinn. Klúbbsmönnum voru greiddar bætur vegna gæsluvarðhaldsvistar sinnar eftir dóm Hæstaréttar árið 1983. Hefur Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, haft þær bætur til viðmiðunar í bótakröfum fyrir sinn skjólstæðing nú.Einar Bollason, Magnús Leópoldsson og Erla Bolladóttir. Einar og Magnús hittust á dögunum í fyrsta skipti síðan árið 1976.Fyrirspurn Sigmundar í heild sinni:1. Í ljósi þess að ráðherra hefur fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim, telur ráðherra rétt að metið verði hvort þeir fjórir einstaklingar sem sannarlega sátu saklausir í einangrunarvist mánuðum saman á fyrri hluta árs 1976, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskuldi frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins?2. Telur ráðherra tilefni til að umræddir aðilar fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins?3. Hefur ráðherra hitt umrædda aðila eða fulltrúa þeirra og ef ekki, væri hann þá reiðubúinn til að hitta þá æski þeir þess?
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49
Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03