Almannatengsl í þágu þjóðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. september 2019 07:00 Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. Enginn er maður með mönnum nema með að minnsta kosti einn upplýsingafulltrúa sér við hlið. Þannig voru fjórir blaðafulltrúar á hvern blaðamann í Bandaríkjunum árið 2012 og í fyrra voru þeir orðnir sex. Sama staða er uppi í Bretlandi þar sem um þrjú þúsund manns starfa við upplýsingagjöf með einum eða öðrum hætti fyrir ríkisstjórnina þar í landi. Þótt engin sérstök greining hafi farið fram hér á landi er ekki ólíklegt að svipað sé upp á teningnum hér. Tregða stofnana við að upplýsa um brýn mál er orðin að sérstakri meinsemd í íslensku samfélagi. Oft þurfa blaðamenn að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðunnar til að veita sjálfsagðar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa svo að ráðstafa tíma og fjármunum sem víða eru ekki til, til þess að stofna til málareksturs í þeim tilgangi að nálgast upplýsingar sem klárlega eiga erindi við almenning. Upplýsingalög voru sett árið 1996 og síðar breytt árið 2012 með það að markmiði að styrkja möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, styrkja fjölmiðla og almenning til að veita stjórnvöldum aðhald og styrkja möguleika fjölmiðla á að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þrátt fyrir það hefur upplýsingaflæði ekkert aukist, nema síður sé. Það heyrir til undantekninga að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust, því helst vilja þeir allir fá spurningarnar skriflegar, vitaskuld í gegnum fjölmiðlafulltrúann, sem reynir að ákveða hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki. Samhliða þessu hrúgast inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, svo mjög að það getur tekið allt að ár að fá úrskurð frá nefndinni. Þessi þróun er áhugaverð og enn áhugaverðara er að fylgjast með afstöðu stofnana hverju sinni, eftir því hvaða PR-maður er við stjórnvölinn. Það kom til að mynda nýverið í ljós þegar ákveðin stofnun sem kennir sig við samkennd, en fer nú líklega að verða þekktust fyrir að kveða kynferðisbrot í kútinn, sýndi loks samkennd þegar hún sendi fjölmiðlum óumbeðna yfirlýsingu þar sem hún sagðist iðrast gjörða sinna og baðst afsökunar á að hafa ekki hlustað á fimm konur sem kærðu sóknarprest fyrir kynferðisbrot árið 2017. Skemmst er frá því að segja að nýr samskiptastjóri tók til starfa hjá stofnuninni í síðasta mánuði. Vonandi er kirkjan að læra, en sennilega er nýr talsmaður farinn að leggja hæstráðendum línurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Sunna Karen Sigurþórsdóttir Þjóðkirkjan Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. Enginn er maður með mönnum nema með að minnsta kosti einn upplýsingafulltrúa sér við hlið. Þannig voru fjórir blaðafulltrúar á hvern blaðamann í Bandaríkjunum árið 2012 og í fyrra voru þeir orðnir sex. Sama staða er uppi í Bretlandi þar sem um þrjú þúsund manns starfa við upplýsingagjöf með einum eða öðrum hætti fyrir ríkisstjórnina þar í landi. Þótt engin sérstök greining hafi farið fram hér á landi er ekki ólíklegt að svipað sé upp á teningnum hér. Tregða stofnana við að upplýsa um brýn mál er orðin að sérstakri meinsemd í íslensku samfélagi. Oft þurfa blaðamenn að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðunnar til að veita sjálfsagðar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa svo að ráðstafa tíma og fjármunum sem víða eru ekki til, til þess að stofna til málareksturs í þeim tilgangi að nálgast upplýsingar sem klárlega eiga erindi við almenning. Upplýsingalög voru sett árið 1996 og síðar breytt árið 2012 með það að markmiði að styrkja möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, styrkja fjölmiðla og almenning til að veita stjórnvöldum aðhald og styrkja möguleika fjölmiðla á að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þrátt fyrir það hefur upplýsingaflæði ekkert aukist, nema síður sé. Það heyrir til undantekninga að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust, því helst vilja þeir allir fá spurningarnar skriflegar, vitaskuld í gegnum fjölmiðlafulltrúann, sem reynir að ákveða hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki. Samhliða þessu hrúgast inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, svo mjög að það getur tekið allt að ár að fá úrskurð frá nefndinni. Þessi þróun er áhugaverð og enn áhugaverðara er að fylgjast með afstöðu stofnana hverju sinni, eftir því hvaða PR-maður er við stjórnvölinn. Það kom til að mynda nýverið í ljós þegar ákveðin stofnun sem kennir sig við samkennd, en fer nú líklega að verða þekktust fyrir að kveða kynferðisbrot í kútinn, sýndi loks samkennd þegar hún sendi fjölmiðlum óumbeðna yfirlýsingu þar sem hún sagðist iðrast gjörða sinna og baðst afsökunar á að hafa ekki hlustað á fimm konur sem kærðu sóknarprest fyrir kynferðisbrot árið 2017. Skemmst er frá því að segja að nýr samskiptastjóri tók til starfa hjá stofnuninni í síðasta mánuði. Vonandi er kirkjan að læra, en sennilega er nýr talsmaður farinn að leggja hæstráðendum línurnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun