Þar var kosinn besti leikmaður heims á síðasta ári en landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar og blaðamenn frá hverju landi innan FIFA eru með kosningarétt. Þar á meðal Egyptar.
Nú er hins vegar komin rannsókn í gang því þrátt fyrir að fyrirliðinn Ahmed Elmohamady og Shawky Ghareeb hafi skilað inn sínum seðlum til sambandsins skiluðu þeir sér ekki til FIFA. Þeir voru báðir með Salah í 1. sæti.
Liverpool star Mohamed Salah embroiled in fresh row with Egypt FA |@MaddockMirrorhttps://t.co/0y3vwfUV7Cpic.twitter.com/rHQSONpTV5
— Mirror Football (@MirrorFootball) September 24, 2019
Eini kosningaseðillinn sem skilaði sér frá fulltrúum Egyptalands var frá Hany Danial en hann var með liðsfélaga Salah, Sadio Mane í fyrsta sætinu, en Egyptann í því þriðja.
Eftir þetta hefur Salah fjarlægt á samfélagsmiðlum sínum að hann spili fyrir Egypta og eru taldar líkur á að landsliðsskór Salah séu nú endanlega komnir upp í hillu. Hann sé búinn að fá nóg.