Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2019 16:53 Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/J. Scott Applewhite Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. Á blaðamannafundi í dag sagði Schiff ljóst að Zelensky hafi gert sér grein fyrir stöðunni sem hann var í og hverju Trump ætlaðist af honum. „Þetta rit endurspeglar klassíska „mafíu-kúgun“ erlends leiðtoga,“ sagði Schiff, sem er formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ljóst að Zelensky sárvantaði hernaðarstuðning Bandaríkjanna gegn hernaðaraðgerðum Rússa í austurhluta Úkraínu. Schiff bendir á að samkvæmt ritinu bað Trump Zelensky um greiða, eftir að úkraínski forsetinn tjáði þörf sína á herbúnaði eins og and-skriðdrekavopnum. „Forsetinn tilkynnti starfsbróður sínum að Bandaríkin hefðu gert mikið fyrir Úkraínu, hefðu gert mjög mikið fyrir Úkraínu. Meira en Evrópumenn eða nokkrir aðrir hefðu gert fyrir Úkraínu en það væri ekki mikil gagnkvæmni,“ sagði Schiff. „Svona talar mafíósi. Hvað hefur þú gert fyrir okkur? Við höfum gert mikið fyrir þig en það er ekki mikil gagnkvæmni. Ég vil biðja þig um greiða,“ Sagði Schiff. „Hver er greiðinn? Hann er auðvitað að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Að rannsaka Biden-feðgana.“Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenSchiff sagði ljóst að Zelensky hafi áttað sig á því við hverju Trump bjóst við af honum og hafi reynt að koma sér undan því. „Það sem bætir öðru lagi siðspillingar er að forsetinn vísar til Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og einkalögmanns síns, sem sendiboða sína.“SCHIFF: "What those notes reflect is a classic mafia-like shakedown of a foreign leader ... This is how a mafia boss talks. 'What have you done for us? We've done so much for you, but there isn't much reciprocity.'" pic.twitter.com/7rWC0TX2Je — Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2019 Seinna á blaðamannafundinum var Schiff spurður út í yfirlýsingu Hvíta hússins um að uppritið sýni að hvorugur forsetinn hafi minnst á hundruð milljóna hernaðaraðstoð sem Trump hafði skömmu áður komið í veg fyrir að bærist til Úkraínu. Schiff vísar aftur til þess að Trump hafi beðið Zelensky um greiðan eftir að sá úkraínski nefndi þörf Úkraínu á hernaðaraðstoð. „Það voru aðeins ein skilaboð sem forseti Úkraínu fékk frá þessum fundi. Það var: „Þetta er það sem ég þarf. Ég veit hvað þú þarft.“ Eins og hver annar mafíósi, þá þurfti forsetinn [Trump] ekki að segja: „Þetta er flott land sem þú átt. Það væri skömm ef eitthvað kæmi fyrir það.“ Það var ljóst frá samtali þeirra.“ „Það þarf ekki endilega greiða fyrir greiða til að svíkja þjóð þína eða embættiseið þinn. Jafnvel þó margir lesi þetta þannig,“ sagði Schiff og bætti við að Trump hefði gert það augljóst til hvers hann ætlaðist og sendimenn hans hefðu gert það sömuleiðis. „Úkraínumenn vissu hvað þeir þurftu að gera til að fá hernaðaraðstoð og það var að hjálpa forseta Bandaríkjanna að brjóta embættiseið sinn.“JOURNO: The WH says this proves there was no quid pro quo b/c withheld military aid never came upSCHIFF: The president of Ukraine brought up his country's need for military assistance & immediately after POTUS said, 'I have a favor I want to ask of you' & would not let it go pic.twitter.com/GNZVW3BdWe— Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2019 Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24. september 2019 21:43 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. Á blaðamannafundi í dag sagði Schiff ljóst að Zelensky hafi gert sér grein fyrir stöðunni sem hann var í og hverju Trump ætlaðist af honum. „Þetta rit endurspeglar klassíska „mafíu-kúgun“ erlends leiðtoga,“ sagði Schiff, sem er formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ljóst að Zelensky sárvantaði hernaðarstuðning Bandaríkjanna gegn hernaðaraðgerðum Rússa í austurhluta Úkraínu. Schiff bendir á að samkvæmt ritinu bað Trump Zelensky um greiða, eftir að úkraínski forsetinn tjáði þörf sína á herbúnaði eins og and-skriðdrekavopnum. „Forsetinn tilkynnti starfsbróður sínum að Bandaríkin hefðu gert mikið fyrir Úkraínu, hefðu gert mjög mikið fyrir Úkraínu. Meira en Evrópumenn eða nokkrir aðrir hefðu gert fyrir Úkraínu en það væri ekki mikil gagnkvæmni,“ sagði Schiff. „Svona talar mafíósi. Hvað hefur þú gert fyrir okkur? Við höfum gert mikið fyrir þig en það er ekki mikil gagnkvæmni. Ég vil biðja þig um greiða,“ Sagði Schiff. „Hver er greiðinn? Hann er auðvitað að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Að rannsaka Biden-feðgana.“Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenSchiff sagði ljóst að Zelensky hafi áttað sig á því við hverju Trump bjóst við af honum og hafi reynt að koma sér undan því. „Það sem bætir öðru lagi siðspillingar er að forsetinn vísar til Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og einkalögmanns síns, sem sendiboða sína.“SCHIFF: "What those notes reflect is a classic mafia-like shakedown of a foreign leader ... This is how a mafia boss talks. 'What have you done for us? We've done so much for you, but there isn't much reciprocity.'" pic.twitter.com/7rWC0TX2Je — Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2019 Seinna á blaðamannafundinum var Schiff spurður út í yfirlýsingu Hvíta hússins um að uppritið sýni að hvorugur forsetinn hafi minnst á hundruð milljóna hernaðaraðstoð sem Trump hafði skömmu áður komið í veg fyrir að bærist til Úkraínu. Schiff vísar aftur til þess að Trump hafi beðið Zelensky um greiðan eftir að sá úkraínski nefndi þörf Úkraínu á hernaðaraðstoð. „Það voru aðeins ein skilaboð sem forseti Úkraínu fékk frá þessum fundi. Það var: „Þetta er það sem ég þarf. Ég veit hvað þú þarft.“ Eins og hver annar mafíósi, þá þurfti forsetinn [Trump] ekki að segja: „Þetta er flott land sem þú átt. Það væri skömm ef eitthvað kæmi fyrir það.“ Það var ljóst frá samtali þeirra.“ „Það þarf ekki endilega greiða fyrir greiða til að svíkja þjóð þína eða embættiseið þinn. Jafnvel þó margir lesi þetta þannig,“ sagði Schiff og bætti við að Trump hefði gert það augljóst til hvers hann ætlaðist og sendimenn hans hefðu gert það sömuleiðis. „Úkraínumenn vissu hvað þeir þurftu að gera til að fá hernaðaraðstoð og það var að hjálpa forseta Bandaríkjanna að brjóta embættiseið sinn.“JOURNO: The WH says this proves there was no quid pro quo b/c withheld military aid never came upSCHIFF: The president of Ukraine brought up his country's need for military assistance & immediately after POTUS said, 'I have a favor I want to ask of you' & would not let it go pic.twitter.com/GNZVW3BdWe— Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2019
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24. september 2019 21:43 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35
Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24. september 2019 21:43
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06