Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2019 20:00 Í gær fengum við að sjá bestu sönnunargögnin til þessa um að forseti Bandaríkjanna hafi virt embættiseið sinn að vettugi. Þetta sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, í dag þegar Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar, kom fyrir upplýsingamálanefnd þingsins. Vitnaði Schiff þarna til eftirrits af símtali Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta, sem birt var í gær.Krefst rannsóknar á Biden Í eftirritinu, sem ekki er orðrétt, má sjá að Trump bað Selenskíj um að rannsaka það þegar Joe Biden, þá varaforseti Bandaríkjanna en nú einn líklegasti forsetaframbjóðandi Demókrata, krafðist þess að ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn árið 2016. Trump-liðar segja að Biden hafi með því reynt að tálma rannsókn á fyrirtæki þar sem sonur hans sat í stjórn. Ekki hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því. Svo virðist sem Trump hafi ýjað að því að hernaðaraðstoð yrði hætt ef rannsókn færi ekki af stað, en þeirri túlkun neita margir Repúblikanar. „Þetta nýjasta útspil Demókrata til þess að reyna að ganga framhjá vilja þjóðarinnar er úr öllu samhengi við raunveruleikann og hreinlega hættulegt,“ sagði Devin Nunes, æðsti Repúblikani upplýsingamálanefndarinnar, til dæmis um málið. Mike Turner, Repúblikani í nefndinni, sagði aftur á móti að samtal forsetanna hafi ekki verið í lagi. Maguire sagðist sammála Demókrötum um að innihald kvörtunarinnar og eftirritsins væri sláandi. Hann lýsti sig þó ósammála þeirri lagatúlkun Schiffs að hann hefði átt að tilkynna nefndinni um kvörtunina fyrr.Yfirhylming Nefndin birti kvörtunina í dag og kemur þar fram að í fjóra mánuði hafi embættismenn tjáð uppljóstraranum áhyggjur sínar af tilraunum stjórnvalda til að láta rannsaka Biden. Einnig segir að tveir bandarískir sendiherrar hafi fundað með Selenskíj degi eftir símtalið. Þar hafi Selenskíj verið ráðlagt um hvernig hann ætti að fylgja kröfu Trumps. Þá segir að forsetaembættið hafi falið eftirritið af símtalinu í tölvukerfi ætluðu upplýsingum sem mikilvægt er að leyna vegna þjóðaröryggis. Sagðist uppljóstrarinn hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórn Trumps hafi áður reynt að fela upplýsingar sem hún taldi pólitískt viðkvæmar á tölvukerfinu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Í gær fengum við að sjá bestu sönnunargögnin til þessa um að forseti Bandaríkjanna hafi virt embættiseið sinn að vettugi. Þetta sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, í dag þegar Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar, kom fyrir upplýsingamálanefnd þingsins. Vitnaði Schiff þarna til eftirrits af símtali Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta, sem birt var í gær.Krefst rannsóknar á Biden Í eftirritinu, sem ekki er orðrétt, má sjá að Trump bað Selenskíj um að rannsaka það þegar Joe Biden, þá varaforseti Bandaríkjanna en nú einn líklegasti forsetaframbjóðandi Demókrata, krafðist þess að ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn árið 2016. Trump-liðar segja að Biden hafi með því reynt að tálma rannsókn á fyrirtæki þar sem sonur hans sat í stjórn. Ekki hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því. Svo virðist sem Trump hafi ýjað að því að hernaðaraðstoð yrði hætt ef rannsókn færi ekki af stað, en þeirri túlkun neita margir Repúblikanar. „Þetta nýjasta útspil Demókrata til þess að reyna að ganga framhjá vilja þjóðarinnar er úr öllu samhengi við raunveruleikann og hreinlega hættulegt,“ sagði Devin Nunes, æðsti Repúblikani upplýsingamálanefndarinnar, til dæmis um málið. Mike Turner, Repúblikani í nefndinni, sagði aftur á móti að samtal forsetanna hafi ekki verið í lagi. Maguire sagðist sammála Demókrötum um að innihald kvörtunarinnar og eftirritsins væri sláandi. Hann lýsti sig þó ósammála þeirri lagatúlkun Schiffs að hann hefði átt að tilkynna nefndinni um kvörtunina fyrr.Yfirhylming Nefndin birti kvörtunina í dag og kemur þar fram að í fjóra mánuði hafi embættismenn tjáð uppljóstraranum áhyggjur sínar af tilraunum stjórnvalda til að láta rannsaka Biden. Einnig segir að tveir bandarískir sendiherrar hafi fundað með Selenskíj degi eftir símtalið. Þar hafi Selenskíj verið ráðlagt um hvernig hann ætti að fylgja kröfu Trumps. Þá segir að forsetaembættið hafi falið eftirritið af símtalinu í tölvukerfi ætluðu upplýsingum sem mikilvægt er að leyna vegna þjóðaröryggis. Sagðist uppljóstrarinn hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórn Trumps hafi áður reynt að fela upplýsingar sem hún taldi pólitískt viðkvæmar á tölvukerfinu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45
Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21