Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. september 2019 17:26 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Kvartandi í málinu segir að ekki sé hægt að búa við að embættismenn brjóti á borgurunum án eftirmála. Líkt og fréttastofa greindi frá í sumar komst dómsmálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu í byrjun sumars að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Tilgangur bréfanna hafi varðað persónulega hagsmuni Haraldar Í bréfi dómsmálaráðuneytisins segir að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar en ekki hagsmuni embættisins, þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna sem þeir álíta að hafi falið í sér hótanir þeirra garð. Umboðsmaður sendi dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf athugun á málinu. Í fyrradag sendi Umboðsmaður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf vegna málsins þar sem segir að Björn Jón og Sigurður telji niðurstöðu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Framkoma ríkislögreglustjóra kalli á áminningu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að ráðuneytið geri grein fyrir því að hvaða marki og hvers vegna það telji að sú háttsemi ríkislögreglustjóra falli ekki undir þau tilvik sem samkvæmt lögum séu tilefni til ámininngar.Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis.Vísir/VilhelmBjörn Jón segir að það verði að hafa einhver eftirmál þegar embættismenn fari fram með þessum hætti. „Þessar tilefnislausu hótanir RLS í minn garð eru auðvitað bara freklegt inngrip í mitt einkaíf og brot á friðhelgi þess og þetta var auðvitað bara tilraun til þöggunar,“ segir Björn Jón. Ráðuneytið hefði átt að áminna hann. „Umboðsmaður er að ganga eftir því við ráðuneytið að það grípi til frekari aðgerða og það verður að hafa eftirmál þegar embættismenn fara fram með þessum hætti,“ segir Björn Jón. „Við getum bara ekki búið við það í réttarríki að embættismenn geti brotið á borgurum án þess að það hafi einhver eftirmál.“ Áslaug Arna segir í samtali við fréttastofu að bréfið hafi borist og sé til skoðunar. Fjölmiðlar Lögreglan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Kvartandi í málinu segir að ekki sé hægt að búa við að embættismenn brjóti á borgurunum án eftirmála. Líkt og fréttastofa greindi frá í sumar komst dómsmálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu í byrjun sumars að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Tilgangur bréfanna hafi varðað persónulega hagsmuni Haraldar Í bréfi dómsmálaráðuneytisins segir að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar en ekki hagsmuni embættisins, þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna sem þeir álíta að hafi falið í sér hótanir þeirra garð. Umboðsmaður sendi dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf athugun á málinu. Í fyrradag sendi Umboðsmaður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf vegna málsins þar sem segir að Björn Jón og Sigurður telji niðurstöðu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Framkoma ríkislögreglustjóra kalli á áminningu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að ráðuneytið geri grein fyrir því að hvaða marki og hvers vegna það telji að sú háttsemi ríkislögreglustjóra falli ekki undir þau tilvik sem samkvæmt lögum séu tilefni til ámininngar.Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis.Vísir/VilhelmBjörn Jón segir að það verði að hafa einhver eftirmál þegar embættismenn fari fram með þessum hætti. „Þessar tilefnislausu hótanir RLS í minn garð eru auðvitað bara freklegt inngrip í mitt einkaíf og brot á friðhelgi þess og þetta var auðvitað bara tilraun til þöggunar,“ segir Björn Jón. Ráðuneytið hefði átt að áminna hann. „Umboðsmaður er að ganga eftir því við ráðuneytið að það grípi til frekari aðgerða og það verður að hafa eftirmál þegar embættismenn fara fram með þessum hætti,“ segir Björn Jón. „Við getum bara ekki búið við það í réttarríki að embættismenn geti brotið á borgurum án þess að það hafi einhver eftirmál.“ Áslaug Arna segir í samtali við fréttastofu að bréfið hafi borist og sé til skoðunar.
Fjölmiðlar Lögreglan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30
Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30