Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2019 14:33 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. Eftirrit þetta er skrifað upp úr glósum þeirra sem hlustuðu og minningum þeirra en ekki eftir upptöku og gæti innihaldið villur. Hvíta húsið hefur birt gróft eftirrit af samtali forsetanna þann 25. júlí en þá bað Trump Zelensky um að gera sér greiða og ræða við Barr og Giuliani, sem vinnur á engan hátt fyrir ríkið, varðandi rannsókn á Biden. Símtalið leiddi til þess að Demókratar ætla að hefja formlega rannsókn á því hvort Donald Trump hafi framið embættisbrot í starfi.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um hið formlega ákæruferli á hendur forseta Bandaríkjanna Samkvæmt eftirritinu sagði Trump að fyrrverandi ríkissaksóknari Úkraínu hafi verið rekinn á mjög ósanngjarnan hátt og að „mjög slæmt“ fólk hafi komið að því. Hann bað Zelensky um að ræða við Giuliani og Barr um það mál og um mál sem snýr að syni Joe Biden, Hunter Biden. Trump heldur því fram að Biden hafi komið í veg fyrir rannsókn sem sneri að úkraínsku fyrirtæki sem Hunter Biden starfaði hjá. „Hvað sem þú gætir gert með dómsmálaráðherranum væri frábært. Biden stærði sig af því að hafa stöðvað rannsóknina svo ef þú gæti skoðað það… Þetta hljómar hræðilega,“ sagði Trump. Nokkrum dögum áður hafði Trump komið í veg fyrir að um 400 milljón dala neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, bærist til Úkraínu. Það var svo í beinu framhaldi af því að Zelensky ræddi um að kaupa hernaðarbúnað af Bandaríkjunum sem Trump bað hann um að „gera sér greiða“.Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.AP/Seth WenigZelensky svaraði og sagði að næsti ríkissaksóknari Úkraínu yrði á sínum vegum og gæti skoðað málið. Hann sagði aðstoðarmann sinn hafa rætt við Giuliani og sagðist vonast til þess að lögmaðurinn gæti ferðast til Úkraínu og hitt sig. Á þessum tímapunkti hafði Giuliani varið miklum tíma og orku í að þrýsta á embættismenn í Úkraínu að hefja rannsókn á Biden. Auk þess að nefna Biden ræddi Trump um samsæriskenningu varðandi það að vefþjónn Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum 2016, væri í Úkraínu og bað hann Zelensky um að reyna að finna hann og vefþjón Landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir útsendarar brutu sér leið inn í í aðdraganda kosninganna.Lítið til í ásökunum Trump Hér er vert að nema við og benda á að ríkissaksóknarinn sem um ræðir er Viktor Shokin. Honum var vikið úr starfi í mars 2016 með miklum meirihluta á þingi Úkraínu. Joe Biden hafði krafist þess að Shokin yrði vikið úr starfi en það höfðu leiðtogar fjölda annarra vestrænna ríkja og stofnanna einnig gert og var hann sakaður um að berjast ekki gegn spillingu af nægilegum krafti. Hann var jafnvel sakaður um að veita spilltum aðilum skjól. Þá bendir Politifact á að rannsókninni gegn eiganda Burisma, fyrirtækinu sem Hunter Biden starfaði hjá, hafði verið hætt árið 2014 og Shokin hafi ekki verið að rannsaka fyrirtækið. Það væri því lítill hagnaður í því fyrir Biden að koma Shokin úr starfi.Sérfræðingar og greinendur eru sammála um að lítið sé að marka ásakanir Trump og Giuliani gagnvart Biden-feðgunum, þó störf Hunter Biden í Úkraínu hafi valdið hagsmunaárekstri fyrir varaforsetann.Skammaðist yfir sendiherra Bandaríkjanna Zelensky þakkaði Trump fyrir að hafa sagt sér að sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Marie Yovanovitch, væri slæmur sendiherra. Úkraínski forsetinn kvartaði yfir því að Yovanovitch hafi ekki verið jákvæð í sinn garð. Trump sneri máli sínu þó aftur að Biden og ítrekaði beiðni sína um að Zelensky ræddi við Barr og Giuliani. Sendiherrann sem Zelensky talaði um, Marie Yovanovitch, var vikið úr starfi sínu fyrr á þessu ári og áður en til stóðu. Hún hefur starfað í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um árabil en Guiliani hefur gengið hart fram gegn henni. Meðal annars hefur hann varpað fram innihaldslausum ásökunum um að hún hafi komið að því að opinbera glæpi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, og hafi komið að samsæri auðjöfursins George Soros, sem íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa samið fjöldann allan af samsæriskenningum um. Í nýlegu viðtali hélt Guiliani því fram að Yovanovitch starfaði fyrir Soros, þrátt fyrir að hún starfi enn hjá Utanríkisráðuneytinu.Uppljóstrari steig fram Símtalið leiddi til svokallaðrar „uppljóstrarakvörtunar“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþings. Það hefur hins vegar ekki gerst og Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, neitar að upplýsa leyniþjónustunefnd þingsins um málið. Dómsmálaráðuneytið, sem William Barr stýrir, er mótfallið því að kvörtunin rati til þingsins. Áður en „eftirritið“ var opinberað í dag, ræddi Trump við þingmenn Repúblikanaflokksins þar sem hann fór yfir ritið með þeim og þeir samræmdu viðbrögð sín. Demókratar krefjast þess að fá kvörtun uppljóstrarans, eins og lög segi til um að þeir eigi rétt á. Án þess verði ómögulegt að sjá af hverju innri endurskoðandinn hafði áhyggjur. Demókratar ætla sér að samþykka þingsályktun í dag þar sem neitun Hvíta hússins að afhenda kvörtunina verður fordæmd og krefjast þess að hún verði afhend. Trump sjálfur segist fagna þess að Demókratar ætli að opna formlegt ákæruferli gegn honum og telur að hann muni mögulega hagnast á því. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um hið formlega ákæruferli á hendur forseta Bandaríkjanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í kvöld að demókratar í neðri deild þingsins myndu nýta meirihluta sinn þar til þess að hefja formlega rannsókn því hvort Donald Trump hafi framið embættisbrot í starfi með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 23:30 Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24. september 2019 21:43 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. Eftirrit þetta er skrifað upp úr glósum þeirra sem hlustuðu og minningum þeirra en ekki eftir upptöku og gæti innihaldið villur. Hvíta húsið hefur birt gróft eftirrit af samtali forsetanna þann 25. júlí en þá bað Trump Zelensky um að gera sér greiða og ræða við Barr og Giuliani, sem vinnur á engan hátt fyrir ríkið, varðandi rannsókn á Biden. Símtalið leiddi til þess að Demókratar ætla að hefja formlega rannsókn á því hvort Donald Trump hafi framið embættisbrot í starfi.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um hið formlega ákæruferli á hendur forseta Bandaríkjanna Samkvæmt eftirritinu sagði Trump að fyrrverandi ríkissaksóknari Úkraínu hafi verið rekinn á mjög ósanngjarnan hátt og að „mjög slæmt“ fólk hafi komið að því. Hann bað Zelensky um að ræða við Giuliani og Barr um það mál og um mál sem snýr að syni Joe Biden, Hunter Biden. Trump heldur því fram að Biden hafi komið í veg fyrir rannsókn sem sneri að úkraínsku fyrirtæki sem Hunter Biden starfaði hjá. „Hvað sem þú gætir gert með dómsmálaráðherranum væri frábært. Biden stærði sig af því að hafa stöðvað rannsóknina svo ef þú gæti skoðað það… Þetta hljómar hræðilega,“ sagði Trump. Nokkrum dögum áður hafði Trump komið í veg fyrir að um 400 milljón dala neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, bærist til Úkraínu. Það var svo í beinu framhaldi af því að Zelensky ræddi um að kaupa hernaðarbúnað af Bandaríkjunum sem Trump bað hann um að „gera sér greiða“.Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.AP/Seth WenigZelensky svaraði og sagði að næsti ríkissaksóknari Úkraínu yrði á sínum vegum og gæti skoðað málið. Hann sagði aðstoðarmann sinn hafa rætt við Giuliani og sagðist vonast til þess að lögmaðurinn gæti ferðast til Úkraínu og hitt sig. Á þessum tímapunkti hafði Giuliani varið miklum tíma og orku í að þrýsta á embættismenn í Úkraínu að hefja rannsókn á Biden. Auk þess að nefna Biden ræddi Trump um samsæriskenningu varðandi það að vefþjónn Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum 2016, væri í Úkraínu og bað hann Zelensky um að reyna að finna hann og vefþjón Landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir útsendarar brutu sér leið inn í í aðdraganda kosninganna.Lítið til í ásökunum Trump Hér er vert að nema við og benda á að ríkissaksóknarinn sem um ræðir er Viktor Shokin. Honum var vikið úr starfi í mars 2016 með miklum meirihluta á þingi Úkraínu. Joe Biden hafði krafist þess að Shokin yrði vikið úr starfi en það höfðu leiðtogar fjölda annarra vestrænna ríkja og stofnanna einnig gert og var hann sakaður um að berjast ekki gegn spillingu af nægilegum krafti. Hann var jafnvel sakaður um að veita spilltum aðilum skjól. Þá bendir Politifact á að rannsókninni gegn eiganda Burisma, fyrirtækinu sem Hunter Biden starfaði hjá, hafði verið hætt árið 2014 og Shokin hafi ekki verið að rannsaka fyrirtækið. Það væri því lítill hagnaður í því fyrir Biden að koma Shokin úr starfi.Sérfræðingar og greinendur eru sammála um að lítið sé að marka ásakanir Trump og Giuliani gagnvart Biden-feðgunum, þó störf Hunter Biden í Úkraínu hafi valdið hagsmunaárekstri fyrir varaforsetann.Skammaðist yfir sendiherra Bandaríkjanna Zelensky þakkaði Trump fyrir að hafa sagt sér að sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Marie Yovanovitch, væri slæmur sendiherra. Úkraínski forsetinn kvartaði yfir því að Yovanovitch hafi ekki verið jákvæð í sinn garð. Trump sneri máli sínu þó aftur að Biden og ítrekaði beiðni sína um að Zelensky ræddi við Barr og Giuliani. Sendiherrann sem Zelensky talaði um, Marie Yovanovitch, var vikið úr starfi sínu fyrr á þessu ári og áður en til stóðu. Hún hefur starfað í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um árabil en Guiliani hefur gengið hart fram gegn henni. Meðal annars hefur hann varpað fram innihaldslausum ásökunum um að hún hafi komið að því að opinbera glæpi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, og hafi komið að samsæri auðjöfursins George Soros, sem íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa samið fjöldann allan af samsæriskenningum um. Í nýlegu viðtali hélt Guiliani því fram að Yovanovitch starfaði fyrir Soros, þrátt fyrir að hún starfi enn hjá Utanríkisráðuneytinu.Uppljóstrari steig fram Símtalið leiddi til svokallaðrar „uppljóstrarakvörtunar“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþings. Það hefur hins vegar ekki gerst og Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, neitar að upplýsa leyniþjónustunefnd þingsins um málið. Dómsmálaráðuneytið, sem William Barr stýrir, er mótfallið því að kvörtunin rati til þingsins. Áður en „eftirritið“ var opinberað í dag, ræddi Trump við þingmenn Repúblikanaflokksins þar sem hann fór yfir ritið með þeim og þeir samræmdu viðbrögð sín. Demókratar krefjast þess að fá kvörtun uppljóstrarans, eins og lög segi til um að þeir eigi rétt á. Án þess verði ómögulegt að sjá af hverju innri endurskoðandinn hafði áhyggjur. Demókratar ætla sér að samþykka þingsályktun í dag þar sem neitun Hvíta hússins að afhenda kvörtunina verður fordæmd og krefjast þess að hún verði afhend. Trump sjálfur segist fagna þess að Demókratar ætli að opna formlegt ákæruferli gegn honum og telur að hann muni mögulega hagnast á því.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um hið formlega ákæruferli á hendur forseta Bandaríkjanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í kvöld að demókratar í neðri deild þingsins myndu nýta meirihluta sinn þar til þess að hefja formlega rannsókn því hvort Donald Trump hafi framið embættisbrot í starfi með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 23:30 Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24. september 2019 21:43 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um hið formlega ákæruferli á hendur forseta Bandaríkjanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í kvöld að demókratar í neðri deild þingsins myndu nýta meirihluta sinn þar til þess að hefja formlega rannsókn því hvort Donald Trump hafi framið embættisbrot í starfi með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 23:30
Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35
Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi. 24. september 2019 21:43
Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06