Sagður hafa hótað því að segja af sér fái hann ekki lausan tauminn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2019 23:30 Joseph Maguire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), tók við embætti í síðasta mánuði. Vísir/Getty Starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar er sagður hafa hótað að segja af sér vegna tilmæla Trump-stjórnarinnar um að hann haldi þétt að sér spilunum þegar hann kemur fyrir bandaríska þingið á morgun. Þetta hefur bandaríska dagblaðið Washington Post eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum, sem sagðir eru kunnugir málinu.Sjá einnig: Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Í frétt blaðsins er Joseph Maguire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), sagður hafa varað Hvíta húsið við því að hann myndi ekki sitja á upplýsingum þegar hann kemur fyrir þingnefndir Bandaríkjaþings á morgun. Þar verður Maguire spurður út í kvörtun uppljóstrara sem barst leyniþjónustunni um umdeilt símtal Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Volodymyr Selenskíj, forseta Úkraínu. Washington Post segir hótun Maguire endurpegla hina „mögnuðu spennu“ á milli þess fyrrnefnda og Hvíta hússins vegna málsins, sem leitt hefur til þess að formleg rannsókn er hafin á því hvort Trump hafi framið embættisbrot í starfi. Maguire, sem tók við embættinu í síðasta mánuði, hafnar því þó að hafa nokkurn tímann íhugað að segja af sér. „Ég hef ekki hætt við neitt á ævinni og mun ekki byrja á því núna,“ segir í yfirlýsingu hans vegna málsins. Hvíta húsið vísar frétt Washington Post einnig á bug. Blaðið stendur enn við fréttaflutning sinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Maguire og ríkisstjórnarinnar.This is actually not true. And we would have gone on the record to say that if the @washingtonpost had given us more than 6 minutes (literally) to respond. https://t.co/5EBnBlShbK— Stephanie Grisham (@PressSec) September 25, 2019 Samskipti Trump við Selenskíj komust í hámæli eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Maguire hefði neitað að afhenda þinginu kvörtun uppljóstrarans. Innri endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi.endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi. Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift af símtali Trumps og Selenskíj. Í uppskriftinni kemur fram að Trump hafi beðið Úkraínumanninn að rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden. Uppástunguna bar Trump upp í beinu framhaldi af umræðum um hernaðaraðstoð við Úkraínu. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun uppljóstrarans. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Fóru ítarlega yfir "Úkraínu-Gate“ Þáttastjórnendur Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að nýjustu vendinum í pólitíkinni í Bandaríkjunum. 25. september 2019 10:42 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar er sagður hafa hótað að segja af sér vegna tilmæla Trump-stjórnarinnar um að hann haldi þétt að sér spilunum þegar hann kemur fyrir bandaríska þingið á morgun. Þetta hefur bandaríska dagblaðið Washington Post eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum, sem sagðir eru kunnugir málinu.Sjá einnig: Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Í frétt blaðsins er Joseph Maguire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), sagður hafa varað Hvíta húsið við því að hann myndi ekki sitja á upplýsingum þegar hann kemur fyrir þingnefndir Bandaríkjaþings á morgun. Þar verður Maguire spurður út í kvörtun uppljóstrara sem barst leyniþjónustunni um umdeilt símtal Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Volodymyr Selenskíj, forseta Úkraínu. Washington Post segir hótun Maguire endurpegla hina „mögnuðu spennu“ á milli þess fyrrnefnda og Hvíta hússins vegna málsins, sem leitt hefur til þess að formleg rannsókn er hafin á því hvort Trump hafi framið embættisbrot í starfi. Maguire, sem tók við embættinu í síðasta mánuði, hafnar því þó að hafa nokkurn tímann íhugað að segja af sér. „Ég hef ekki hætt við neitt á ævinni og mun ekki byrja á því núna,“ segir í yfirlýsingu hans vegna málsins. Hvíta húsið vísar frétt Washington Post einnig á bug. Blaðið stendur enn við fréttaflutning sinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Maguire og ríkisstjórnarinnar.This is actually not true. And we would have gone on the record to say that if the @washingtonpost had given us more than 6 minutes (literally) to respond. https://t.co/5EBnBlShbK— Stephanie Grisham (@PressSec) September 25, 2019 Samskipti Trump við Selenskíj komust í hámæli eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Maguire hefði neitað að afhenda þinginu kvörtun uppljóstrarans. Innri endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi.endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi. Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift af símtali Trumps og Selenskíj. Í uppskriftinni kemur fram að Trump hafi beðið Úkraínumanninn að rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden. Uppástunguna bar Trump upp í beinu framhaldi af umræðum um hernaðaraðstoð við Úkraínu. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun uppljóstrarans. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Fóru ítarlega yfir "Úkraínu-Gate“ Þáttastjórnendur Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að nýjustu vendinum í pólitíkinni í Bandaríkjunum. 25. september 2019 10:42 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53
Fóru ítarlega yfir "Úkraínu-Gate“ Þáttastjórnendur Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að nýjustu vendinum í pólitíkinni í Bandaríkjunum. 25. september 2019 10:42
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45