Týndur smali og bátur sem strandaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2019 06:39 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna bátsins sem hafði strandað. Vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu í gærkvöldi að skemmtibáti sem hafði strandað á óþekktum stað á Vestfjörðum. Var einn maður um borð en vitað var að hann hafði haldið frá Þingeyri út á Dýrafjörð fyrr um daginn. Að því er fram kemur í tilkynningu Gæslunnar má upphaf málsins rekja til þess að aðstandendur skipverjans höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óttuðust um afdrif hans en þá voru nokkrar klukkustundir liðnar frá því að hann lagði af stað frá Þingeyri. Óskaði Landhelgisgæslan eftir því að sjófarendur í grenndinni svipuðust um eftir honum. Sú eftirgrennslan bar fljótlega árangur og sagðist skipverji skemmtibátsins vera á leið til hafnar. „Þegar myrkur var skollið á í kvöld hafði skemmtibáturinn ekki skilað sér til hafnar og var því ákveðið að kalla út björgunarsveitir á Vestfjörðum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar til leitar. Um klukkan 23:00 í kvöld náðist loks samband við skipverjann sem sagði að skemmtibáturinn hefði strandað. Engin hætta var á ferðum en maðurinn var ekki viss um hvar hann væri staddur. Lögreglunni á Vestfjörðum var gert viðvart og fann manninn á tólfta tímanum í kvöld. Hann var heill á húfi og í kjölfarið var þyrlunni og björgunarsveitum snúið við,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar en á vef RÚV kemur fram að báturinn hafi strandað í fjörunni í Þingeyri. Á vef RÚV er einnig greint frá því að tugir björgunarsveitarmanna hafi í gærkvöldi leitað að smala sem týndist í mikilli þoku við Þórðarstaði í Fnjóskadal. Leit hófst um klukkan níu en maðurinn fannst laust upp úr miðnætti. Það tók sinn tíma að staðsetja smalann. Símasamband náðist við hann en vegna þokunnar var erfitt að átta sig á aðstæðum. Þá var leiðin upp hlíðina í dalnum bæði grýtt og brött. Smalinn fannst þó að lokum og var að aðstoðaður niður af björgunarsveitum. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu í gærkvöldi að skemmtibáti sem hafði strandað á óþekktum stað á Vestfjörðum. Var einn maður um borð en vitað var að hann hafði haldið frá Þingeyri út á Dýrafjörð fyrr um daginn. Að því er fram kemur í tilkynningu Gæslunnar má upphaf málsins rekja til þess að aðstandendur skipverjans höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óttuðust um afdrif hans en þá voru nokkrar klukkustundir liðnar frá því að hann lagði af stað frá Þingeyri. Óskaði Landhelgisgæslan eftir því að sjófarendur í grenndinni svipuðust um eftir honum. Sú eftirgrennslan bar fljótlega árangur og sagðist skipverji skemmtibátsins vera á leið til hafnar. „Þegar myrkur var skollið á í kvöld hafði skemmtibáturinn ekki skilað sér til hafnar og var því ákveðið að kalla út björgunarsveitir á Vestfjörðum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar til leitar. Um klukkan 23:00 í kvöld náðist loks samband við skipverjann sem sagði að skemmtibáturinn hefði strandað. Engin hætta var á ferðum en maðurinn var ekki viss um hvar hann væri staddur. Lögreglunni á Vestfjörðum var gert viðvart og fann manninn á tólfta tímanum í kvöld. Hann var heill á húfi og í kjölfarið var þyrlunni og björgunarsveitum snúið við,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar en á vef RÚV kemur fram að báturinn hafi strandað í fjörunni í Þingeyri. Á vef RÚV er einnig greint frá því að tugir björgunarsveitarmanna hafi í gærkvöldi leitað að smala sem týndist í mikilli þoku við Þórðarstaði í Fnjóskadal. Leit hófst um klukkan níu en maðurinn fannst laust upp úr miðnætti. Það tók sinn tíma að staðsetja smalann. Símasamband náðist við hann en vegna þokunnar var erfitt að átta sig á aðstæðum. Þá var leiðin upp hlíðina í dalnum bæði grýtt og brött. Smalinn fannst þó að lokum og var að aðstoðaður niður af björgunarsveitum.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira