Útlit fyrir að fiskeldi tvöfaldist á næstu árum Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2019 09:43 Fiskeldi Austfjarða er með fiskeldi í bæði Berufirði og Fáskrúðsfirði. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að samanlögð fiskeldisframleiðsla á Íslandi komi til með að tvöfaldast á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að það sem af er ári er vöxtur í útflutningsverðmæti fiskeldis milli ára um 60 prósent. Verðmæti verður líklega hátt í 20 milljarðar króna í ár sem nemi ríflega eitt prósent af heildarútflutningi. Framleiðsluheimildir í fiskeldi hafa nær tvöfaldast á þessu ári og eru nú um 85 þúsund tonn á ári miðað við útgefin starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Er áætlað að það taki rekstraraðila um tvö ár að komast í fulla framleiðslugetu. „Gangi áform eftir eru líkur á að samanlögð framleiðsla tvöfaldist til ársins 2021. Miðað við óbreytt afurðaverð þýðir þetta að útflutningsverðmæti fiskeldis gæti orðið um 40 ma.kr. árið 2021. Það nemur hátt í 3% af heildarútflutningi og slagar upp í verðmæti alls uppsjávarfisks í fyrra. Spáin er vitanlega háð óvissu um gang mála hjá einstökum framleiðendum.Spá um þróun í fiskeldi á næstu árum.Fjármála- og efnahagsráðuneytiðMiðað við þær starfsleyfisumsóknir sem eru til skoðunar mun vöxtur fiskeldis líklega halda áfram eftir árið 2021. Það er þó takmarkað hversu mikinn fisk er hægt að framleiða í einstökum fjörðum og víða eru samanlagðar heimildir að nálgast burðarþol fjarðanna. Þrátt fyrir það er ekki útilokað að framleiðsluverðmætið geti vaxið um nokkra tugi milljarða til viðbótar á árunum eftir 2021,“ segir í tilkynningunni. Mestallt fiskeldi hér á landi er annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á Austfjörðum. Skiptist það tiltölulega jafnt milli þessara tveggja landsvæða. Byggðamál Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fjarðalax með rekstrarleyfi til fiskeldis Heimilt er að kæra ákvörðun MAST um útgáfu rekstrarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 28. ágúst 2019 17:36 MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi í september á síðasta ári. 27. ágúst 2019 17:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Útlit er fyrir að samanlögð fiskeldisframleiðsla á Íslandi komi til með að tvöfaldast á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að það sem af er ári er vöxtur í útflutningsverðmæti fiskeldis milli ára um 60 prósent. Verðmæti verður líklega hátt í 20 milljarðar króna í ár sem nemi ríflega eitt prósent af heildarútflutningi. Framleiðsluheimildir í fiskeldi hafa nær tvöfaldast á þessu ári og eru nú um 85 þúsund tonn á ári miðað við útgefin starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Er áætlað að það taki rekstraraðila um tvö ár að komast í fulla framleiðslugetu. „Gangi áform eftir eru líkur á að samanlögð framleiðsla tvöfaldist til ársins 2021. Miðað við óbreytt afurðaverð þýðir þetta að útflutningsverðmæti fiskeldis gæti orðið um 40 ma.kr. árið 2021. Það nemur hátt í 3% af heildarútflutningi og slagar upp í verðmæti alls uppsjávarfisks í fyrra. Spáin er vitanlega háð óvissu um gang mála hjá einstökum framleiðendum.Spá um þróun í fiskeldi á næstu árum.Fjármála- og efnahagsráðuneytiðMiðað við þær starfsleyfisumsóknir sem eru til skoðunar mun vöxtur fiskeldis líklega halda áfram eftir árið 2021. Það er þó takmarkað hversu mikinn fisk er hægt að framleiða í einstökum fjörðum og víða eru samanlagðar heimildir að nálgast burðarþol fjarðanna. Þrátt fyrir það er ekki útilokað að framleiðsluverðmætið geti vaxið um nokkra tugi milljarða til viðbótar á árunum eftir 2021,“ segir í tilkynningunni. Mestallt fiskeldi hér á landi er annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á Austfjörðum. Skiptist það tiltölulega jafnt milli þessara tveggja landsvæða.
Byggðamál Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fjarðalax með rekstrarleyfi til fiskeldis Heimilt er að kæra ákvörðun MAST um útgáfu rekstrarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 28. ágúst 2019 17:36 MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi í september á síðasta ári. 27. ágúst 2019 17:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Fjarðalax með rekstrarleyfi til fiskeldis Heimilt er að kæra ákvörðun MAST um útgáfu rekstrarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 28. ágúst 2019 17:36
MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi í september á síðasta ári. 27. ágúst 2019 17:15