Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. september 2019 18:45 Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift úr símtali Donalds Trumps forseta og Volodímírs Selenskíj Úkraínuforseta þar sem Trump bað Úkraínumanninn að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Demókratar segja beiðnina skýrt dæmi um embættisbrot en Trump segir símtalið saklaust. Uppskriftin var birt eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að ónefndur uppljóstrari kvartaði yfir því sem bandaríski forsetinn sagði í símann. Miðlar höfðu eftir heimildarmönnum að Trump hafi lofað Selenskíj einhverju gegn því að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden, fyrir Burisma Holdings, úkraínskt orkufyrirtæki. Var loforðið svo sett í samhengi við fregnir um að Trump hafi fryst nærri hundraða milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu.Selenskíj tók vel í beiðnina Ekki má sjá Trump beinlínis gefa neitt loforð í uppskriftinni af símtalinu en vert er að nefna að ekki er um orðrétta uppskrift að ræða heldur byggir skjalið á minni og glósum viðstaddra. Þá er vert að taka fram að Trump sagði sjálfur á mánudag, aðspurður um hvort hann hafi sett rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir aðstoð, að það væri mikilvægt að ríki sem Bandaríkin styðja séu heiðarleg og óspillt. Í skjalinu stendur að Trump hafi í beinu framhaldi af umræðum um aðstoð við Úkraínu minnst á að Biden og sonur hans hafi stöðvað rannsókn úkraínsks saksóknara og bað Trump Selenskíj um að skoða málið. Selenskíj svaraði játandi og sagði að næsti ríkissaksóknari verði alfarið á hans bandi. Sá muni skoða málið sem og fyrirtækið Crowdstrike. Trump bað einnig um skoðun á Crowdstrike en fyrirtæki undir því nafni gerði greiningu á tölvuárás á miðstjórn Demókrataflokksins og komst að þeirri niðurstöðu að hópar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi staðið að árásinni. Órökstuddar ásakanir Mál Hunters Biden, sem Trump vísar til og átti sér stað þegar Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna, snýst um að Viktor Shokin, þáverandi ríkissaksóknari, sagðist ætla að hefja rannsókn á meintri spillingu eigenda Burisma Holdings í febrúar 2015. Varaforsetinn var svo staddur í Kænugarði árið 2016 þar sem hann átti að tilkynna um milljarðs dala lán til Úkraínu. Hann sagði söguna af samskiptum sínum þar á málþingi á vegum hugveitunnar Council of Foreign Relations í fyrra. Sagði að hann hafi tjáð Úkraínumönnum að lánið yrði ekki veitt nema saksóknarinn yrði rekinn. Vítalíj Kasko, fyrrverandi aðstoðarmaður saksóknarans Shokin, sagði svo frá því í maí síðastliðnum að afarkostir Bidens hafi ekki snúist um rannsóknina á Burisma Holdings. Sú rannsókn hafi verið lögð á hilluna árið 2015. Shokin hafi einfaldlega verið of linur í spillingarmálum. Sú var einnig skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er vert að taka fram að Joe Biden sagðist hafa sagt í Kænugarði að það væru skilaboð Baracks Obama að reka þyrfti Shokin. Rannsaka meint embættisbrot Úkraínumálið á nú hug og hjörtu þingmanna. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun lekamannsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Í kjölfarið er mögulegt að fulltrúadeildin ákæri Trump til embættismissis. Öldungadeildin myndi þá dæma í málinu en nær óhugsandi er að Trump verði sakfelldur enda þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að styðja sakfellingu og eru Demókratar þar í minnihluta. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift úr símtali Donalds Trumps forseta og Volodímírs Selenskíj Úkraínuforseta þar sem Trump bað Úkraínumanninn að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Demókratar segja beiðnina skýrt dæmi um embættisbrot en Trump segir símtalið saklaust. Uppskriftin var birt eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að ónefndur uppljóstrari kvartaði yfir því sem bandaríski forsetinn sagði í símann. Miðlar höfðu eftir heimildarmönnum að Trump hafi lofað Selenskíj einhverju gegn því að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden, fyrir Burisma Holdings, úkraínskt orkufyrirtæki. Var loforðið svo sett í samhengi við fregnir um að Trump hafi fryst nærri hundraða milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu.Selenskíj tók vel í beiðnina Ekki má sjá Trump beinlínis gefa neitt loforð í uppskriftinni af símtalinu en vert er að nefna að ekki er um orðrétta uppskrift að ræða heldur byggir skjalið á minni og glósum viðstaddra. Þá er vert að taka fram að Trump sagði sjálfur á mánudag, aðspurður um hvort hann hafi sett rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir aðstoð, að það væri mikilvægt að ríki sem Bandaríkin styðja séu heiðarleg og óspillt. Í skjalinu stendur að Trump hafi í beinu framhaldi af umræðum um aðstoð við Úkraínu minnst á að Biden og sonur hans hafi stöðvað rannsókn úkraínsks saksóknara og bað Trump Selenskíj um að skoða málið. Selenskíj svaraði játandi og sagði að næsti ríkissaksóknari verði alfarið á hans bandi. Sá muni skoða málið sem og fyrirtækið Crowdstrike. Trump bað einnig um skoðun á Crowdstrike en fyrirtæki undir því nafni gerði greiningu á tölvuárás á miðstjórn Demókrataflokksins og komst að þeirri niðurstöðu að hópar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi staðið að árásinni. Órökstuddar ásakanir Mál Hunters Biden, sem Trump vísar til og átti sér stað þegar Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna, snýst um að Viktor Shokin, þáverandi ríkissaksóknari, sagðist ætla að hefja rannsókn á meintri spillingu eigenda Burisma Holdings í febrúar 2015. Varaforsetinn var svo staddur í Kænugarði árið 2016 þar sem hann átti að tilkynna um milljarðs dala lán til Úkraínu. Hann sagði söguna af samskiptum sínum þar á málþingi á vegum hugveitunnar Council of Foreign Relations í fyrra. Sagði að hann hafi tjáð Úkraínumönnum að lánið yrði ekki veitt nema saksóknarinn yrði rekinn. Vítalíj Kasko, fyrrverandi aðstoðarmaður saksóknarans Shokin, sagði svo frá því í maí síðastliðnum að afarkostir Bidens hafi ekki snúist um rannsóknina á Burisma Holdings. Sú rannsókn hafi verið lögð á hilluna árið 2015. Shokin hafi einfaldlega verið of linur í spillingarmálum. Sú var einnig skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er vert að taka fram að Joe Biden sagðist hafa sagt í Kænugarði að það væru skilaboð Baracks Obama að reka þyrfti Shokin. Rannsaka meint embættisbrot Úkraínumálið á nú hug og hjörtu þingmanna. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun lekamannsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Í kjölfarið er mögulegt að fulltrúadeildin ákæri Trump til embættismissis. Öldungadeildin myndi þá dæma í málinu en nær óhugsandi er að Trump verði sakfelldur enda þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að styðja sakfellingu og eru Demókratar þar í minnihluta.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33